Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Síða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Síða 9
Fréttir / Fimmtudagur 31. mars 2011 9 Þriggja ára áætlun 2012 til 2014 - Gert ráð fyrir fjölgun íbúa - Bættar samgöngur skjóti sterkari stoðum og meiri fjölbreytni undir atvinnulífið: Framkvæmt fyrir 1100 milljónir -Söfnin, menningarstarf,málefni aldraðra og umhverfismál verkefni næstu ára Þriggja ára áætlun Vestmanaeyja- bæjar var lögð fram á síðasta fundi bæjarstjómar. Byggir hún á mark- miðum um rekstur og framkvæmdir sveitarfélagsins fyrir árin 2012 til 2014. í framsögu sagði bæjarstjóri að leitast haft verið við að vanda til áætlunar forsendna og gert er ráð fyrir helstu breytingum sem em áætlaðar og fyrirsjáanlegar. Áætlunin ber með sér að staða bæjarins er sterk og hægt að beita bæjarfélaginu til að draga úr áhrif- um kreppunnar fyrir bæjarbúa, að mati Elliða Vignissonar, bæjarstjóra. „Vestmannaeyjar hafa verið í for- ystu sjávarbyggða í gegnum tíðina og áætlun sú sem nú er lögð fram miðar að því að sú staða verði varin. Þá ber áætlunin þess glögg merki að mikil þróun er að eiga sér stað í samfélaginu og bæjarfélagið að móta sér stefnu inn í framtíðina. Áætluninni er ætlað að gefa heild- armynd af þróun tekna og gjalda auk samsetningar efnahagsreiknings og fjárstreymis," sagði Elliði. Erfitt að áætla tekjur af útsvari I framsögu sinni sagði Elliði að Vestmannaeyjar séu sennilega það sveitarfélag á íslandi sem á hvað erfiðast með að áætla tekjur sem standa og falla með gengi sjávar- útvegsfyrirtækjanna sem sannarlega sveiflast eftir duttlungum náttúr- unnar og duttlungum stjórnmála sem nú hafa aðrar hugmyndir um velferð en hann. „Sérstaklega er erfitt að ákvarða tekjur af útsvari þegar fyrir liggur stefna ríkisstjómar um aðferðir sem að mati mínu myndu án vafa skaða atvinnulíf Vestmannaeyja meira en tárum taki,“ sagði Elliði. Hann sagðist vonast til að skyn- semin verði látin ráða og á því bygg- ist áætlun um útsvar næstu þrjú árin. Utsvarstekjur hafa hækkað umfram áætlun undanfarin ár sem rekja má til velgengni í sjávarútvegi. Nú er gert ráð fyrir að ákveðnu hámarki sé náð í vexti sjávarútvegsfyrirtækj- anna. „Þá standa vonir einnig til að bættar samgöngur skjóti sterkari stoðum undir atvinnulífið og auki fjölbreytni. Velgengni atvinnulífsins er nú það sem skilar bæjarfélaginu bættum hag,“ sagði Elliði en áætlað er að tekjur af útsvari hækki að jafn- aði um 5% á ári frá fjárhagsáætlun 2011. „Þetta er nokkuð undir þeirri hækkun sem verið hefur síðastliðin ár enda vöxtur seinustu ára verið hreint ævintýralegur. Þá liggur fyrir að varlega verður farið í launa- hækkanir," sagði Elliði sem minnti á mikilvægi þess að stöðugleika verði gætt. „Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á því að áætlaðar skatttekjur 2012 em rúmlega 6% hærri en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Engu að síður er þar um 9,5% lægri tekjur að ræða en raun- tekjur ársins 2010 sem enn sýnir hversu varlega er farið í áætlunar- gerð hjá Vestmannaeyjabæ." íbúum fjölgar Fram kom hjá Elliða að áætlanir seinustu ára hafi allar gert ráð fyrir að íbúum í Vestmannaeyjum hætti að fækka árið 2008 og hafi fjölgað um 1% á ári, árin 2009, 2010 og 2011. „Þessi áætlun hefur náð fram að ganga og er það mikið fagn- aðarefni fyrir alla Eyjamenn enda hafði íbúum í Vestmannaeyjum fækkað nánast stöðugt frá 1993. Mörgum þótti sem bæjarfulltrúar væru full bjartsýnir í þessum spám sínum en svo reyndist ekki vera. FJÖLNOTA íþróttahúsið er stærsta einstaka framkvæmd bæjarins á síðustu árum. Það var tekið í notkun í vetur. Margt leggst á eitt til að gera þetta að veruleika," sagði Elliði og vísaði til eflingar sjávarútvegs, stórbættra samgangna, aukinnar ferðaþjónustu og fjölmargra vaxtarsprota í ný- sköpun. „Stórbættar samgöngur hafa þegar haft mikil áhrif, eiga án efa enn eftir að hafa veruleg áhrif á íbúaþróun og munu auka almennt trú á vaxtar- möguleika Vestmannaeyja.“ Þá sagði hann skipta máli sú mikla og góða þjónusta sem Vestmanna- eyjabær veitir. Vísaði hann m.a. til könnunar Capacent í 16 stærstu sveitarfélögunum sem sýnir að Eyjamenn eru ánægðustu íbúar alls landsins þegar spurt er um þjónustu bæjarfélagsins. Staðan sé því sterk. „I ljósi íbúaþróunar seinustu ár er nú gert ráð fyrir því að íbúum í Vest- mannaeyjum fjölgi áfram næstu árin. Fjölgunin árið 2008 og 2009 var um 1,2% og fjölgaði þeim á þessum tveimur árum úr rétt rúm- lega 4040 í 4135. Það sem af er ári 2010 hefur íbúum enn fjölgað og vonir eru til þess að fjölgunin haldi áfram. Núverandi spá gerir því ráð fyrir að fjölgunin verði 1,2% á ári næstu þrjú ár.“ Fasteignagjöld gefa meiri tekjur, en tekjur af Jöfn- unarsjóði lækka Gert er ráð fyrir að uppbygging og vöxtur atvinnulífs, fyrirhugaðar byggingar íbúðarhúsa, nýtt versl- unar- og þjónustuhúsnæði, bygging iðnaðarhúsnæðis og hækkun fast- eignaverðs muni skila sér í hækkun tekna af fasteignagjöldum. Áætlað er að hækkunin nemi 3% á ári að jafnaði yfir tímabilið og þannig hækka líka tekjur af sorphirðu, förg- un og holræsagjaldi. „Vestmanna- eyjabær hefur átt viðræður við fjöl- marga fulltrúa atvinnulífsins. Hjá þeim er umtalsverð framkvæmda- þörf og framkvæmdavilji. Þá hefur mikið verið um fyrirspurnir um lóðir fyrir bæði einbýlishús, parhús og raðhús. Áætlað er að 10.000 fer- metrar verði fullbyggðir á tímabil- inu,“ sagði Elliði. Gert er ráð fyrir að tekjur vegna jöfnunarsjóðs verði 3% lægri árið 2012 en í gert er ráð fyrir í fjár- hagsáætlun 2011. Hins vegar er gert ráð fyrir því að þá verði botninum náð og eftir það taki þær mið af almennri verðþróun og verði um 3% Utgjöld - Rekstur Fram kemur að eftir talsverðar launahækkanir seinustu ár hafi dregið úr þeim í kjölfarið á stöðug- leikasáttmálanum. Gert er ráð fyrir því að laun og tengd gjöld hækki um 2,5% frá fjárhagsáætlun 2011, sem og að aðrar tekjur og annar kostn- aður hækki um 2,5% árið 2012 miðað við fjárhagsáætlun 2011. Gert er ráð fyrir að vaxtastig fari verulega lækkandi á tímabilinu enda þanmörk fyrirtækja og heimila löngu brostin. Það gerir að verkum að tekjur Vest- mannaeyjabæjar af innlánum koma til með að lækka og reiknaðir vextir milli stofnana sömuleiðis. Áfram, eins og frá 2007, er gert ráð fyrir fjármagnstekjum en þó 27% lægri árið 2012 en í fjárhagsáætlun 2011. Til að hafa varann á er gert ráð fyrir að annar fjármagnskostnaður sé óbreyttur þótt líkur séu á að í raun muni hann lækka eftir því sem lánin lækka og detta út. Reiknaðir liðir breytast lítillega á tímabilinu. Þannig er gert ráð fyrir að breyting lífeyrisskuldbindinga hækki um 10 milljónir umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhags- áætlun 2011 og verði því um 100 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir að breytingar verði á afskriftum. Stefnt er að því að á árunum 2010 til 2013 verði ekki tekin langtímalán þótt áfram verði haldið að greiða niður eldri lán og miklar fjárfesting- ar séu framundan. Er það í takt við þá stefnu sem rekin hefur verið sein- ustu 4 ár. Miklar framkvæmdir Ráðist verður í töluverðar fram- kvæmdir á tímabilinu. Fyrirliggj- andi áætlun gerir ráð fyrir að alls verði 450, milljónum varið til fram- kvæmda árið 2012, 400 millj. árið 2013 og 250 millj. árið 2014. Nánari útlistun á þessum fram- kvæmdum verður lögð fyrir við seinni umræðu. „Þó er þegar ljóst að uppbygging á safnastarfi, menn- ingarstarfi, málefnum aldraðra og umhverfismálum verður fyrirferð- armikil á næstu árum sé mið tekið af stefnu þeirra flokka sem skipa bæjarstjóm og umræðu á vettvangi bæjarmála. Helstu framkvæmdir aðrar eru gatnagerð, viðhald félagslegs hús- næðis, viðhalds stofnana og fleira. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna lagninga nýrra gatna verði ekki telj- anlegur enda áætlað að sala á lóðum mæti þeim kostnaði," sagði Elliði í lok framsögu um þriggja ára áætlun sem var vísað til seinni umræðu. Alhliða bókhaldsvinna Fjárhagsbókhald:: Viðskiptamannabókhald Sölu- og launabókhaíd:: Ársreikningar Framtöl lögaðila og einstaklinga:: Mikil reynsla! Erum í Eyjum og í Reykjavík s. 566-5026 og 892-9552 Friðrik Óskarsson er með aðsetur í Eyjum í gíuggaverksmiðjunni Gœsk Frá Grunnskóla Vestmannaeyja Við skólann er laus 56% staða skólaliða frá 1. apríl nk. Vinnutíminn er 12:00 - 16:30 alla virka daga. GKV GRUNNSKÓLI VESTMANNAEYJA Allar upplýsingar veitir Snorri í síma 861-4363 og 488-2203. Umsóknum skal skila á skrifstofuna í Hamarsskóla sem fyrst. Samstarf um rekstur tjaldsvæða Vestmannaeyjabær óskar eftir samstarfi við áhugasama aðila um rekstur tjaldsvæða. Innifalið í tilboði skal vera allur rekstrarkostnaður við þjónustuna. Vestmanna- eyjabær mun þó leggja til húsnæði og annan fastan búnað. Við yfirferð tilboða verður m.a. litið til: 1. Kostnaðar við þjónustu 2. Aðbúnaðar ferðamanna 3. Aðgengis að þjónustu svo sem tölvum, nettengingu, veitingum, minjagripum og fl. 4. Framtíðarsýnar hvað samstarfið varðar Vestmannaeyjabær áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar og útlistun á hugmyndum Vestmannaeyjabæjar um samstarf er hægt að fá í afgreiðslu Ráðhússins eða með tölvupósti á netfangið mararet@vestmannaeviar.is. Hugmyndum að sam- starfi í samræmi við gögn ber að skila fyrir 8. apríl n.k. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós Ingólfsdóttir verkefnastjóri. Róðhúsinu | 902 Vestmannaeyjum | kt. 690269-0159, sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyjar.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.