Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Qupperneq 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 5. maí 2011
Hvergi betra að búa en í Eyjum
- segir Hörður Orri Grettisson, sérfræðingur hjá ísfélaginu sem flutti aftur heim með fjölskylduna
FJÖLSKYLDAN SAMANKOMIN f EYJUM. Hörður Orri, ásamt eiginkonu sinni Ernu Dögg og dætrunum Emblu, 5 ára sem heldur á litlu sys-
tir sinni, Tönju sem fæddist í desember á síðasta ári..
Hörður Orri Grettisson, Eyja-
maður, tók við fjölbreyttu starfi
hjá ísfélaginu sem felst m.a. í
framlegðarútreikningum, kostn-
aðareftirliti, áætlanagerð, frá-
vikagreiningum og upplýsinga-
tæknimálum. Hörður Orri er 28
ára gamall, sonur Hrannar
Harðardóttur og Grettis Inga
Guðmundssonar. Hann er kvænt-
ur Ernu Dögg Sigurjónsdóttur,
verðandi leikskólakennara og
saman eiga þau tvær dætur,
yndislegar prinsessur eins og
Hörður Orri segir, Emblu sem er
að verða fimm ára og Tönju, sem
er fædd á aðfangadag 2010 og er
þar af leiðandi fjögurra mánaða.
Hörður segist á sínum tíma hafa flutt
frá Eyjum til að mennta sig. „Ég
útskrifaðist með B.Sc í viðskipta-
fræði af markaðsfræðisviði í janúar
2008 frá Háskólanum í Reykjavík.
Við bjuggum í Kópavoginum og
líkaði okkur það bara vel þó við
höfum alltaf haldið sterkum tengsl-
um við Eyjarnar með tíðum heim-
sóknum ásamt því að við komum
alltaf heim á sumrin til að vinna.
Margir af mínum bestu vinum fluttu
einnig í bæinn á svipuðum tíma til
að mennta sig og auðvitað héldum
við allir góðu sambandi. Síðan
þegar þessu námi lauk byrjaði ég að
vinna í Byr Sparisjóði en hafði alltaf
stefnt á það að mennta mig meira og
var þá með hugann við að fara
erlendis í framhaldsnám. Ég lét
verða af því þarna strax um haustið
efir að ég komst inn í mastersnám í
Danmörku og fluttum við til Aarhus
í ágúst 2008. Þar áttum við frábæra
tíma og fengum nýja lífsreynslu í
samfélagi sem hægt er að læra
mikið af. Tengingin heim var
svipuð og áður, við fórum heim á
sumrin og á jólunum og með hjálp
nútímatækni var lítið mál að halda
góðu sambandi við heimahagana."
Átti ekki von á að fá starf
við hæfi í Eyjum
Hörður Orri segir að þegar síga fór á
seinni hlutann á náminu hafi hann
farið að líta í kringum sig með
vinnu. „Það voru allir möguleikar
opnir í þeim efnum, bæði að vera
áfram úti eða fara til íslands og þá
bæði að fara aftur til Reykjavíkur
eða koma alla leið heim til Eyja. Við
erum bæði miklir Eyjamenn og
höfum alltaf talað um að flytja heim
á einhverjum tímapunkti en í hrein-
skilni sagt var maður ekkert mjög
bjartsýnn á að fá góða vinnu við sitt
hæfi heima í Eyjum. Svo þegar það
kom upp að manni stóð til boða að
koma og vinna hjá jafn stóru og
sterku fyrirtæki eins og Isfélagið er,
kom ekkert annað til greina. Það er
hvergi betra að búa en í Eyjum og
auðvitað toguðu margir þættir í
okkur að flytja heim eins og fjöl-
skyldan. En grundvöllur þess að
raunhæft var að flytja heim var fyrst
og fremst sú að hægt var að fá at-
vinnu við sitthæfi. Enda hafa marg-
ir verið að koma aftur heim núna
upp á síðkastið því hér hefur verið
hægt að fá vinnu, sem segir okkur
að samfélagið í Eyjum er á uppleið
og kreppan hefur ekki bitið okkur
eins fast og á höfuðborgarsvæðinu.
Þá hafa bærinn, fyrirtæki og ein-
staklingar verið í stórframkvæmd-
um og fasteignamarkaðurinn er á
uppleið sem er vísbendingar um að
þetta samfélag hér er á uppleið.
Komin til að vera
Hvernig fannst ykkur bœjar-
bragurinn þegar þið fluttuð aftur
heim? Funduð þið fyrir breytingum
í ykkar heimabœ?
„Þegar við íluttum heim vissi maður
að hverju maður var að ganga enda
hefur bæjarbragurinn ekki mikið
breyst þó svo að mér finnist fólk
núna mun jákvæðara en áður og
fleiri jákvæðar fréttir sem koma frá
Eyjum núna en áður en við fluttum í
burtu. En hingað erum við komin til
að setjast að til frambúðar og búin
að koma okkur vel fyrir á
Hólagötunni. Núna þarf maður ekki
að vera lengur í Reykjavík en hálfan
dag til að átta sig á því að það var
hárrétt ákvörðun."
Eins og áður sagði er starf Harðar
Orra fjölbreytt en sjálfur segist hann
hafa haft grunnþekkingu á sjávar-
útvegi, þótt starfsreynslan haft ekki
verið mikil.
„Hjá ísfélaginu starfa ég með
titilinn sérfræðingur, starfið er mjög
fjölþætt en í stuttu máli hef ég verið
mikið í ýmsum útreikningum fyrir
mismunandi deildir fyrirtækisins,
framlegðarútreikningum, kostn-
aðareftirliti, áætlanagerð, frávika-
greiningum og upplýsingatækni-
málum. Ég hafði ekki mikla starfs-
reynslu þegar ég byrjaði hjá
ísfélaginu enda að koma úr fimm
ára háskólanámi en hef þó unnið
bæði í frystihúsi frá því að ég var
peyi og var svo á sjó þegar ég gat
eftir að ég fór í Háskólann. Ur þeirri
vinnu hef ég því ákveðna grunn-
þekkingu á hvað svona fyrirtæki
eins og ísfélagið gerir. Því í grunn-
inn snýst þetta um veiðar og vinnslu
á fiski. En héma hjá ísfélaginu
vinnur líka frábært starfsfólk með
mikla starfsreynslu og hafa þau gert
mér auðvelt fyrir að koma mér inn í
hlutina."
Þarf að skapa stöðugleika
Hörður Orri segist ekkert hafa velt
því fyrir sér að hugsanlega yrðu
gerðar breytingar á fiskveiðistjóm-
unarkerfmu með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum fyrir fyrirtæki eins og
Isfélagið, þegar hann tók við
starfmu hjá fyrirtækinu. „Þegar ég
kom heim til að vinna hjá ísfélaginu
vissi ég svo sem af því að til stæði
að breyta fiskveiðistjómunarkerfmu
en hafði svo sem ekkert pælt í því
neitt nánar. En menn þurfa svo sem
ekkert að sökkva sér djúpt ofan í
þessar hugmyndir til að sjá hversu
miklum skaða þær geta valdið svona
sjávarplássi eins og Vestmanna-
eyjum. An þess að fara eitthvað
djúpt ofan í þessar hugmyndir þarf
fyrst og fremst að fara að skapa ein-
hvem stöðugleika í þessum málum
og hann þarf að sjálfsögðu að vera í
sátt og í samstarfi við hagsmuna-
aðila,“ sagði Hörður Orri að lokum.
Er ekki alltaf logn í Eyjum? Mig rámar í það
-spyr Örvar Guðni Arnarson, Eyjamaður sem tekur við starfi íjármálastjóra ísfélagsins
Örvar Guðni Amarson tekur við
sem fjármálastjóri Isfélagsins á
næstu vikum en Örvar er borinn og
bamfæddur Eyjamaður, sonur
Arnar Ólafssonar eða „Amar í SÍS“
og Hrefnu Hilmisdóttur. Örvar
flutti á unglingsárunum frá Eyjum
en snýr nú aftur með fjölskyldu
sína, eiginkonuna Hörpu Theodórs-
dóttur, sem er einnig fædd og
uppalin í Eyjum. Saman eiga þau
þrjú börn, Sölku 10 ára, Klöm 6 ára
og Högna 1 árs.
Örvar segist hafa flutt á sínum tíma
frá Eyjum til að hefja nám í
framhaldsskóla. „Ég hóf nám í
Iðnskólanum í Reykjavík og ári
síðar í Verzlunarskólanum. Það var
í sjálfu sér ekkert sem dró mig upp
á land, hugsanlega smááhugi á því
að læra tölvunarfræði en það risti
ekki djúpt. Ég og vinur minn,
Björn Friðriksson, ræddum mikið
um að fara upp á land að læra.
Okkur fannst þetta eflaust stórt
skref að byrja í framhaldsskóla. Ég
ÍSFÉLAG VESTMANNAEYJA er elsta hlutafélag landsins en fyrirtækið er stofnað 1901
hef því verið á höfuðborgarsvæðinu
í 20 ár. Ég fór á undan flestum upp
á land, flestir vinir mínir klámðu
Framhaldsskólann í Vestmanna-
eyjum áður en þeir fluttu upp á
land. En allir áttum við það sam-
eiginlegt að vilja flytja aftur heim.“
Hvernig líkaði þér að búa á
höfuðborgarsvceðinu?
„Ég hef búið bæði í Kópavogi og
Reykjavík en flutti í ársbyrjun 2007
á Alftanesið. Ætli maður venjist
því ekki eftir 20 ár og öll viðmið
em því gagnslaus. Okkur hefur
liðið mjög vel á Álftanesi. Það
verður spennandi að sjá hvemig
lífið gengur í Eyjum.“
Hvað var það sem dró þig aftur
heim? Starfið eða voru það fleiri
þœttir?
„Vill maður ekki bara kornast
heim? Flestir ættingjamir em
þama, flestir vinir em frá Eyjum
þannig að heimsóknir verða eflaust
tíðar, vegalengdir em styttri, fal-
legra útsýni. Er ekki líka alltaf
logn í Eyjum? Mig rámar í það.