Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Qupperneq 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 31. mars 2011 ÞAÐ er oft mikið líf og fjör á sviðinu og þar spila Iög ABBA stórt hlutverk. Leikfélagið sækir í smiðju ABBA - Mamma Mia frumsýnd á laugardag: Góð leið til að kveðja veturinn -segir Guðjón Þorsteinn, leikstjóri, sem lofar skemmtilegri sýningu Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir á laugardaginn söngleikinn Mamma mia. Verkið er vel þekkt enda hefur það gengið fyrir fullu húsi í London í áratugi og bíómynd eftir söngleiknum sló í gegn fyrir nokkrum árum. Söngleikurinn er byggður í kringum hin geysivin- sælu lög ABBA. Leikstjóri upp- setningar Leikfélags Vestmannaeyja er Eyjamönnum að góðu kunnur en Guðjón Þorsteinn Pálmarsson setti upp leikritið Bláa hnöttinn hjá félaginu fyrir nokkrum árum. Margir koma að verki Um 40 manns koma að sýningunni, langflestir standa á sviðinu en í sýningunni er lifandi tónlist með öflugri hljómsveit heimamanna. Auk þess eru fjölmargir sem að- stoða við sviðsmynd, lýsingu, búninga og annað sem til fellur. Með helstu hlutverk fara Elín Sól- borg Eyjólfsdóttir, Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, Birkir Högnason, Sigurhans Guðmundsson og Sindri Freyr Ragnarsson. Leikhúsbandið skipa þeir Birgir Nielsen, trommur, Gísli Stefánsson, gítar, Högni Hilmisson, bassi, Páll Viðar Kristinsson, hljómborð og Matthías Harðarson, hljómborð og blástur. Guðjón Þorsteinn sagði í samtali við Fréttir að hann hafi mætt smá fordómum þegar hann lagði til að þetta verk yrði fyrir valinu. „Kannski eðlilega en stjórnin var klolln í afstöðu sinni um hvaða verk ætti að sýna. Ég lagði því til að þetta verk yrði næsta verkefni en það þótti bara asnalegt að syngja Abba lögin á íslensku. En svo þegar þau fóru að rýna betur í text- ana snerust þau og í dag er að myndast heljarinnar veisla fyrir augu og eyru.“ Guðjón segir að hópurinn fari frekar frjálslega með söguna. „Enda er sagan í raun og veru ekkert ýkja merkileg. Eg las það reyndar þegar ég fór á sýninguna í London á sínum tíma að handritið hefði verið í fjögur ár í smíðum og ég gat ekki annað en brosað út í annað. En við bætum og breytum og staðfærðum söguna t.d. til Vest- mannaeyja. Það er reyndar agalega gott veður en við slepptum því að staðfæra veðrið," sagði Guðjón og brosti. „En oft verða bestu hug- myndirnar til úr einhverjum mis- tökum eða klúðri. Ég man líka að leikstjóri myndarinnar Mamma Mia var spurður að því hvenær hann ætlaði að gera sína fyrstu þrívídd- armynd. Svarið var ósköp einfalt. Hann sagðist í fjölmörg ár hafa unnið í þrívídd, í leikhúsi sem er hin eina sanna þrívídd." Það er að fæðast glæsileg sýning Að baki er tveggja mánaða æf- ingaferli með öllu sem því fylgir en Guðjón segir að þetta hafi verið gefandi vinna. „Þetta er stór hópur og allskonar karakterar þarna saman komnir. En á endanum leggjast allir á eitt, sérstaklega þegar þau fóru að sjá hvað þau geta búið til stórkostlega hluti. Þetta er eitt af því sem fær mann til að vera í þessu starfi, að fylgjast með ungu fólki þroskast." En afhverju eiga Eyjamenn að koma á sýninguna? „Það eru fjölmargar ástæður fyrir því. Ég er fyrir það fyrsta ákaflega ánægður með leikarahópinn því nú er að fæðast glæsileg sýning og Eyjamenn væru hreinlega klikkaðir að sleppa henni. Þetta er lika ofboðslega góð leið til að kveðja veturinn. í Mamma Mia er svo mikið sumar, gleði og jákvæðni. Og ef ég væri Eyjamaður, þá myndi ég ekki vilja missa af því að sjá Mamma Mia í Eyjabúningi. Það er bara eitthvað sem Eyjamenn verða að sjá. En umfram allt, þá lofa ég góðri sýningu," sagði Guðjón Þor- steinn að lokum. Fræðslu- og menn- ingarráð: Hundrað ár frá fæðingu Oddgeirs -Stýrihópur um 100 ára fæðingarafmæli Oddgeirs Kristjáns- sonar „í ár eru hundrað ár frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar. Af því tilefni telur Vestmannaeyjabær afar brýnt að gera minningu þessa merka tónlistarmanns, sem er orðinn órjúfanlegur hluti af tón- listarsögu Vestmannaeyja og landsins alls, hátt undir höfði,“ segir í fundargerð fræðslu- og menningarráðs. Ráðið leggur til að stofnaður verði stýrihópur til að fara fyrir aðkomu Vestmannaeyjabæjar. Ráðið beinir því til stýrihópsins að skoða sérstaklega möguleika þess að setja upp sérstakt vef- svæði á heimaslod.is um Oddgeir, hafa sérstakan bás í Sagnheimum undir farandsýningu tengda Oddgeiri, útsetja 2 til 3 af lögum hans fyrir lúðrasveit, tileinka Nótt safnanna sérstaklega hans minn- ingu og ýmislegt fieira. Ráðið skipar Kristínu Jóhanns- dóttur, menningarfulltrúa, Trausta Hjaltason og Margréti Rós Ing- ólfsdóttir í stýrihópinn. Fulltrúi í nefnd um minningar- sjóð Fyrir ráðinu lá erindi frá fjöl- skyldu Oddgeirs Krisjánssonar þar sem gerð var grein fyrir stofn- un minningarsjóðs um tónskáldið. Stofnframlag sjóðsins kemur frá vini Oddgeirs, Kjartani Bjarna- syni frá Djúpadal í Vestmanna- eyjum, sem með erfðaskrá sinni ákvað að hluti eigna hans skyldi renna í minningarsjóð um Odd- geir. Ennfremur lágu fyrir reglur um starfsemi sjóðsins en þar er kveðið á um tilgang sjóðsins, skipan í stjórn, hvernig staðið skuli að styrkumsóknum og annað það sem viðkemur starfi slíks sjóðs. Þá er þess farið á leit við bæjar- stjórn Vestmannaeyja að hún skipi fulltrúa í stjóm Minningarsjóðs Oddgeirs Kristjánssonar. Ráðið þakkar fjölskyldu Odd- geirs Krisjánssonar hjartanlega fyrir tryggð við Vestmannaeyjar og lýsir yfir ríkum vilja til sam- starfs. Þá skipar ráðið Ólaf Jónsson, tóniistarmann frá Lauf- ási, í Minningarsjóðinn Miðstöðin tekur inn raftæki Miðstöðin er að víkka út starfsem- ina með sölu raftækja af minni gerðinni. Kemur þessi þjónusta til viðbótar við það sem fyrir er í Miðstöðinni sem hefur einbeitt sér að byggingavöm, hreinlætistækjum og málningu til þessa auk pípu- lagningaþjónustu sem er önnur af meginstoðum starfseminnar. Fréttir ræddu við Marinó Sigur- steinsson, eiganda Miðstöðvarinnar og Helga Hjámarsson, verslunar- stjóra. Þeir sögðu að meðal tækja sem boðið er upp á séu kaffivélar, mínútugrill, ryksugur, matvinnslu- vélar, straujárn, rakvélar og hár- blásarar svo dæmi séu tekin. „Þetta er tilraun hjá okkur og hafa við- tökur verið mjög góðar,“ sagði Helgi og tók Marinó undir það. „Við ætlum að einbeita okkur að smærri tækjunum en látum öðrum eftir að versla með stærri tækin eins og þvottavélar og ísskápa," sagði Marinó. Vörunar koma frá ýmsum fram- leiðendum. „Við bjóðum upp á gæðamerkið Braun sem Pfaff flytur HELGI: -Við renndum blint í sjóinn með raftækin en viðtökur hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. inn. Við verslum líka talsvert við Byggt og búið og erum að auka úrvalið í pottum og pönnum," sagði Helgi. „Svo höfum við verið að bæta við í vöruflokkum sem við höfum byggt verslunina á frá upphafi sem eru hreinlætistæki fyrir eldhús og bað, líka flísar og allt er þetta gæðavara sem við viljum fullyrða að sé á góðu verði hjá okkur. Það á líka við málninguna," sagði Marinó. Þeir eru bjartsýnir á framtíðina og segja mikið að gera, bæði í versl- uninni og pípulögnum. „Já, það er fínt að gera. Við renndum blint í sjóinn með raftækin en viðtökur hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Birgjar okkar í Reykjavík eru líka hissa á hvað við erum að selja mikið,“ sagði Helgi. Marinó sagði ánægjulegt að auka þjónustu við Vestmannaeyinga með þessu móti og viðtökur sýni að þeir kunna að meta það. „Um leið styrkir það okkur í að reka fyrir- tækið og borga fólkinu okkar laun. Við erum 12 til 13 sem störfum hjá Miðstöðinni. Það skiptir miklu máli að versla í heimabyggð en þá þarf verslun í bænum að standa sig í stykkinu. Það teljum við okkur gera með því að bjóða upp á fjöl- breytta og góða vöru á hagstæðu verði,“ sagði Marinó að endingu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.