Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Síða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Síða 17
Fréttir / Fimmtudagur 31. mars 2011 17 S Leiðrétting - Guðjón Armann Eyjólfsson skrifar: Um legstein sr. Jóns Þorsteinssonar píslarvotts LEGSTEINNINN sem settur var upp á Kirkjubæjarhrauni eins og Guðjón Ármann kallar það. í grein Helgu Hallbergsdóttur sem birtist 17. mars sl. í 11. tbl. Frétta 38. árg. og nefnist Stytt- umar í bænum - Tregablandnar minningar er ekki rétt sagt frá hvemig björgun legsteins Sr. Jóns Þorsteinssonar píslarvotts bar að í eldgosinu hinn 25. janúar 1973. Legsteinn þessi var gerður eftir frumgerðinni sem fannst af tilviljun vorið 1924. Forgöngu um endur- gerðan legstein höfðu Gísli J. John- sen og Sr. Jes A Gíslason og var leg- steinninn afhjúpaður að Kirkjubæ 17. júlí 1927 þegar minnst var að 300 ár vom liðin frá Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum árið 1627. Fmmgerð legsteinsins sem Magnús Eyjólfsson, bóndi í Eystri-Staðarbæ á Kirkjubæ, fann vorið 1924, þegar hann pældi kálgarð sinn, var úr móbergi. Um sumarið árið 1924 var steinninn sendur á Þjóðminjasafnið þar sem Matthías Þórðarson, þjóð- minjavörður, rannsakaði steininn og þar er hann varðveittur og þykir merkilegur gripur. í Fréttum, hinn 17. mars sl. segir m.a. frá því er minnisvarðanum sem síðan 1927 hafði staðið í sérstökum reit með steinsteyptum garði í kring var á síðustu stundu bjargað úr hraunstálinu við Kirkjubæ fimmtu- dagsmorguninn 25. janúar 1973. I blaðinu segir m.a: „Ámi Johnsen, Vestmannaeyingur og blaðamaður, var fylgdarmaður forseta íslands, herra Kristjáns Eldjáms, þegar þeir urðu vitni að því að glóandi hraunið sleikti minnisvarðann. Ámi rauk þá til, hljóp inn í skemmu á Kirkjubæ, náði í dráttarvél og tókst að draga steininn í burtu. Sá steinn er nú á Þjóðminjasafninu, en heimamenn reistu nýjan 17. júlí 1977, á sem næst sama stað og sá gamli hafði verið en á milli bar um 100 metra nýtt hraun.“ Þessu atviki, björgun minnisvarð- ans úr vikur- og hraunstálinu sem lá yfir hlaðið á Kirkjubæ, þennan morgun, fimmtudaginn 25. janúar, þegar veður hafði lygnt en gosið var af fullum krafti, er þama alrangt lýst og er skáldskapur einn. Það vita allir sem þama voru að þetta gerðist alls ekki með þessum dramatfsku til- þrifum og lýst er hér að framan. Nú em liðin næstum því 40 ár síðan þessir atburðir gerðust og hugsan- lega er í hugum einhverra farið að fymast hvað í raun og vem gerðist. Svo vel vill til að ég skráði þetta atvik stuttu eftir að þetta gerðist og birtist frásögnin í bók minni Vest- mannaeyjar - Byggð og eldgos sem kom út í lok nóvember 1973. Auk þess er mér þetta enn þann dag í dag í fersku minni. Ég fékk síðan staðfestingu frá Þór Magnússyni, fyrrv. þjóðminjaverði, að rétt var frá sagt þegar ég var að grennslast fyrir um legsteininn sem í fyrmefndri grein í Fréttum er sagt fortakslaust að sé á Þjóðminjasafninu og getur það valdið miklum mglingi síðar meir ef ekki er strax leiðrétt. I bókinni Vestmannaeyjar - Byggð og eldgos segir svo (bls. 266) um heimsókn forseta íslands: „Á fimmtudagsmorgun (25. janúar 1973) var komið ágætisveður og allt var mun skaplegra en kvöldið áður og um nóttina, þegar kulað hafði af austri og kviknaði í húsgögnum, sem borin vora út úr húsum. Það var auðfundið, að hér skipti vindáttin sköpum. Þennan morgun kom forseti Islands, herra Kristján Eldjám, til Vestmannaeyja. Forset- inn fór austur á Kirkjubæi og horfði með alvörasvip á hamfarimar og rústir þessa foma sögustaðar. Hraunbrúnin lá um hlaðið á Kirkjubæ og um miðja götuna, fyrir austan Ólafsbæ. Það var kyrrt þá stundina. Ut úr hraunjaðrinum stóð hálfur minnisvarði Jóns píslarvotts. Legsteinninn var svo heitur að ekki var hægt að snerta hann. Við komum samt tógum á steininn og drógum hann út undan hrauninu með bfl. Ég klöngraðist upp á úfinn hraunmðn- inginn, sem reis allt að tíu metra upp fyrir götuna og yfir rústir húsanna. Hraunið var sjóðandi heitt og á steinana sló gulleitum blæ brenni- steinsins. Það hitaði í fætuma gegn- um þykka sólana. Inni á hrauninu vom nokkrir vísindamenn og tóku sýnishom af grjótinu. Það var dapurlegt um að litast þama á hlaðinu á Kirkjubæ. Við blöstu gapandi tóftimar á Ólafsbæ og Suðurbænum hjá Þorbirni. Kirkjuból var bmnnið til gmnna. Þúsund ára byggð var úr sögunni." Það var fyrst og fremst hugmynd og tillaga forsetans, hr. Kristjáns Eld- jáms, að bjarga legsteininum. Við heimamenn höfðum flestir um nóg annað að hugsa. Kristinn Benediktsson, Ijósmynd- ari, tók góða mynd af þessu sviði. Dr. Kristján Eldjám forseti íslands virðir fyrir sér legsteininn sem stendur út úr ösku- og gjóskudyngj- unni. Með honum em Ámi Johnsen, þá blm. á Mbl. og Garðar Sigurðs- son alþm. Myndina tók Kristinn Benediktsson 25. jan. 1973. Að baki em tóftir Suðurbæjarins á Kirkjubæ þar sem hjónin Helga Þorsteins- dóttir og Þorbjöm Guðjónsson og fjölskylda þeirra bjuggu. í sjálfu sér var lítið mál að bjarga legsteininum. Þama var stór vöm- bfll, sem komst allnærri steininum, á milli gjóskustaflans og austurgafls hlöðunnar í Ólafsbæ, sem var stein- steyptur. Þar höfðu búið ekkjan Guðrún Hallvarðsdóttir og upp- komin böm hennar, Sigurbergur og Aðalheiður. Bfllinn bakkaði eins nærri stein- inum og komist varð og slógum við þá kaðli á steininn og drógum hann út úr gjóskustálinu. Þegar steinninn var laus vora margar hendur á lofti til að lyfta honum upp á vömpallinn, m.a. undirritaður og að mig minnir Ámi Johnsen, Reynir Guðsteinsson og fleiri sem þama vom; margir m.a. í tilefni heimsóknar forsetans. Ekki veit ég hver var bílstjórinn, en fyrst farið er að tíunda þetta atvik nákvæmar væri gaman að fá að vita hver hann var. Ágætis hlutar og framlags vömbflstjóra í Vestmanna- eyjum til bjargar innanstokksmun- um fólks í eldgosinu 1973 hefur verið of lítið getið og margir sem standa í þakkarskuld við þá. En þegar legsteinninn var kominn á bílinn var ekið með hann rakleitt niður á lögreglustöðina við Hilmis- götu sem var nokkurs konar stjóm- stöð lögreglu og jarðfræðinga, a.m.k. hitti ég Sigurð Þórarinsson jarðfræðing þar að máli. Eftir að ég hafði lesið fyrmefnda grein í Fréttum frá 17. mars og þá sérstaklega um endurgerða leg- steininn frá 1927 þar sem sagði: „Sá steinn er nú á Þjóðminjasafninu, en heimamenn reistu nýjan 17. júlí 1977.“ fannst mér eitthvað skjóta skökku við og ekki allt eins og það ætti að vera. Ég sendi því fyrirspum til Lilju Árnadóttur, fagstjóra munasafns Þjóðminjasafnsins. Daginn eftir fékk ég greinargóð svör í svohljóð- andi bréfi: „Þetta kemur mér og Þór Magnússyni, fyrrum þjóðminja- verði, nokkuð spánskt fyrir sjónir. Þór man mjög vel eftir því þegar forsetinn fór á vettvang í Vest- mannaeyjum og eins að hann hefði lagt til að steininum yrði bjargað. Hingað kom hann aldrei og er ekki hér í safninu. Hins vegar man ég vel eftir því þegar ég hóf störf við safnið fyrir margt löngu var eitt rými á aðalhæð hússins kallað Vestmanna- eyjageymsla en þar hafði gripum Byggðasafns Vestmannaeyja verið komið fyrir eftir að þeir vom fluttir í land eftir að gosið hófst. Þá, þ.e. sumarið 1977, höfðu þeir verið flutt- ir til Eyja á ný en geymslan hélt heitinu í safninu allt fram að breyt- ingum þess og uppgjörð löngu síðar. Hvaða steinn er það sem menn reistu nýjan árið 1977? Er það ekki endurgerði steinninn frá 1927? “ Og lýkur hér svari frú Lilju Áma- dóttur, fagstjóra munasafns Þjóð- minjasafnsins. Þetta er hárrétt ályktað hjá Lilju Ámadóttur. Endurgerði steinninn,, gerður nákvæmlega eftir legstein- inum sem fannst vorið 1924, var eftir eldgosið 1973 reistur aftur á Kirkjubæjarhrauni 17. júlí 1977, 100 metram ofan við þann stað þar sem hann hafði staðið áður. Leg- steinninn yfir síra Jóni Þorsteins- syni, sem var jafnframt minn- ingarsteinn um Tyrkjaránið 1627, hafði staðið á Kirkjubæ frá 1927 til 1973 í sérstökum reit, umgirtum traustum, steinsteyptum garði. Sóknamefnd Landakirkju stóð að baki því að endurreisa steininn uppi á Kirkjubæjarhrauni og var hann afhjúpaður með fallegri athöfn hinn 17. júlí 1977. Tillaga kom, m.a. frá undirrituðum, um að steinninn yrði endurreistur á lóð Landakirkju en þetta var niðurstaðan og minnir leg- steinninn einnig á hvar sá merki sögustaður Kirkjubær var. Á eirplötu undir sjálfum legstein- inum stendur svohljóðandi áletmn: Ég fel nú bæði eyna og land I Drottins náðar hendur. Þeim kann enginn að gjöra grand, Sem Guðs vemd yfir stendur. Þó margt hvað vilji þjaka oss Með þolinmæði bemm kross, Hann verður í gleði vendur. Síra Jón Þorsteinsson píslarvottur. Hér er Kirkjubær um 100 metra undir hrauni. Þar sat síra Jón Þor- steinsson frá 1612. Líflátinn í Tyrkjaráni 17. júlí 1627. Andlátsorð hans voru: Herra Jesú, meðtak þú minn anda. Stein þennan, sem bjargað var undan jarðeldunum 1973, endur- reisti söfnuður Landakirkju yfir gröf hans 17. júlí 1977. Guðjón Ármann Eyjólfsson Fræðslu- og menningarráð: Systkina- afsláttur Tillaga um breytingar á innheimtu vegna bama umfram tvö í fjöl- skyldu var til umræðu á síðasta fundi í fræðslu- og menningar- ráði. í fundargerð segir að Vestmanna- eyjabær hafi lagt sig fram um að vera meðal fremstu sveitarfélaga er varðar þjónustu við barnafólk. Ráðið leggur til breytingar á innritunar- og innheimtureglum leikskóla sem og á reglum um heildagsvistun í frístundaveri þannig að gjald fyrir þriðja bam og umfram verði frítt. Afslátturinn gildir á lægsta gjaldi, óháð dvalartíma. Breyt- ingamar taka gildi 1. maí 2011. Það er von ráðsins að þetta muni létta undir með stórum barna- fjölskyldum ásamt því að ýta undir fjölgun Vestmannaeyinga. Eineltis- teymi Á fundinum var kynning á ein- eltisteymi og vinnuferli í Gmnn- skóla Vestmannaeyja þegar kemur upp gmnur um einelti eða nei- kvæð samskipti nemenda. Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, kom á fund ráðsins og kynnti eineltisteymi og vinnu- ferli í Gmnnskóla Vestmannaeyja þegar kemur upp grunur um einelti eða neikvæð samskipti nemenda. Ráðið þakkaði kynninguna og lét bóka að í ljósi umræðna í fjöl- miðlum síðustu vikur sé nauðsyn- legt að l'yrir liggi skýrir vinnu- ferlar hvemig tekið er á þessu al- varlega vandamáli og að hlutað- eigandi aðilar fái þá aðstoð og stuðning sem þörf er á til að leysa málin í friði. Eftirlits- myndavélar Þá var á fundinum kynning á hugmyndum um uppsetningu á eftirlitsmyndavélum í húsnæði Bamaskóla Vestmannaeyja. Tilgangurinn er að auðvelda starfsfólki að hafa eftirlit með umgengni um húsnæði og eigur sem og samskipti nemenda. Ráðið gerir ekki athugasemdir við slíka uppsetningu svo fremi sem hún rúmast innan fjárhagsáætlunar og notkun hennar falli að reglum um persónuvemd. Námskeið fyrir skólanefndir Námskeið fyrir skólanefndir var kynnt á fundinum. Ráðsmönnum og áheymarfull- trúum býðst að sitja námskeiðið þann 18. aprfl næstkomandi í boði Vestmannaeyjabæjar. Námskeiðið verður kennt í tjarfundi frá 13- 17.30 í húsnæði Visku. Ráðið hvetur alla sem sjá sér fært að mæta til að skrá sig hjá Emu Jóhannsdóttur fræðslufulltrúa.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.