Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Síða 2
2
Fréttir / Fimmtudagur 31. mars 2011
-Sigurmundur hjá Viking Tours óhress með stöðu í samgöngumálum
Tíu ára markaðsvinna í súginn
- Tilkynnt var um sumaráætlun ferjusiglinga á halelújasamkomu
- Segir Eyjamenn eiga betra skilið - Vill fá að sigla í Landeyjahöfn
LANDEYJAHÖFN Þannig var umhorfs í Landeyjahöfn á mánudaginn þar sem Lóðsinn var inni í höfninni
og Skandia að dæla í hafnarminninu. Nú hefur höfnin verið iokuð frá því í byrjun janúar.
Mynd Guðmundur Alfreðsson.
„Við vomm í tíu ár að markaðssetja
okkur í jaðarferðaþjónustu og feng-
um hópa fyrir og eftir sumarið til að
lengja tímabilið. Við fengum breska
skólahópa sem komu í lok febrúar,
mars og apríl og svo eftir sumarið í
október og nóvember. í fyrra voru
fjörutíu hópar bókaðir en enginn í ár
- þeir eru uppi á landi,“ sagði Sigur-
mundur Einarsson, ferðamálafröm-
uður hjá Viking Tours og munar um
minna í ferðaþjónustu.
„Tilkynnt var um sumaráætlun
ferjusiglinga til Eyja á halelúja sam-
komu í Höllinni 16. mars síðast-
liðinn. Og allir ægilega ánægðir og
grátandi yfir því að þeir sem stýra
þessum málum skuli láta sjá sig á
svona fundi. Viking Tours gat hins
vegar ekki kynnt sumaráætlunina
fyrir ferðaþjónustuaðilum og þar af
leiðandi koma engir til okkar. Ferða-
þjónustan er búin að selja þessar
ferðir úti í Bretlandi. Þegar Heij-
ólfur hætti siglingum í Landeyja-
höfn síðasta haust misstu Viking
Tours og Einsi kaldi af 1500 manns
sem ætluðu að koma til Eyja,“ sagði
Sigurmundur sem sjálfur hefur
staðið í baráttu og vill sigla á ferju-
bátnum Viking í Landeyjahöfn.
„Frá 2008 hef ég sent bréf til
Reykjavíkur með ósk um leyfi til
siglinga í Landeyjahöfn og ekki
fengið eitt svar. Svo heyrir maður
frá starfsmanni Siglingastofnunnar á
fundi 16. mars að aðrir bátar en
Herjólfur hafi ekki leyfi til að fara í
Landeyjahöfn af því þeir haft ekki
leyfi til áætlanasiglinga þangað. Við
höfum aldrei beðið um það leyft.
Við viljum bara fá aðstöðu og leyft
til að sigla með okkar eigin farþega
og það er í mörgum tilfellum til að
bjarga klúðrinu með Heijólf,“sagði
Sigurmundur og heldur áfram.
„Það sem mér finnst furðulegt er að
fulltrúar í bæjarstjórn mæti tárvotir
og þakklátir þrátt fyrir að búið sé að
klúðra þessum málum algjörlega.
Til dæmis er ölduhæðin í Landeyja-
höfn í dag [þriðjudag] rétt rúmur
einn metri. Öllum skipum sem eru
með farþegaflutninga er bannað að
sigla þarna inn. Ég tel að staður sem
flytur út 15% af öllum fiskútflutn-
ingi Islands eigi betra skilið. Það er
verið að byggja göng fyrir minni
bæjarfélög, fjórum sinnum dýrari en
Landeyjahöfn. Af hverju er ekki
keypt alvöru dæluskip til að halda
höfninni opinni? Dallurinn sem kom
hingað er algjört brak. Það eiga
mjög margir hagsmuna að gæta,
ferðaþjónustuaðilar, ÍBV, verslun,
höfnin, flugvöllurinn og svo mætti
lengi telja,“ sagði Sigurmundur og
er eðlilega óhress enda hefur hann
misst af ferðamönnum vegna
stöðunnar sem nú er uppi.
MIKIÐ er að gera í Vinnslustöðinni enda mikið flskirí á Drangavík og öðrum skipum félagsins.
Fylltu á einum og hálfum sólarhring
Atvinnusköpun og
ferðaþjónustu:
Fundur og
fræðsla um
handverk
og hönnun
Föstudaginn 8. apríl nk. klukkan
12:00 á Kafft Kró verður haldinn
fundur á vegum Atvinnuþró-
unarfélags Suðurlands, Frétta og
Nýsköpunarmiðstöðvar íslands
um tækifæri atvinnulífsins í
handverki, listiðnaði og hönnun
sem er liður í fundaröðinni,
Tækifæri í atvinnusköpun og
ferðaþjónustu.
Gestir fundarins eru: Sunneva
Hafsteinsdóttir framkvæmda-
stjóri Handverks og hönnunar,
Margrét Guðnadóttir, listiðnaðar-
maður og Guðný Hafsteinsdóttir,
leirlistamaður.
I kjölfar hádegisfundarins verða
haldnir fræðslu- og vinnufundir í
Fab Lab smiðju Nýsköp-
unarmiðstöðvar Islands á föstu-
deginum og laugardeginum til
þess að vinna nánar í samstarfi
við heimafólk varðandi tækifæri í
atvinnusköpun og ferðaþjónustu
með handverki, listiðnaði og
hönnun. Nánar verður greint frá
því í næstu Fréttum.
Áhugasamir hafi samband við
Hrafn, hrafn@sudur.is (4812961)
eða Frosta, frosti@nmi.is (481
3355)
Drangavík var á veiðum á Selvogs-
banka þegar Fréttir náðu tali af
Magnúsi Ríkharðssyni, skipstjóra á
miðvikudagsmorgun.
„Þetta er búið að vera ljómandi
gott. Eftir að veðrið fór að lagast
hefur þetta verið glimrandi gott,“
sagði Magnús þegar hann var
spurður hvemig fiskaðist. Við höf-
um verið mest héma á Selvogsbanka
og fengið blandaðan afla, ýsu, þorsk
og ufsa. Við fórum út aðfararnótt
mánudags og emm að setja í síðustu
körin og löndum í dag“ sagði
Magnús en áður höfðu þeir landað
fullfermi eftir einn og hálfan sólar-
hring. Hann var því mjög sáttur og
sagði að veiði væri góð hjá þeim
skipum sem væm á svæðinu.
Fiskistofa fór með fleipur og biðst afsökunar
Margir Eyjamenn voru mjög óánægðir með umfjöllun
um sjávarúttveg í Vestmannaeyjum í þættinum Hér og nú
í kvöldfréttatíma Sjónvarpsins 20. mars sl. Meðal annars
kannaðist enginn við tölur um útflutning á ferskum fiski
sem fram komu í þættinum. Nú er komið í ljós að ekki
var við Fréttastofu að sakast sem byggði fréttina um
útflutninginn á tölum frá Fiskistofu sem reyndust rangar.
í fréttatíma RÚV á þriðjudaginn kom yfirlýsing frá
Fiskistofu og beðist afsökunar á því að stofnunin hafi
sent frá sér rangar upplýsingar um landaðan afla frá
Vestmannaeyjum. „I ljós hefur komið að gögn sem
Fiskistofa staðfesti til fréttastofunnar voru röng. Sá hluti
afla sem landað er í Vestmannaeyjum til endurvigtunar
erlendis var ekki talinn til hluta afla sem landað er í
Vestmannaeyjum við vinnslu upplýsinga fyrir frétta-
mann og skekkir það því niðurstöður um hlutfall afla
sem fluttur er óunninn frá Vestmannaeyjum," segir í yfir-
lýsingu Fiskistofu.
Hið rétta er að á fiskveiðiárinu 2008 til 2009 var landað
20.663 tonnum af botnfiski í Eyjum og að auki var land-
að 19.510 tonnum sem voru flutt óunnin á erlenda
markaði. Hlutfallið var rúm 48% sem sent var út. Á
sama hátt var landað 22.385 tonnum á fiskveiðiárinu
2009 til 2010 og 14.948 tonn voru flutt til endurvigtunar
erlendis. Hlutfallið er því um 40%.
Upplýsingasvið Fiskistofu harmar mistökin og biður
hlutaðeigandi aðila afsökunar og lofar bót og betrun.
Framkvæmda- og
hafnarráð fundar:
Skandia
dældi of
miklu
Á fundi framkvæmda- og hafnar-
ráðs á mánudaginn var rætt tjón
sem varð vegna dýpkunar í kví
upptökumannvirkja.
Ólafur Þ. Snorrason, fram-
kvæmdastjóri, greindi frá tjóni
sem varð á stálþili í kvínni. Fram
kom að talið er að Skandia hafi
dýpkað of mikið upp við þilið og
því hafi þilið sprungið út.
Greint var frá því að tafir vegna
þessa væru líklega tvær til þrjár
vikur. Óljóst er hver ber ábyrgð á
tjóninu en mat starfsmanna Vest-
mannaeyjabæjar er að Skandia
beri stærstu ábyrgðina.
Ráðið felur stýrihóp um endur-
byggingu upptökumannvirkja
framgang málsins.
g
■ ^^00^^^
Ekki pláss
fyrir
sjúkrabíl
Fyrir fundinum lá bréf frá Gústaf
A Gústafssyni varðandi sjúkrabif-
reið Rauða Krossins en Heil-
brigðisstofnunin í Vestmanna-
eyjum hefur tekið yfir rekstur
sjúkraflutninga í Vestmanna-
eyjum.
Öskaði bréfritari eftir því að að-
staða fyrir sjúkrabíl verði á
Slökkvistöð Vestmannaeyja.
Þrátt fyrir að ráðið geti tekið
undir mörg þau sjónarmið sem
fram koma hjá bréfritara er ekki
hægt að verða við erindinu vegna
plássleysis á Slökkvistöðinni.
Ný hafnar-
vog keypt
Fyrir lá tilboð vegna nýrrar Cardi-
nal hafnarvogar að upphæð
6.216.204 án VSK með flutningi
til Vestmannaeyja.
Áætlaður afgreiðslufrestur er 60
til 90 dagar frá staðfestingu pönt-
unar. Ráðið samþykkti fyrirliggj-
andi tilboð en það rúmast ásamt
uppsetningu innan fjárhagsáætl-
unar Hafnarsjóðs Vestmannaeyja
fyrir 2011.
Étgcfandi: Eyjasýn ehf. 480378-054!) - VestTnannaeyjum. RitBtjóri: Ómar Garðaisson.
Blaðamonn: Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðars-
son & Gísli Valtýsson.
Prentvinna; Eyjasýu/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47.
Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjafrettir.is.
Veffang: http//ww\v,.eyjafrcttir.LS
ERÉTEER koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti,
Tvistdnum, Toppnmn, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarvershminni, Krónunni, Isjakanum,
versluu 11-11 og Skýlinu i Fridarhöfn.. FRÉTITR eru preritaðar í 2000 eintökum.
FRET4'4fl eru adilar ad Samtökum bæjar- og héraðsfréttabladiL Eftirprentun, hljóðritun,
notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.