Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Blaðsíða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 31. mars 2011 Snorri Jóns á rólegu nótunum í Svölukoti Það svifu notalegheit yfir viitnunum á Ijóðakvöldi Snorra Jóns í Svölukoti á dögunum. „Það var fámennt en góðmennt,“ sagði Snorri sem var ánægður með hvernig tii tókst. „Ég hef fyrir löngu gert mér Ijóst að Vestmannaeyingar eru ekki mikið fyrir Ijóð en það var gaman að sjá hvað mikið af ungu fólki mætti.“ Snorri, sem ort hefur lengi, er ekki vanur að standa í svona uppákomum og sagðist hann hafa verið stress- aður þegar stundin nálgaðist. „Það er eðlilegt að vera stressaður svona í fyrsta skipti en svo var þetta bara notalegt, spjallað á milli og boðið upp á kaffl. Mér var fyrir nokkrum árum boðið á ársþing hagyrðinga sem haldið var á Hellu sem var mjög skemmtilegt. Þeim fannst svo merkilegt að finna hagyrðing í sjávarútvegi því yfirleitt eru þetta bændur og kennarar sem eru að dunda við þetta,“ sagði Snorri að endingu en fyrir nokkrum árum gaf hann út ljóðabókina Frumkvæði sem hann sagði ætlaða Eyjamönnum. _ * UNGFRUSUÐURLAND Alls taka níu stúlkur þátt í keppninni Ungfrú Suðurland 2011. Vestmannaeyingar eiga fjóra fulltrúa í keppninni að þessu sinni. Sitjandi frá vinstri eru Guðný Osk Ómarsdóttir og Brynhildur Helgadóttir og standandi frá vinstri Kristrún Ósk Hlynsdóttir og Fjóla Sif Ríkharðsdóttir. Keppnin verður haldin á Hótel Selfossi föstudaginn 8. apríl. Mynd Sunnlenska. GEIR JÓN, yfirlögregluþjónn er meðal þeirra sem birtast fólki á sýningu Sigurdíar. Sigurdís Harpa sýnir í Gallerí Fold Sigurdís Harpa hefur sett upp sýningu í Gallerí Fold með myndum af 31 skeggjuðum karlmanni. Sýningin er sölusýning og mun þriðjungur af and- virði verkanna renna til styrktar Mottumars, átaks Krabbameinsfélagsins. Um er að ræða myndir unnar með blandaðri tækni sem eiga það sameigin- legt að þær eru allar gerðar í mars árið 2011 og sýna skeggjaða einstak- linga úr manniífi og sögusviði íslands í bland við þekkta erlenda karlmenn. „Mig langaði að styrkja þetta þarfa átak svo ég ákvað að taka þátt á minn máta og mála skeggjaða karlmenn og styrkja Krabbameinsfélagið um þriðjung af andvirði verkanna en verði þeirra er stillt í hóf og kostar hvert þeirra 30.000. Ég vil einnig koma þakklæti á framfæri við stuðning Gallerí Foldar við söfnunina," sagði Sigurdís en sýningin stendur yfir til 4. apríl. Sýningin er opin daglega frá 10-18, laugardag frá 11-16 og sunnudag frá 14-16. Verkin verða jafnframt birt á heimasíðu Sigurdísar www.sigurdis.is . Einnig má benda Eyjamönnum, sem eru á faraldsfæti, á að nú stendur líka yfir sýning á verkum Sigurdísar í Ostabúðinni við Skólavörðustíg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.