Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Blaðsíða 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 31. mars 2011
Herdís Gunnarsdóttir vann við hjálparstörf á Indlandi og í Kenýa:
Met allt mun betur sem ég hef
-Langar mikið til að fara aftur út og helst bara strax á morgun
Herdís Gunnarsdóttir, tvítug Eyja-
stelpa, hleypti heimdraganum í
upphafi árs. Ferðinni var heitið
heimshorna á milli en Herdís hafði
skráð sig í ferð sjálfboðaliða sem
áttu að aðstoða fátæka í Indlandi og
Kenýa. Herdís hélt úti bloggsíðu
meðan á ferðinni stóð en þar kom
fram að hún fékk að upplifa ótrú-
lega mikla og sára fátækt sem
bitnar auðvitað mest á bömum
þessara þjóða. Hún segir að ferðin
hafi breytt sér mikið og helst vilji
hún fara aftur út sem fyrst til að
hjálpa til.
Lengi langað út í heim
„Mig hefur alltaf langað til að gera
þetta og hafði verið að skoða vef-
síður um sjálfboðaliðastörf. Svo
hitti ég vinkonu mína úr fótbolt-
anum með ÍBV, Eddu Maríu Birgis-
dóttur, á Laugaveginum í Reykjavík
og hún sagði mér að hún væri í
sömu hugleiðingum. Hún sendi
mér upplýsingar um þessa ferð og
Múltí kúltí samtökin, en við vorum
á þeirra vegum. Ég hafði bara
örfáa daga til að ákveða mig og
ákvað að lokum að slá til. Það
hefur alltaf verið draumur minn að
ferðast og sjá heiminn í nýju Ijósi.“
Hvað eru Múltí kúltí samtökin?
„Múltí kúltí eru frekar ný samtök
sem styðja við samvinnuverkefni
sjálfboðaliða á íslandi og sjálf-
boðaliða í Kenýa, Indlandi og öðr-
um stöðum þar sem áhugi er fyrir
slíku. Samtökin skipuleggja sjálf-
boðaliðaferðir til Indlands og
Kenýa og eru með undirsamtök
sem heita Vinir Indlands og Vinir
Kenýa. Þau safna peningum hér á
landi fyrir mannúðarverkefni í
þessum löndum. Við erum annar
stóri hópurinn sem fer út á vegum
samtakanna en við fórum í gegnum
ítarlegt námskeið áður en við fórum
út. Þar var farið í gegnum allt sem
við gætum upplifað. Við vorum
sex stelpur og þrír strákar sem fóru
út og vorum í átta vikur, þrjár á
Indlandi og fimm í Kenýa. Svo
þurftum við auðvitað að fá ótal
sprautur og tókum malaríutöflur
allan tímann í Afrfku og í tvær
vikur eftir að við komum heim.“
Sofið á gólfinu
Ferðin hófst 11. janúar en fyrst var
haldið til Indlands. „Við flugum til
London, þaðan til Kuwait, þaðan til
Bombay í Indlandi og þaðan til
Chennai sem voru okkar höfuð-
stöðvar.“
Hvernig var Indland?
„Eftir á að hyggja var flest að
mörgu leyti mun strangara á
Indlandi en Kenýa. T.d. var
klæðaburðurinn talsvert öðruvísi og
strangari reglur. Við máttum ekki
vera í stuttbuxum, það mátti ekki
sjást í axlimar og bolur, sem hefði
ekki verið talinn fleginn hér á
íslandi, var allt of fleginn.
Indverjar eru mjög trúaðir og
kristin tákn víða. Einnig er mjög
mikið um hindúatrú sem eru aðal-
trúarbrögðin. Vegna hennar er
mikil stéttaskipting í landinu.
Ef fólk fæðist fátækt þá verður
það alltaf fátækt, og eins ef það
fæðist ríkt. Maður sá t.d. pör eða
hjón aldrei leiðast eða kyssast á
almannafæri, það var einfaldlega
bannað. Fyrstu vikuna var hitinn í
lagi en svo fór að hitna og raka-
stigið hækkaði, þannig að þetta var
orðið dálítið óþægilegt, sérstaklega
út af rakanum. Svo er mikil
mengun á Indlandi og í umferðinni
er ein regla, hún er að það er engin
regla í umferðinni. Við sváfum
mest á gólfinu á þunnum bambus-
mottum. Það var erfitt að venjast
því fyrstu nætumar en svo kom
maður sér upp tækni í þessu, sofa á
þessu beini en ekki hinu, í þessari
stellingu og þá fór ég að sofa eins
og steinn. Svo var maður dálítið
stressaður yfir skordýram sem
hefðu getað skriðið eftir manni í
svefni. Ég vaknaði aldrei við það
og vil ekkert vita hvort þau hafi
verið að skríða á mér. Ég var svo-
lítið smeyk fyrir ferðina út af skor-
dýrunum en þegar ég var komin út,
þá var ég bara að leita að stóram
kóngulóm í staðinn fyrir að forðast
þær.“
Að færa börnum von
Herdís segir að hópurinn, sem
samanstóð af ungu fólki hefði haft
það meginmarkmið að færa bömum
von. „Ég fór á tvö munaðarleys-
ingjaheimili og svo eitt venjulegt
heimili úti á Indlandi. Við voram
að kenna krökkunum ensku en
aðalmarkmiðið hjá okkur gagnvart
krökkunum var að gefa þeim von.
Oft vora þetta böm sem höfðu
misst foreldra sína eða áttu foreldra
sem gátu ekki séð fyrir þeim. Sum
vora jafnvel á götunni og höfðu
upplifað ýmislegt misjafnt. í
Kenýa er mikið um HIV smit og
mörg bömin smituð.
Okkar hlutverk var líka að benda
þeim á mikilvægi menntunar og
skemmta þeim í leiðinni. Kona á
Indlandi hafði selt allt sitt til að
halda úti munaðarleysingjahæli
fyrir stelpur og núna er ég að reyna
að fmna styrktaraðila fyrir þær.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika var mikil
gleði hjá krökkunum. Þau voru
alltaf brosandi, syngjandi og dans-
andi. Þau reyndu að kenna okkur
indverska dansa en með misjöfnum
árangri."
Hola í gólfinu
„Salemisaðstaðan var líka mjög
sérstök. Við gerðum þarfir okkar í
holu í gólfinu. Reyndar var stund-
um einhver skál á gólfinu en þú
settist ekkert niður, annars var þetta
bara hola. Það tók sinn tíma að
venjast þessu og við reyndum flest
að forðast það sem lengst að fara á
klósettið. En svo vandist þetta og í
lok ferðarinnar var maður frekar
farinn að velja að kúka í holu en
vatnssalemin, sem vora oft mjög
skítug. Reyndar lentum við í því
einu sinni að klósettið var við hlið-
ina á fjósinu og maöur var þama
við hliðina á beljunni og saman
pissuðum við nánast í kross,“ sagði
Herdís og hló.
Skemmtilegra í Kenýa
Dvölin í Indlandi stóð í þrjár vikur
en að henni lokinni var haldið til
Kenýa. Það leynir sér ekki að Her-
dísi fannst skemmtilegra í Kenýa.
„Það var öragglega af því að við
fengum meira frelsi í Kenýa og
hópurinn náði betur saman þar en í
Indlandi. Við voram alltaf á sama
staðnum um helgar, máttum klæða
okkur nokkum veginn eins og við
vildum og komumst í sund og sól-
bað. Um helgar gátum við líka kíkt
aðeins á dansmenninguna en á
Indlandi vissum við aldrei hvað við
áttum að gera. Það var meira hangs
þar.
í Afríku voram við að gera meira
en á Indlandi og kannski þess
vegna fannst mér skemmtilegra f
Kenýa. Við kenndum í skólum,
hjálpuðum til á heimilum t.d. með
því að elda, sækja vatn í brann og
bera það á hausnum. Við heim-
sóttum munaðarleysingjahæli,
fóram í skóla og héldum ræður,
bjuggum til sápur og teppi, voram í
garðyrkju, bjuggum til múrsteina,
fræddumst um HIV og margt fleira.
Við voram með okkar höfuðstöðv-
HERDÍS með Jerry í fanginu. Jerry er tæplega þriggja ára en hann hafði nýlega misst föður sinn í bifhjólaslysi. Honum, móður hans og tveimur
systkinum hans var boðið að búa á öðru heimili tii að sjá sér farborða.
v