Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Qupperneq 11
Fréttir / Fimmtudagur 31. mars 2011 11 f| wL |! M > INDVERSKAR ÞVOTTAVÉLAR. Á munaðarleysingaheimilinu Posum Kodil í Indlandi er þvotturinn handþveginn. Herdís þótti sýna góða takta með indversku stelpunum. Matbúið yfir eldi. Hér er Herdís að elda hádegis- mat fyrir börnin í skólanum í Korando í Kenýa. I pottinum eru smáfiskar sem Herdís segir að hafi bragðast eins og lýsi. SALERNISAÐSTAÐAN bæði á Indlandi og í Kenýa er ekkert í líkingu við það sem þekkist í hinum vestræna heimi, eins og sjá má á þessari mynd. HERDIS ásamt Elvis. Hann er smitaður af HIV og var vart hugað líf enda bjó hann á götunni. Nú er framtíðin hins vegar björt, þrátt fyrir sjúkdóminn. ar í Kisumu þar sem við vorum um helgar. Við reyndum að nýta frí- helgamar okkar bæði í Afríku og á Indlandi í að skoða okkur um og læra aðeins um löndin. Við fórum t.d. í siglingu á Viktoríuvatni og í Masaai Mara þjóðgarðinn í Afríku, skoðuðum musteri, dýragarð o.fl. í Indlandi. En frá mánudegi og fram á föstudag vorum við í verkefnum. Við fórum stundum í 4 til 5 tíma keyrslu og jafnvel lengur, út á land til að komast á áfangastað og svo- leiðis bflferð er talsvert erfiðari þama úti en héma. Þama eru fáir vegir malbikaðir og maður hoss- aðist því um í fimm klukkutíma í litlu plássi því það var alltaf troðið í bflana til að græða meira. Við ferðuðumst í 14 manna bfl en stundum vomm við 21 í bflnum og sumir sátu á spýtum." Sár fátækt „Það er rosaleg fátækt í Kenýa. Við gistum aldrei á fátækustu svæðunum en skoðuðum þau. Þama bjuggu heilu fjölskyldumar í moldarkofum, með eitt lak á gólfinu þar sem allir sváfu. Úti flæddi skólpið niður eftir götunni og mslinu var hent þar rétt hjá. Lyktin þama var þess vegna alveg ótrúlega vond. Hér heima hugsum við á daginn hvað við ætlum að hafa í matinn að kvöldi. Þama úti hugsar fólk hvort það getur gefið bömunum sínum að borða þann daginn. Og stundum geta þau það ekki. Við fómm t.d. að skoða skóla í fátækrahverfinu en þrátt fyrir alla erfiðleikana, þá vom bömin öll mjög kát og glöð. Þau fengu ekkert að borða í skól- anum og vom heppin ef þau fengu að borða heim hjá sér. Sum vom með útblásinn maga og útstæð augu sem em einkenni þeirra sem fá lítið að borða. Það var mjög erfitt að horfa upp á þetta og mikið sjokk. Maður vildi auðvitað hjálpa öllum en fyrir ferðina var okkur sagt að velja okkar baráttu. Það væri aldrei hægt að bjarga öllum. Til dæmis sáum við þama fjölskyldu þar sem foreldrarnir vom báðir blindfullir en tveir ungir synir þeirra, sem vom albínóar, voru þama í reiði- leysi í kringum þá. Foreldrarnir heimtuðu að við keyptum handa þeim bjór og mat handa krökkun- um sem fengu aldrei neitt að borða. Það var kannski ekki skrítið því foreldramir voru svo fullir. Svo vom strákamir svo skaðbrenndir undan sólinni að það eina sem við gátum gert var að gefa þeim sólarvörnina okkar. Ég veit ekkert hvort þeir hafa notað hana enda vom foreldramir ekki mjög ábyrgir. Treysta orðið á aðstoð Herdís segir að einn stærsti mun- urinn á Indlandi og Kenýa hafi verið viðmót fólksins gagnvart hjálparsamtökum. „Á Indlandi vom allir svo ofboðslega þakklátir fyrir allt sem við gerðum en í Kenýa sagði fólk ekki einu sinni takk. Þar virðist vera komin kynslóð fólks sem hefur bara fengið hjálp frá samtökum eins og Múltí kúltí og treystir algjörlega á þeirra framlag. Þau líta bara á það sem skyldu annarra að hjálpa þeint, sem er mjög leiðinlegt. Þau halda alltaf að við séum frá Bandaríkjunum og eigum nóg af peningum. Einnig vomm við oft til sýnis, þá aðallega á Indlandi, vegna þess að við vorum hvít. Fólki fannst það svo merkilegt. Það dró okkur oft á eftir sér og labbaði með okkur í heimsóknir í allt hverfið og við þurftum að taka myndir af öllum með okkur. í Afríku var alltaf kallað „Musungu“ á eftir okkur, sem þýðir hvíti maður. Við lentum m.a. í því að á einum staðnum var brotist inn til fólks á sunnudegi eftir að við höfðum verið hjá þeim. Ræningjamir spurðu heimilisfólkið um hvíta fólkið og um alla peningana þeirra. Þeir ætluðu semsagt að ræna okkur en út af þessu, og morðum sem vom framin þama í kring, fóm ekki fleiri á þetta svæði á vegum sam- takanna í ferðinni." Þá hefði maður haldið að það vœri ekki jafn gefandi að hjálpa í Kenýa og á Indlandi? „Það var samt einhvem veginn ekki þannig. I Kenýa sá maður hversu mikil þörf er fyrir aðstoðina og maður sá neyðina betur þar en á Indlandi." Hrikalegar aðstæður Herdís sagði erfiðast að horfa upp á ung böm sem höfðu lent á götunni. „Þarna em götustrákar sem er mikið vandamál. Þetta eru bara litlir strákar sem kaupa sér Iím til að sniffa. Það gera þeir til að seðja hungrið og gleyma stað og stund. Þeir biðja mikið um peninga en það eina sem þeir gera við þá er að kaupa sér meira lím hjá skókaup- mönnunum sem kostar 7,5 ísl. kr. Þeir reyna mikið að stela og em illa séðir. Okkur var einmitt sagt að það eina sem við ættum að láta þá fá, væri matur en þessir strákar ná því sjaldnast að verða tvítugir. Stelpur eru hins vegar í vændi og leiðast oft mjög ungar út í það, allt frá 9 ára. Við kynntumst strák en mamma háns var aðeins 11 ára þegar hún átti hann. Hún vildi ekkert með strákinn hafa og henti honum í klósettið, sem var hola. Amma hans fann hann þar og elur hann núna upp.“ Ljósið í myrkrinu Herdís segir að þrátt fyrir oft mikla erfiðleika, sé til fólk þama úti sem er tilbúið að hjálpa öðmm. „Við kynntumst yndisiegri konu, Anne Laurene sem hefur tekið að sér böm af götunni. Sjálf á hún fimm böm en hún var okkar aðaltengi- liður. Hún tók t.d. einn strák af götunni sem var að deyja úr hungri og HIV. Læknar og fleiri sögðu að hann væri vonlaust dæmi. En Anne Laurene gafst ekki upp og núna er þessi drengur þokkalega hraustur og gengur í skóla. Hann tekur á hverjum degi lyf við HIV smitinu en hann veit ekki af því að hann er smitaður. í Kenýa fá böm oft ekki að vita það fyrr en síðar að þau em smituð og þá eru haldnir sameigin- legir fundir þar sem þeim er smátt og smátt sagt frá því. Þessi dreng- ur fer bráðum á svona fund en við náðum mjög vel saman, ég og þessi strákur. Þarna er lfka hópur af ein- stæðum mæðrum sem búa í hverf- inu. Anne Laurene hefur kennt þeim að búa til teppi og fleira sem þær selja svo til að afla sér fjár. Anne Laurene er algjör engill og hefur haft mikil áhrif á um- hverfið." Lífsneistinn horfinn eftir 13 ára ævi En þrátt fyrir að fá alla þá hjálp sem í boði er, gengur ekki allt upp. „Ég kynntist þama 13 ára strák sem hafði misst báða foreldra sína. Honum hefur gengið mjög illa í skólanum síðustu tvö ár af því að hann er svo sorgmæddur og grætur bara og grætur. Hann er með hjartasjúkdóm og þurfti að fara í mjög erfiða og dýra hjartaaðgerð, ef ekki myndi hann líklegast deyja. Fingurgómamir em eins og blöðrur út af þessum hjartasjúkdómi. En eftir að Vinir Kenýa höfðu safnað nógu miklu fé fyrir aðgerðinni, þá myrðir læknirinn konuna sína og fremur svo sjálfsmorð. Það er eng- inn annar læknir sem treystir sér til að gera aðgerðina og strákurinn veit að hans bfður bara dauðinn. Maður sá bara í ungu andlitinu að lífsneistinn var farinn. Það var hrikalegt." Herdís segir að stærsta vanda- málið á svæðinu í kringum Kisumu sé eyðni. „HIV tíðni í Kenýa er 7,5% en í Kisumu er hún 25%. Tíðnin á Islandi er svo mikið minni en ég held það séu um 200 manns HIV smituð hér. Ástæðan fyrir þessu er mikið vændi og fjölkvæni. Einnig fæðast böm oft með HIV, smitast af móður sinni. Hræðslan við sjúkdóminn er mikil af því að HIV smitaðir em litnir homauga af samfélaginu. Því þorir fólk stund- um ekki að fara í læknisskoðun." Ættum að vera þakk- látari Herdís segir að það hafi verið dá- lítið erfitt að koma aftur til Islands. „Við stoppuðum reyndar aðeins í Englandi og fórum m.a. á stórleik Manchester United og Arsenal. En það var erfitt að koma aftur hingað heim í kuldann, ég er ennþá að venjast honum. Eg sef fullklædd og mér er alltaf kalt. En þetta er að koma.“ En hefur þessi ferð breytt þér eitt- hvað? „Já, algjörlega. Ég hugsa allt öðruvísi og met allt mun betur sem ég hef. Mig langar mikið til að fara aftur út og helst bara strax á morgun. Foreldrar mínir höfðu auðvitað trú á mér í þessu en áttu ekki von á því að ég myndi breytast svona, að vilja fara aftur. Núna er ég bara svo ringluð, ætla í háskóla í haust en veit ekki hvað ég ætla að læra. Ef ég íinn ekki út úr því þá langar mig að fara aftur út. Afríka og jafnvel Tæland eða Ástralía væru spennandi kostur. Best af öllu væri að komast aftur til Kenýa, til fólksins sem ég kynntist þar. Amma segir að ég hafi smitast af ferðabakteríunni og það er lfldega rétt hjá henni. En þessi ferð var mjög fræðandi og þroskandi. Þetta er mikil lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma. Ég er mjög þakklát fyrir það sem ég hef og þama úti kynntist ég alvöru kreppu. Við ís- lendingar höfum það svo ofboðs- lega gott að við ættum að vera þakklátari. Samt sem áður er fólk- ið þarna úti, sem býr við svo kröpp kjör, alltaf brosandi og flestir eru lífsglaðir. Þetta er eitthvað sem við mættum taka okkur til fyrirmynd- ar,“ sagði Herdís að lokum. Júlíus Ingason.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.