Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Síða 13
Fréttir / Fimmtudagur 31. mars 2011
13
Kirkjugerði - Þar er starfandi sérkennslustjóri:
Astæður fyrir þörf barna
á sérstuðningi eru margar
í leikskólanum Kirkjugerði er starf-
andi sérkennslustjóri sem ber
ábyrgð á og stjómar skipulagningu
og framkvæmd þeirrar sérkennslu
sem þar er veitt.
Astæður fyrir þörf bama á sér-
stuðningi em margar, má þar nefna
frávik í framburði, slakan mál-
þroska og ýmis önnur þroskafrá-
vik. Tvítyngd böm og erlend böm
þurfa líka oft sérstakan stuðning.
Ef gmnur er um að bam þurfi
stuðning eða sérkennslu, kemur
beiðni um athugun, ýmist frá for-
eldmm eða deildarstjóra bamsins.
Bam fer aldrei í nánara mat á
þroska eða í greiningu nema með
samþykki foreldra. Ymis matstæki
em notuð í leikskólanum til að
skima og meta þroska bama.
Einnig höfum við aðgang að ráð-
gjafarþroskaþjálfa, talmeinafræð-
ingi og sálfræðingi.
Þegar vandi er greindur hjá ung-
um bömum á leikskólaaldri og
farið er að vinna með bamið í
framhaldi af því, er talað um
snemmtæka íhlutun. Miklu máli
skiptir að byrja sem fyrst að vinna
með bam sem glímir við þroska-
frávik. Bömin em ýmist þjálfuð ein
eða í hóp, það fer eftir því hvað
verið er að þjálfa.
Með snemmtækri íhlutun hefur
áhersla verið lögð á að auka félags-
fæmi barna með þroskafrávik og að
koma í veg fyrir þróun hegðunar-
erfiðleika. Félagsfæmi og hegðun
hafa líklega enn meiri áhrif á það
hvernig bömum, sem búa við
fötlun af einhverju tagi, vegnar
síðar á lífsleiðinni, en greind eða
vitsmunaþroski. Félagsfærniþj álfun
fer eðlilega fram í bamahópnum.
Þar þarf að kenna bömum hegðun
og samskipti í leik og starfi.
I október ár hvert em lögð fyrir
öll fimm ára böm skimunarpróf í
leikjaformi (Hljóm-2). í prófinu er
gerð athugun á hljóð- og málvitund
leikskólabama. Ut frá niðurstöðum
þessa prófs er hægt að spá fyrir um
lestrarfæmi hjá bömum. Ef bömin
hafa fæmi undir meðallagi eru þau
þjálfuð sérstaklega og prófuð aftur í
febrúar. Þetta er gott dæmi um
snemmtæka íhlutun, þar sem
vandinn er greindur snemma og
reynt að koma í veg fyrir seinni
tíma vandamál.
Til em margvísleg kennslugögn
sem nýtast vel í vinnu með leik-
skólaböm. Ýmsir sérfræðingar
hafa gefið út mjög góðar verk-
efnabækur fyrir böm.
Framburðarefni Bryndísar Guð-
mundsdóttur, talmeinafræðings,
hefur til dæmis reynst einstaklega
vel. Þegar breytingar urðu á starf-
semi Leikfangasafns Vestmanna-
eyja fékk leikskólinn töluvert af
kennslugögnum sem nýtast vel í
sérkennslunni.
Það liggur ljóst fyrir að snemm-
tæk íhlutun getur veitt einstaklingi
farsælli framtíð og um leið verið
mikill spamaður fyrir þjóðfélagið.
Segja má að valið standi um það
hvort vandamálin og erfiðleikamir
fái að vaxa og festa sig í sessi, eða
hvort gripið sé inn í snemma á lífs-
leiðinni og þróuninni beint til betri
vegar. Hamingja og velferð
bamsins er alltaf það sem skiptir
mestu máli, þegar upp er staðið.
Svava Hafsteinsdóttir,
sérkennslustjóri.
Fræðslu- og menningarráð:
Bókasafnið
150 ára á
næsta ári
-og 80 ár frá stofnun
Byggðarsafnsins
Á síðasta fundi fræðslu- og
menninganáðs lá fyrir erindi
frá Kára Bjamasyni, forstöðu-
manni Bókasafns Vestmanna-
eyja.
Leggur hann til að stofnaður
verði starfshópur til að minnast
þessara tímamóta hjá Bóka- og
Byggðasafni Vestmannaeyja á
næsta ári.
Ráðið beinir því til stjómenda
Bókasafns og Byggðasafns að
hefja þegar í stað undirbúning
að afmælisárinu og felur Kára
Bjamasyni, forstöðumanni
bókasafns, að leiða slíka vinnu
fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.
Ráðið óskar eftir því að svo
fljótt sem verða má liggi fyrir
drög að því hvernig best verði
að afmælinu staðið.
Minning - Jóhanna
Víglundsdóttir
-Fædd: 17. 7. 1943, dáin: 18. 3. 2011
Elsku Lella frænka.
Ég verð lengi að átta mig á því að
þú sért ekki lengur hjá mér.
Við áttum svo margar góðar stundir
saman. Ég lærði svo mikið af þér,
elsku Lella mfn, þú kenndir mér á
klukku, fórst yfir alla mánuðina
með mér og þannig lærði ég að
þekkja afmælisdagana hjá svo
mörgum í fjölskyldunni. Þú gast
endalaust verið með mér að púsla,
kubba og í boltaleik.
Föstudagskvöldin vom okkar, ég
gisti þá hjá þér og Gústa og horfð-
um við þá saman á Útsvar og þið
áttu alltaf til blátt nammi handa
mér.
Það var svo gaman þegar þú
hringdir í mig eða ég í þig, stund-
um oft á dag og mikið gátum við
talað og hlegið saman. Lengi gátum
við rökrætt um hlutina en oftast
vann ég þó. Núna ertu sofandi hjá
Jesú og líður vel.
Elsku Lella frænka takk fyrir allar
yndislegu stundimar sem við áttum
saman. Ég mun aldrei gleyma þér.
Ég fel íforsjá þína,
Guðfaðir hana Lellu mína
því nú er komin nótt.
Um Ijósið lát mig dreyma
og Ijúfir englar hana geyma
svo ég sofi rótt.
Þinn frœndi Daníel Smári.
Höfnin, lífæð
Vestmannaeyja
Olafur
Snorrason
framkvæmda-
stjóri umhverf-
is- og fram-
kvæmdasviðs
Höfnin hefur verið lífæð Vest-
mannaeyja frá upphafi byggðar
og hafa menn alla
tíð borið gæfu til
að viðurkenna það
að Vestmannaeyj-
ar byggjast fyrst
og fremst á sjáv-
arútvegi. Vest-
mannaeyjahöfn
hefur í gegnum
tíðina verið ein
stærsta fiskihöfn
landsins og er í
dag fjórða stærsta
höfn landsins með
um 400 milljón króna tekjur.
Rekstur hafna er aftur á móti
mjög dýr og er algengt að hver
metri af bryggjukanti kosti á bil-
inu 1,5 til 2 milljónir. Fram til
þessa hefur framlag Ríkissjóðs
til uppbyggingar hafna numið
60% af stofnkostnaði en með
nýjum hafnarlögum er þetta
ákvæði fellt út. Hefur þeirri
gildistöku reyndar verið frestað
en umræða er um að taka þetta
ákvæði inn aftur nú á næstu
misserum.
Flestar hafnir á íslandi hafa
ekki tök á að ráðast í slíkar fram-
kvæmdir án ríkisaðstoðar en
fulltrúar Vestmannaeyjahafnar
lögðu það til á Hafnasambands-
þingi síðasta haust að framlag
ríkisins væri ekki eingöngu
bundið við nýframkvæmdir
heldur líka stærri viðhalds-
framkvæmdir á bryggjuköntum.
Tilhneiging hefur verið að fara
út í nýframkvæmdir á bryggjum
í stað viðhaldsverkefna þar sem
ríkisframlag hefur einungis
komið í nýframkvæmdir.
Vestmannaeyjahöfn hefur
gengið í gegnum mikla endur-
nýjun á síðustu árum og er svo
komið að flestir bryggjukantar
eru í vel nothæfu ástandi. Hefur
þetta útheimt mikla fjármuni af
hendi hafnarinnar en góður
rekstur hennar undanfarin ár
hefur létt verulega undir. Vest-
mannaeyjahöfn skuldar nú um
210 milljónir króna og stendur í
stórframkvæmd sem er endur-
bygging upptökumannvirkja
hafnarinnar.
Sú framkvæmd kostar 370
milljónir en stór hluti þeirrar
framkvæmdar er þegar gjald-
færður í bókum hafnarinnar.
Næsta skref í endumýjun hafn-
arinnar er endurbygging Edin-
Vestmannaeyja-
höfn hefur í
gegnum tíðina
verið ein stærsta
fískihöfn landsins
og er í dag fjórða
stærsta höfn
landsins með um
400 milljón króna
tekjur.
borgarbryggju. Þar verður skipt
um 60 metra kafla af stálþili og
endurnýjuð 1200 fermetra þekja
við FÉS að Nausthamars-
bryggju.
Er þetta verk á áætlun ársins
2011 en einnig er farið að huga
að lagfæringum á Binnabryggju
sem er orðin mjög illa farin.
Binnabryggja er helsta útskip-
unar -og uppskipunarsvæðið og
á síðasta ári komu þar að 118
flutningaskip sem lágu þar sam-
tals 131 dag.
Samtals komu til Eyja í fyrra
197 skip sem lágu hér 263 daga
sem jafngildir því að í höfninni
hafi legið skip 75% af árinu.
Gámainnflutningur nam rúmum
1000 TEU og útflutningur um
3000 TEU. Jafngildir það því að
rúmar 11 gámaeiningar hafi
verið fluttar inn eða út frá Vest-
mannaeyjahöfn á hverjum degi á
árinu 2010. Utan þessa er allur
lausaflutningur svo sem mjöl,
lýsi, olíur og þau frystiskip sem
taka vöruna beint um borð.
Hefur ekki verið minnst á fisk
og fiskafurðir sem koma frá
fiskiskipum en það er grund-
vallarstarfsemi Vestmannaeyja-
hafnar. Vestmannaeyjahöfn er
stærsta fiskihöfn á Islandi og
erum við stoltir af því.
Markmið Vestmannaeyja-
hafnar er að svo verði áfram og
að búa flotanum bestu skilyrði
sem möguleg eru á hverjum tíma
á sem hagkvæmastan hátt. Það
er sammerkt, að ef vel gengur í
rekstri hafnarinnar, þá gengur
vel í Vestmannaeyjum.
Olafur Snorrason, fram-
kvœmdastjóri umhverfis -og
framkvœmdasviðs
amsi<ip