Fréttir - Eyjafréttir - 31.03.2011, Side 19
Fréttir / Fimmtudagur 31. mars 2011
19
íþróttir
Handbolti:
Stóðu fyrir
sínu með U17
Þær Drífa Þor-
valdsdóttir og
Berglind Dúna
Sigurðardóttir
stóðu fyrir sínu
með landsliði
íslands í hand-
bolta, skipuðu
stúlkum 17 ára
og yngri. Liðið
lék í undankeppni EM en riðill
íslands fór fram hér á landi.
Stelpurnar voru í riðli _með Spáni,
Sviss og Króatíu og ísland vann
tvö síðamefndu liðin en tapaði
fyrir Spáni. íslenska liðið endaði
í þriðja sæti á markatölu en tvö
efstu liðin komust áfram. Eyja-
stelpumar stóðu þó fyrir sínu um
helgina og var Drífa valin í úr-
valslið mótsins.
Friðrik
Stefánsson.
Körfubolti:
Friðrik hættur
Körfukn att-
leiksmaðurinn
Friðrik Erlendur
Stefánsson til-
kynnti að hann
væri hættur að
spila körfubolta
eftir að Njarð-
vík féll úr leik í
íslandsmótinu.
Friðrik hefur
lengst af leikið með Njarðvík og
hefur verið lykilmaður liðsins
undanfarin ár auk þess að vera um
tíma fyrirliði Njarðvíkinga. Þá
hefur hann einnig verið lykil-
maður í íslenska landsliðinu í
körfubolta og gegndi einnig fyrir-
liðastöðu þar. Friðrik lék með
yngri flokkum Týs í körfubolta
áður en hann gekk í raðir KR.
Auk þess hefur hann leikið með
KFI og Þór Akureyri og um tíma
sem atvinnumaður í Finnlandi.
Hann á að baki tvo leiki með
meistaraflokki IV, forvera körfu-
knattleiksliðs ÍBV.
Handbolti:
Guðbjörg í
úrvalsliði N1
deildarinnar
Guðbjörg Guð-
mannsdóttir,
handknattleiks-
kona úr IBV er í
úrvalsliði síðari
umferðar N1
deildarinnar.
Guðbjörg var
einnig í úrvals-
liðinu fyrir fyrri
umferðina enda
einn besti homamaður deildarinn-
ar og mikil íþróttakona. Bikar-
meistarar Fram eiga þrjá fulltrúa í
úrvalsliðinu, Islandsmeistarar
Vals tvo og ÍB V og HK sitt hvom
leikmanninn. Þá var Anna Úrsúla
Guðmundsdóttir, línumaður Vals,
valin best og Hilmar Guðlaugs-
son, þjálfari HK, valinn besti
þjálfarinn.
Úrvalsliðið er þannig skipað:
íris Björk Símonardóttir, Fram,
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir,
Val, Guðbjörg Guðmannsdóttir,
ÍBV, Stella Sigurðardóttir, Fram,
Brynja Magnúsdóttir, HK, Kristín
Guðmundsdóttir, Val, Guðrún Þór
Hálfdánsdóttir, Fram.
Guðbjörg Guð-
mannsdóttir.
|1 deild karla, handbolti: Fjölnir - ÍBV: 23:30
Mikilvægasti leikur
vetrarins á morgun
- Eyjamenn taka á móti Víkingum í úrslitaleik um 4. sætið
STEFNAN SETT UPP. Davíð Þór Óskarsson segir að leikmenn ÍBV
stefni ótrauðir á að komast upp í úrvalsdeild. En fyrst þarf að tryggja
sæti í umspilskeppninni með því að vinna Víkinga á morgun.
Á morgun, föstudag, leikur karla-
lið IBV mikilvægasta leik sinn það
sem af er vetrar þegar strákarnir
taka á móti Víkingum í Eyjum.
Víkingar eiga ennþá möguleika á
að ná fjórða sætinu en ef það á að
ganga upp, þurfa þeir að vinna
tvo síðustu leiki sína og treysta á
að IBV nái ekki í fleiri stig. Það er
kannski ekki svo fjarri lagi því
IBV á afar erfiðan útileik fyrir
höndum f síðustu umferðinni
þegar peyjarnir sækja Stjörnuna
heim.
Eyjamenn hafa verið að finna takt-
inn að nýju eftir afleitt gengi í 2.
umferð. Gengið hefur verið skárra í
3. umferð 1. deildarinnar en þó
ekkert í líkingu við 1. umferðina
þegar ÍBV tapaði ekki leik. Nú
síðast vann IBV Fjölni á útivelli
23:30 en staðan í hálfleik var 10:13.
Markahæstir voru þeir Sigurður
Bragason með níu mörk og Vignir
Stefánsson sem skoraði fimm.
En eins og áður sagði snýst allt um
síðasta heimaleik hjá IBV í deildar-
keppninni á morgun. Með sigri
tryggja Eyjamenn sér endanlega 4.
sætið og um leið sæti í umspili um
eitt laust sæti í úrvalsdeild ásamt
liðunum sem enda f 2. og 3. sæti 1.
deildar og liðinu í 7. og næstneðsta
sæti úrvalsdeildarinnar en það
verður annað hvort Afturelding eða
Selfoss.
Eigum harma að hefna
Davíð Þór Óskarsson er einn af
reyndari leikmönnum liðsins en
þessi fyrrum skytta hefur leyst
línustöðuna í vetur og gert það með
sóma. Auk þess er Davíð öflugur
varnarmaður en hann sagði að
leikurinn gegn Fjölni hefði verið
frekar þægilegur. „Ef eitthvað var,
þá gerðum við þetta okkur erfitt
fyrir. Þetta var skyldusigur en við
lentum í vandræðum með þá héma
heima. Þannig að það var ekkert
vanmat í gangi gegn þeim um
síðustu helgi og menn voru klárir á
að vinna þennan leik. Við van-
mátum þá hér á heimavelli og
vomm næstum því búnir að tapa
fyrir þeim. Það var gott spark í
rassinn á okkur.
Davíð segir leikmenn IBV vera
meðvitaða um mikilvægi leiksins
gegn Víkingum. „Þessi leikur skipt-
ir hrikalega miklu máli. Ef við
vinnum þá tryggjum við okkur sæti
í úrslitakeppninni, sem er búið að
vera markmið vetrarins. Með því
höldum við áfram að berjast um að
komast upp í úrvalsdeild. En við
eigum harma að hefna. Víkingar
hafa leikið okkur grátt í vetur, náðu
jafntefli hér í Eyjum sfðast og svo
vomm við ekkert mjög velkomnir í
Víkinni. En við höfum verið að
finna okkur aftur. Við vitum að við
erum ekkert meistarar og þurfum að
mæta klárir í alla leiki. Arnar
Pétursson, þjálfari hefur tekið okkur
algjörlega í gegn, bæði á æfingum
og hugarfarslega þannig að við
séum að toppa á réttum tíma. Mér
finnst við vera á réttri leið og erum
að ná aftur sama krafti og var í
byrjun. Vonandi náum við að
komast aftur á sama ról áður en
tímabilið er búið.“
Finnst þér IBV eiga eríndi upp í
úrvalsdeild eins og hópurinn er
núna?
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn,
þá held ég að við þyrftum aðstoð ef
við fæmm upp. En þetta era efni-
legir strákar sem em að koma upp
og miðað við hvað er að gerast í
úrvalsdeild þá er ekkert óeðlilegt að
við þyrftum liðsauka ef við fæmm
upp. Selfoss og Afturelding em
neðst, annað fellur og hitt fer í
umspilið.
Næsta skref er úrvalsdeild
En markmiðið er samt alltafað fara
upp?
„Já það er klárlega markmiðið hjá
mér og öllum hópnum, held ég. Við
viljum stíga næsta skref í að þróa
bæði liðið og okkur sjálfa sem hand-
boltamenn og það gerum við með
því að fara í úrvalsdeild," sagði
Davíð Þór að lokum.
1. deild karla
Grótta 19 15 2 2 569:451 32
ÍR 19 14 1 4 568:475 29
Stjaman 19 12 1 6 527:446 25
ÍBV 19 9 3 7 490:501 21
Vikingur 19 8 1 10 537:528 17
Selfoss U 19 7 0 12 491:557 14
FHU 19 5 0 14 475:528 10
Fjölnir 19 2 0 17 442:613 4
|2. deild karla: Úrslitakeppnin að hefjast
Mæta IA í átta liða úrslitum
- Töpuðu heimaleikjaréttinum í slysalegu tapi á heimavelli í síðasta leik
Körfuboltalið ÍBV leikur á laug-
ardaginn gegn IA í átta liða úr-
slitum 2. deildar. í úrslitum 2.
deildar mætast liðin aðeins í ein-
um leik og sigurvegarinn kemst
áfram. Eyjamenn töpuðu heima-
leikjaréttinum með því að tapa
fyrir Reyni Sandgerði á heima-
velli um síðustu helgi en lokatölur
urðu 82:86 eftir að staðan í hálf-
leik hafði verið 44:41 fyrir ÍBV.
Jón Gunnar Magnússon, þjálfari
ÍBV, tók undir að tapið fyrir Reyni
hafi verið slæmt. „Það var leiðinlegt
að ná ekki að landa sigri gegn
Reynismönnum á heimavelli í
síðasta leik. Við vomm klaufar og
erum ósáttir við að hafa tapað
heimaleikjaréttinum svona klaufa-
lega. Það stefnir því allt í að við
höfum leikið okkar síðasta heima-
leik í vetur.“
TVÖSTIG. Jón Gunnar rís
hæst í loft upp og skorar tvö stig
gegn Reyni um síðustu helgi.
En hvernig líst þér á að mœta
Skagamönnum ?
„Mér líst ágætlega á það. Ég veit
reyndar mjög lítið um liðið en ég
veit þó það að ef við gemm eins og
lagt verður upp með, þá eigum við
góða möguleika. Ég veit ekki betur
en að allir leikmenn séu heilir og að
við getum teflt fram okkar sterkasta
liði. Staðan er einfaldlega þannig að
ef við vinnum næstu tvo leiki, þá
emm við komnir upp í 1. deild því
það fara tvö lið upp.“
Finnst þér ÍBV vera með nógu gott
liðfyrir 1. deildina?
„Já mér finnst við vera með lið sem
gæti vel plumað sig í 1. deild. Við
höfum tekið þetta á léttu nótunum í
vetur og ekkert verið að stressa
okkur allt of mikið á æfmgasókn en
1. deildin kallar á betri æfmgasókn,"
sagði Jón Gunnar.
íþróttir
Fótbolti:
Strákarnir
fengu tækifæri
Þeir Þórarinn Ingi Valdimarsson
og Eiður Aron Sigurbjörnsson
fengu báðir að spreyta sig með U-
21 árs landsliði Islands. Liðið lék
tvo leiki, báða ytra en fyrst var
leikið gegn Úkraínu og svo
Englendingum. Þórarinn Ingi var
í byrjunarliði íslenska liðsins og
lék allan leikinn en Eiður Aron
kom inn á í hálfleik. Eiður fiskaði
m.a. vítaspymu sem íslenska liðið
nýtti en lokatölur urðu 3:2
Úkraínumönnum í vil eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 1:0. í
leiknum gegn Englendingum á
mánudag var Eiður Aron ekki í
leikmannahópi liðsins og Þór-
arinn Ingi byrjaði á bekknum.
íslenska liðið vann frækinn sigur
1:2 en Þórarinn Ingi kom inn á í
blálokin. Þeir félagar héldu svo til
móts við ÍBV sem er nú í æfinga-
ferð á Spáni.
Knattspyrna:
Eyjamenn á
uppleið
Eftir frekar slaka byrjun í Lengju-
bikarnum, virðist karlalið IBV
vera komið á skrið. ÍBV tapaði
fyrstu tveimur leikjunum, gegn
Leikni R. og Val engerði svo jafn-
tefli gegn Víkingi O. og Fjölni. í
kjölfarið komu svo tveir sigur-
leikir, fyrst gegn HK á dögunum
og síðasta fimmtudag lögðu
Eyjamenn Víking R. að velli.
Lokatölur urðu 1:2 fyrir ÍBV en
Ian Jeffs gerði bæði mörk ÍBV.
Víkingar komust reyndar yfir á
heimavelli sínum en áður hafði
m.a. Tryggvi Guðmundsson átt
hörkuskot í slá. Staðan í hálfleik
var 1:0 Víkingum í vil en
Eyjamenn svömðu með tveimur
mörkum. Eftir leikinn héldu leik-
menn ÍBV svo til Spánar í æfinga-
ferð. Þar verða m.a. fjórir leik-
menn til skoðunar sem koma frá
Crewe, Newcastle og Tel Aviv frá
ísrael en um er að ræða tvo
bakverði, sóknarmann og mark-
vörð.
Framundan
Föstudagur 1. aprfl
Kl. 15:45 ÍBV-Þór Ak.
4. flokkur karla, handbolti.
Kl. 17:00 ÍBV-ÞórAk.
3. flokkur karla, handbolti.
Kl. 19:30 ÍBV-Víkingur
1. deild karla, handbolti.
Laugardagur 2. aprfl
Kl. 14:30 IA-ÍBV
2. deild karla, úrslit, körfubolti.
Kl. 13:00 ÍBV-Þróttur
3. flokkur karla, handbolti.
KI. 13:00 Snæfellsnes-ÍBV
5. flokkur karla, AB, fótbolti.
Kl. 14:00 ÍBV-ÍR
3. flokkur kvenna, handbolti.
Kl. 15:00 ÍBV-Þróttur
4. flokkur karla, handbolti.
Sunnudagur 3. aprfl
Kl. 14:00 Léttir-KFS
Lengjubikar karla C, fótbolti.
Kl. 11:00 ÍBV-FH 2
3. flokkur karla, handbolti.
Kl. 11:30 ÍBV-Fram 1
3. flokkur kvenna, handbolti.
Kl. 12:30 ÍBV-Fram
2. flokkur karla, handbolti.
Kl. 15:00 Snæfellsnes-ÍBV 2
3. flokkur kvenna, fótbolti.
Kl. 16:00 Selfoss-ÍBV
3. flokkur kvenna, fótbolti.
Kl. 16:00 HK-ÍBV
3. flokkur karla, AB, fótbolti.