Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Page 6
6
Fréttir / Fimmtudagur 5. maí 2011
Formaður Þjóðhátíðarnefndar - Ummæli um Stígamót vekja harkaleg viðbrögð:
Trúnaðarbrestur varð 1994
-Samtökin með fullyrðingar um fjölda afbrota sem ekki stóðust - Sögðu hóp nauðgara á leið til Eyja -Ekkert
sem benti til þess að það væri rétt - Þjóðhátíð fór fyrir vikið illa út úr fjölmiðlaumræðu - Eftir þetta var sam-
starfi við Stígamót slitið - Teymi til staðar sem getur komið fórnarlambi á Landsspítalann ef nauðsyn krefur
l^—■ ,nfu £)r| “fF •
FRÉTTIR 1994 Eins sést á þessum fyrirsögnum var framganga Stígamóta á Þjóðhátíðinni 1994 ástæða mikilla skrifa í Fréttum
Fátt hefur verið um meira rætt í
þjóðfélaginu en orð Páls Schevings,
formanns þjóðhátíðarnefndar á
kynningarfundi um þjóðhátíð í
Höllinni í síðustu viku. Þar sagði
hann, að því miður virðist nærvera
Stígamóta magna upp það vandamál
sem kynferðisleg valdbeiting er.
Þama er hann svara spumingu um
samskiptin við Stígamót á fund-
inum. Orðrétt svarar Páll: „Það er
ljótt að segja það, en ég segi það
samt, það er eins og samtökin nærist
á því að vandamálið sé til staðar og
þau reyni frekar að ýta undir það
heldur en hitt.“
Eyjamenn tóku málin
í eigin hendur
Þessi ummæli Páls, sem situr eftir
ærulaus fyrir það eitt að segja
sannleikann, hafa farið eins og eldur
í sinu um bloggheima eftir að RÚV
sagði frá þeim í fréttatíma sínum.
Hafa þau orðið tilefni fréttaskrifa á
netmiðlum og blöðum og leiðara-
skrifa í DV án þess að fram komi að
Vestmannaeyingar hafí tekið málin í
sínar hendur. Þjóðhátíðarnefnd hafi
yfir að ráða teymi sem hefur mennt-
un og reynslu til að sinna fórnar-
lömbum nauðganar og geti skilað
þeim á Landsspítalann ef nauðsyn
krefur.
Þetta hefur verið þróað frá árinu
1995 án þess að nokkur hafi gert
athugasemd við það. Þó margir hafí
staldrað við orð Páls, og vissulega
hefði hann mátt orða þetta öðruvísi,
hefur enginn fjölmiðill, að því er
hann segir sjálfur, haft samband og
spurt hvað liggi að baki þessum
orðum. Og ástæðan er ærin því árið
1994 varð algjör trúnaðarbrestur
milli þjóðhátíðarnefndar, lögreglu
og í raun fjölmiðla annars vegar og
Stígamótakvenna hins vegar sem
drógu upp hryllingsmynd af því sem
átti að hafa gerst á hátíðinni þetta ár.
Fullyrðing þeirra um fjölda kynferð-
isafbrotamála stóðst ekki að mati
lögreglu.
Hópur nauðgara?
I viðtölum í fjölmiðlum 1994 draga
þær upp dökka mynd af þjóðhátíð
sem verður til neikvæðrar umræðu
um hátíðina í fjölmiðlum. Enginn
þeirra sem Fréttir ræddu við eftir
hátíðina 1994 efast um gott starf
Stígamóta en þama fóru þær yfir
stikið að mati Eyjamanna. Þær
höfðu notið hér velvilja og skilnings
en þama varð trúnaðarbrestur sem
varð til þess að leiðir skildu.
I Fréttum 11. ágúst 1994 er viðtal
við Stígamót á forsíðu undir
fyrirsögninni, Tuttugu ný og gömul
mál komu til kasta Stígamóta á
þjóðhátíð. I undirfyrirsögn segir:
Fleiri nauðganir en í fyrra en gömlu
málin tengjast ekki þjóðhátíð.
I fréttinni segir að fjórar konur hafí
verið frá Stígamótum á þjóðhátíð-
inni og hafi ekki veitt af. Má á þeim
skilja að af 20 málum sé helming-
urinn gömul mál. Fyrir þjóðhátíðina
höfðu þær fullyrt að hópur nauðgara
væri á leið til Eyja. Þetta sögðu þær
í fréttum RÚV en kenndu frétta-
manni um að hann hafi rangtúlkað
ummæli þeirra og snúið þeim þjóð-
hátíð í óhag. Sögðu þær að frétta-
maður hefði beðist afsökunar á
þessu.
Þessi frétt vakti hörð viðbrögð,
ekki síst fréttastofu RÚV og Krist-
rúnar Heimisdóttur, fréttamanns
sem sendi frá sér yfirlýsingu sem
birtist í Fréttum 18. ágúst.
Fréttastofa RÚV vísar
fullyrðingu á bug
„Vegna forsíðufréttar blaðs ykkar
þann 11. ágúst, taka Fréttastofa Út-
varps og Kristrún Heimisdóttir fram
að í hádegisfréttum útvarpsins þann
24. júlí síðastliðinn, nefndi As-
hildur Bragadóttir, starfskona
Stígamóta, þjóðhátíð í viðtali, sbr.
endurrit fréttarinnar. Fullyrðingar
um að Kristrún Heimisdóttir hafi,
eins og segir í forsíðufrétt ykkar,
„sagst“ hafa snúið þessu þjóðhátíð í
óhag og „kom til okkar og baðst
afsökunar,” er fullkominn upp-
spuni,“ segir í yfirlýsingunni.
Samkvæmt endurritinu segir Ás-
hildur, „við vitum þess dæmi að það
hafí farið hópur af strákum á sömu
hátíðarnar trekk í trekk til þess eins
að leita uppi dauðadrukknar stúlkur
og nauðga þeim. Fyrir þeim er þetta
eflaust skemmtun en afleiðing-
arnar... við vitum náttúrulega að
fyrir þá sem í því lendir, að þetta
nálgast mannsmorð."
í framhaldi af því spyr Kristrún:
„Geturðu nefnt tilteknar hátíðir?"
Svar Áshildar: „Ja, ég get nefnt
Þjóðhátíðina í Eyjum - við höfum
heyrt af því að það er gengi, strákar
fimm í hóp sem hafi farið þangað ár
eftir ár og það hafa margar stúlkur
lent mjög illa í þessum mönnum.“
Fréttir taka fram að Stígamót hafi
fengið fréttina í blaðinu þann 11.
ágúst tvisvar til yfirlestrar áður en
hún birtist.
Nutu velvilja
í sama blaði er fréttaskýring undir
fyrirsögninni, Gengu Stígamót of
langt? Þar er rætt við formann þjóð-
hátíðarnefndar Þórs sem hélt hátíð-
ina þetta ár, lögreglumann, formann
Björgunarfélagsins, prest og fé-
lagsmálastjóra bæjarins. Tilefnið er
framganga Stígamóta, ekki síst eftir
hátíðina. Bjami Samúelsson, for-
maður þjóðhátíðarnefndar, segist
hafa átt gott samstarf við konumar,
þær hafi fengið fritt í Dalinn og
þeim sköpuð aðstaða sem þær voru
ánægðar með. Bjami er greinilega
ekki jafn ánægður með ummæli
þeirra um hátíðina. Segir að þær
ættu líta sér nær í stað þess að ein-
blína á þjóðhátíð því í miðbæ
Reykjavíkur sé útihátíð um hveija
helgi.
Fullyrðingar sem
ekki stóðust
Halldór Sveinsson, lögreglumaður,
vekur athygli á að enginn nauðgun-
arkæra barst lögreglu þessa þjóð-
hátíð og aðeins ein árið á undan
þrátt fyrir fullyrðingar Stígamóta
um tíu og tuttugu mál.
Bjarni Sighvatsson, formaður
Björgunarfélagsins, sagði eðlilegt
að vekja athygli á þessum málum en
umræðan hefði verið á kostnað
þjóðhátíðar.
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir
að þama hafi komið fram ákveðinn
misskilningur sem megi kenna lé-
legri fréttamennsku. Um hverja
verslunarmannahelgi sé reynt að
finna staðinn þar sem allir vondu
hlutirnir gerast og þarna hafí
Vestmannaeyjar orðið fyrir valinu.
Sóttust ekki eftir samstarfi
Hera Osk Einarsdóttir, félagsmála-
stjóri, segir að Stígamót hafi aldrei
óskað eftir samstarfi við félags-
málayfírvöld í Vestmannaeyjum.
Saknar hún þess. Hera segir starf
samtakanna nauðsynlegt, þær vinni
ákveðið forvamastarf með komu
sinni á þjóðhátíð en hún verði ekki
vör við meiri þrýsting í þessum
málaflokki kringum þjóðhátíð en
aðra daga.
„Hér leita konur til okkar þegar á
þarf að halda. Okkur hefði þótt
eðlilegt að þær hefðu samstarf við
okkur og kæmu fram einhver
fórnarlömb héðan yrðu þau mál
leyst hér heima,“ segir Hera sem
hvetur til opinnar umræðu og alls
ekki eigi að sverta ákveðna staði.
„Svona hlutir gerast því miður alls
staðar á landinu og starfið á ekki að
beinast að einni helgi heldur þarf að
vera allan ársins hring," segir Hera
Ósk.
Ósk um samstarf ekki sinnt
í Fréttum segir Georg Kr. Lámsson,
þáverandi sýslumaður í Vestmanna-
eyjum, að tölur um níu kynferðis-
brot á þjóðhátíð 1994 standist ekki.
I viðtalinu er vitnað í tölur frá
Stígamótum um 20 kynferðisaf-
brotamál, þar af 11 gömul. Aðeins
eitt kom til kasta lögreglu að sögn
Georgs og var það dregið til baka.
„Á þjóðhátíðinni í fyrra fengu
Stígamótakonur alla þá aðstöðu sem
þær báðu um. Einnig óskaði lög-
reglan eindregið eftir samstarfi en
þær höfðu aldrei samband.
Tölur sem þær hafa gefið út um
fjölda kynferðisafbrotamála og
nauðgana standast ekki. Um 90
manns voru við löggæslu í Dalnum
auk þess sem hundruð ábyrgra borg-
ara sækja þjóðhátíð. Er með ólík-
indum ef allar þessar nauðganir hafa
farið fram hjá fólki og að Stíga-
mótakonur skuli ekki hafa gert
lögreglu viðvart þó ekki hafi verið
ætlunin að kæra öll þessi mál til
lögreglunnar." sagði Georg.
Eyjamenn brutu
ekki trúnað
Þetta sýnir að mikill hiti var í
Eyjamönnum í garð Stígamóta sem
þama höfðu komið á nokkrar þjóð-
hátíðir þar sem þær mættu velvild
og vilji til samstarfs var fyrir hendi.
Sá trúnaður, sem þama var sannar-
lega til staðar, var ekki brotinn af
Eyjamönnum.
Mikið vatn hefur mnnið til sjávar
síðan 1994 og Stígamót margsannað
sig. En það má ekki verða til þess að
það sem aðrir gera á sama vettvangi
sé dregið í efa. Framganga fjölmiðla
vekur líka athygli, að enginn skuli
hafa talað við Pál sem situr eftir með
stórskaddaða æm án þess að hafa til
þess unnið á nokkum hátt.
Omar Garðarsson.
Vandinn ekki meiri þar sem við erum
Ummæli Páls Scheving, formanns þjóðhátíðar-
nefndar, um Stígamót hafa vakið mikla athygli og
umræðu í fjölmiðlum og Netheimum. Þar sagði
hann eitthvað á þá leið að vandamálið stækkaði
þar sem fulltrúar Stígamóta hefðu birst og að þau
væru alltaf fleiri og meiri þegar Stígamót væru á
staðnum.
Anna Þóra Kristinsdóttir, ráðgjafi hjá Stíga-
mótum, sagði: „Ég tel að vandinn sé ekki meiri þar
sem við erum en það er auðveldara fyrir fólk að
leita sér aðstoðar þegar það veit að aðstoð er til
staðar og aðstoðin er sýnileg. Annars Ieitar fólk
kannski eftir hjálp seinna eða ekki.“
Starfsmenn heilsugæslu eru með neyðarmóttöku
allan sólarhringinn á þjóðhátíð. Hvað finnst ykkur
um það?
„Það er mjög gott,“ sagði Anna Þóra og þegar
hún var spurð hvort fleiri sæktu til Stígamóta
vegna kynferðisbrota eftir þjóðhátíð en aðra við-
burði eða skemmtanir sagði hún erfitt að segja til
um það. „Það er alltaf eitthvað um að fólk ieiti til
okkar eftir útihátíðir.
Á síðasta ári leituðu 14 einstaklingar til Stíga-
móta vegna kynferðisofbeldis sem átti sér stað á
útihátíð og í einhverjum tilfellum var fólk að leita
til okkar einhverjum árum eftir að kynferðis-
ofbeldið átti sér stað.“