Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Page 6
6
Fréttir / Fimmtudagur 31. mars 2011
Karl Gauti Hjaltason,
sýslumaður skrifar:
Hvernig
sinnum við
löggæslu og
sjúkraflutn-
ingum best í
Eyjum
Það urðu mikil viðbrögð við
stuttu viðtali við
mig sem birtist
fyrir tveimur vik-
um í blaðinu, þar
sem ég svaraði
spurningum
blaðamannsins
um hvaða áhrif
það hefði á starfsemi lögreglunnar
í Vestmannaeyjum þegar sjúkra-
flutningar færðust úr hendi
hennar.
Styrmir Sigurðarson, slökkvi-
liðsmaður og bráðatæknir, skrifar
grein um það hvernig bráðaþjón-
ustan verði eftir framangreindar
breytingar, en rennur mjög fljót-
lega út af sporinu og kýs fremur
að lýsa þeim störfum sem lög-
reglan á að sinna og hverju ekki.
Ekki ætia ég að elta ólar við að
svara því sem Styrmir segir um
starfsemi lögreglunnar eða hennar
vandamál og vinnulag, ég held að
bæjarbúar hafí fremur áhuga á því
að vita hvernig sjúkraflutningum,
bráðaþjónustu og löggæslu verði
sinnt eftirleiðis og hvort öryggi
bæjarbúa verði betra eða verra.
Styrmir kýs að nefna það sem
sérstakt haldreipi bráðaliða að
lögreglan komi ætíð á staðinn.
Það er alveg ljóst að ef lögreglan
fær ekki fjármagn til að halda úti
sólarhringsvakt þá verður hún
byggð upp á bakvöktum eins og
reyndar mér skilst að eigi að sinna
bráðaþjónustu hér í Vestmanna-
eyjum með nýju fyrirkomulagi.
Slíkt kerfi er auðvitað aldrei eins
viðbragðsfljótt og viðbragð
manna sem eru á vakt á starfsstöð.
Þjónusta beggja, bæði lögreglu og
bráðaliða, hlýtur því að markast af
þeim fjármunum sem ríkið er
tilbúið að leggja í þessa þjónustu
og ef hún er skorin við nögl þá er
ekki von á góðu, en það er dýru
verði keypt ef það á að kosta
heilsu eða fjör sjúklinga hér í
bænum. Kannski er það mögu-
leiki að bæjaryfirvöld komi að
þessu með einhverju framlagi eins
og Styrmir gefur einnig í skyn.
I sama blaði er líka greinarstúfur
frá félögunum úr Reykjavík þar
sem mér er ætlað að hafa sagt að
leggja ætti sjúkraflutninga niður í
Vestmannaeyjum. Þessi fullyrð-
ing er ekki svaraverð, en endur-
speglar þá togstreitu sem komin er
í þetta mál þar sem sumir virðast
vilja að stéttahagsmunir verði
settir ofar almannahagsmunum.
Málið er í raun ofureinfalt - það
vantar fjármagn til þess að sinna
bæði sjúkraflutningum og lög-
gæslu betur í Vestmannaeyjum,
því bæjarbúar eiga það besta skil-
ið og ekkert minna. Og ef þetta
fjármagn er ekki til þá þarf að
svara þeirri spurningu hvernig
þetta verður gert best úr garði með
öryggi bæjarbúa að leiðarljósi.
Karl Gauti Hjaltason,
lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
HRESS Brugðið á Ieik í saltfískvinnslunni í Vinnslustöðinni.
Brjálað að gera í bolfiski
-Fiskurinn flakaður, snyrtur og saltaður - Unnin stykki flutt út fersk
„Það er brjálað að gera í fiski. Þegar
loðnan var búin, rann þetta svolítið
saman og vetrarvertíðin byrjaði um
leið og veðrið fór að lagast, “ sagði
Anna Sigríður Hjaltadóttir, vinnslu-
stjóri Vinnslustöðvarinnar, þegar
hún var spurð út í stöðuna á
vinnslunni. Sömu sögu er að segja í
Isfélaginu og Godthaab.
„Það er að mestu leyti sama
kjamafólkið sem kemur að vinnsl-
unni þó það sé alltaf einhver hreyf-
ing á mannskapnum. Vinnutíminn er
alveg 10 til 12 tímar og 15 tímar hjá
þeim sem standa lengst," sagði
Anna Sigríður.
Fjölbreytt framleiðsla
Hvað eruð þið að vinna núna?
„Uppistaðan er þorskur og ufsi.
Þorskinn fletjum við og setjum í salt
og seljum á Portúgal eða seljum
ferskan, vinnum hnakka og flök, og
sendum í gámum á Evrópu. Við
frystum svo hráefnið sem er lausara
í sér og vinnum sem hnakka og bita
og sendum til Frakklands og Bret-
lands. Ufsahnakkar og flök fara út
fersk og ufsinn er líka frystur og
seldur í bitum. Við erum með mjög
góðan markað á ferskum afurðum
enda erum við yfirleitt með ferska
og góða vöru og stöndum vel miðað
við aðra sem eru í útflutningi hvað
varðar gæði,“ sagði Anna Sigríður.
Skip Vinnslustöðvarinnar voru öll á
sjó á þriðjudag.. „Brynjólfur VE og
Kristbjörg VE eru á netum og
Drangavík VE, Gullberg VE og Jón
Vídalín VE eru á togveiðum. Það er
ágætis veiði eftir því sem ég best
veit, á öllum skipunum," sagði Anna
Sigríður og nóg að gera í land-
vinnslunni og sannkölluð vertíðar-
stemmning í húsinu.
Allt í góðum gír
„Það er verið að vinna alla virka
daga,“ sagði Björn Brimar, vinnslu-
stjóri Isfélagsins, þegar leitað var
frétta hjá honum á þriðjudag.
„Suðurey VE og Þorsteinn ÞH sjá
frystihúsinu hér og á Þórshöfn fyrir
hráefni og það dreifir álaginu. Við
höfum verið mest í ýsu og hún fer
fersk á Evrópu og við frystum flök á
Bandarrkin. Þetta er allt í góðum gír,
við unnum yfirvinnu þrjá daga í
síðustu viku og gerum það ef á þarf
að halda,“ sagði Björn Brimar.
Nóg framboð af fiski
Það er nóg að gera.Við erum að
vinna á laugardögum og það er
unnið frá 07.00 til 17.00 alla virka
daga. Svo byrja alltaf einhverjir,
eftir atvikum, fyrr á morgnana,“
sagði Einar Bjamason hjá Godt-
haab en þar hefur verið nóg að gera
síðustu tvær til þrjár vikur.
„Við höfum verið með bland,
þorsk, ýsu og ufsa og flytjum út
ferskt og frosið. Það er allt í gangi
og við kaupum hráefni beint af út-
gerðum og svo af fiskmarkaðnum.
Það er nóg framboð og gengur vel,“
sagði Einar og var ánægður með
ganginn í Gothdhaab.
Seld 1365 tonn fyrir 362 milljónir
Mikið hefur verið að gera á
Fiskmarkaði Vestmannaeyja frá
áramótum og er hann einn af fáum
fiskmörkuðum sem haldið hefur í
horfmu á þessu ári. Á mánudaginn
höfðu 1365 tonn farið í gegnum
markaðinn og söluverðmætið er rétt
um 362 milljónir króna.
Kári Hrafnkelsson, framkvæmda-
stjóri, sagðist ekki geta verið annað
en ánægður með ganginn frá ára-
mótum og í mars hefur ríkt sann-
kölluð vertíðarstemmning hjá þeim.
„Við erum búnir að taka á móti 355
tonnum af þorski frá áramótum og
er verðmætið 124 milljónir og
meðalverðið 350,57 krónur. Hæsta
og lægsta verð fer svo eftir stærð en
hæst höfum við séð kílóið fara yfir
420 krónur,“ sagði Kári.
Hann er ekki síður ánægður með
heildaraflann, 1365 tonn. „Fyrir
þennan afla höfum við fengið 361,7
milljónir króna og meðalverðið er
350,70 krónur sem er mjög gott.“
Þann 28. mars, á mánudaginn,
höfðu þeir tekið á móti 281 tonni af
þorski í mars og var verðmætið 99,1
milljón. I heildina höfðu 842 tonn
farið í gegn hjá þeim og var verð-
mætið 229,3 milljónir. „I síðustu
viku var mjög mikið að gera en þá
tókum við á móti 414 tonnum sem
seldust á 110 milljónir króna."
Kaupendur eru vítt og breitt um
landið en í Vestmannaeyjum er
Godthaab stærsti kaupandinn. Við
sendum mikið til Hafnarfjarðar
þaðan sem fiski er dreift um nánast
allt land,“ sagði Kári að lokum.
Á Fiskmarkaðnum starfa tveir auk
Kára, Pétur Ámmarsson og Ámi S.
, Pétursson.
PETUR með myndarlegan þorsk og ufsa sem seldir voru á mánudag.
wrnsi) w VélvirM óskast
Þjóðhátíðarnefnd auglýsir Úskum að ráða vélvirkja til starfa.
Þjóðhátíðarnefnd óskar eftir húsnæði fyrir starfsfólk nefndarinnar yfir hátíðina. Þjóðhátíðarnefnd heitir skilvísum greiðslum og tekur fulla ábyrgð á húsnæðinu. Upplýsingar lijá Nethamri, sími 897 7530.
Áhugasamir geta haft samband í síma 481-2060 eða sent tölvupóst á ibv@ibv.is ne^hamar,,
dalurinn.is Þjóðhátíðarnefnd dalurinn.is