Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.2011, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.2011, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 29. desember2011 7 Annáll ársins 2011 Samantekt Sigurgeir Jónsson sigurge @ intemet. is Janúar Um aðkomumenn að ræða Áramótin í Vestmannaeyjum fóru ágætlega fram og stórslysalaust. Þó hafði lögregla í nógu að snúast, aðallega í því að stilla til friðar. Par sem var gestkomandi í bænum í nokkra daga tók nokkum tíma frá lögreglunni og var parið til að mynda tvívegis vistað í fanga- geymslu vegna ölvunar og óspekta. Eins gott að taka fram að hér hafi verið um aðkomufólk að ræða en ekki heimamenn. Sigurjón Eyjamaður ársins Hinir árlegu Fréttapýramídar voru afhentir í Kiwanishúsinu þann 4. janúar. Að þessu sinni var Sigurjón Oskarsson valinn Eyjamaður ársins. Heimir Hallgnmsson, þjálfari ÍBV, fékk viðurkenningu fyrir framlag til íþróttamála, Leikfélagið fyrir fram- lag til menningarmála og Landeyja- höfn var valin framtak ársins. Þá fengu bæjarstjóm og bæjarstarfs- menn viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Eyjar blóðmjólkaðar Strax í upphafi árs gaf Elliði Vignis- son, bæjarstjóri, tóninn í umræðu ársins um fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjómunarkerfmu og rekst- rarumhverfi sjávarútvegsins. Sú umræða átti eftir að verða fyrir- ferðarmikil á árinu og útvegsmenn ekki beinlínis sammála stjómvöld- um. Elliði taldi að Vestmannaeyjar yrðu blóðmjólkaðar, yrðu þessar breytingar að vemleika. Draumbær jólahúsið Hitaveita Suðurnesja og Lions- klúbbur Vestmannaeyja standa árlega að vali á Jólahúsi Vestmanna- eyja og að þessu sinni var það Draumbær, hús þeirra Margrétar Grétarsdóttur og Einars Hallgríms- sonar sem varð fyrir valinu. Fjölmennt á þrettánda Þeim fjölgar sífellt brottfluttum Eyjamönnum sem sækja æskustöðv- arnar heim á þrettándanum. Þar með verður líka hver þrettánda- skemmtun fjölmennari en árið á undan. Sjálf skemmtunin fór fram á hefðbundinn hátt í stilltu veðri en afskaplega köldu. Fyrsta bam ársins Honum lá talsvert á fyrsta Eyja- manni ársins, sem fæddist á Heilbrigðisstofnuninni í Eyjum, tveimur mánuðum fyrir áætlaðan fæðingartíma. Þetta var myndarpeyi og þrátt fyrir að vera svo snemma á ferðinni heilsaðist þeim stutta vel, sem og foreldmnum, þeim Öldu Guðjónsdóttur og Ólafí Guðmunds- syni. Gulldepla til að byrja með Af útgefnum loðnukvóta komu rúm- lega 40 þúsund tonn í hlut Eyja- manna. Vinnslustöðin ákvað að halda að sér höndum í loðnuveiðum þar til hrognavinnsla gæti hafist og Isfélagið ætlaði sér sömuleiðis að fara hægt af stað. Meðan beðið var eftir loðnunni stunduðu flest skipin gulldepluveiðar. Stórviðri byggt á misskiln- ingi Þeim brá mörgum í brún sem kíktu inn á vefinn vedur.is til að sjá spána fyrir fimmtudaginn 13. janúar. Samkvæmt þeirri spá átti vindur á Stórhöfða að fara í 50 m/sek í hádeginu og vera komið upp í 62 metra síðdegis. Veðurstofan upp- lýsti fljótlega að hér væri um villu :VJ»S4N ; i P® IH Ku Æ HjjfS Braill ^ ; v li.. Eyjamaður ársins 2010 að mati Frétta var Sigurjón Óskarsson, útgerðarmaður, sem hér er með Sigurlaugu Alfreðsdóttur konu sinni og Þóru Sigurjónsdóttur móður sinni. að ræða en engu að síður yrði mjög hvasst. Það gekk og eftir þótt ekki yrði af slfkt fárviðri og fyrstu spár sögðu. Nýja húsið vígt Hið nýja fjölnota íþróttahús við Hásteinsvöll var vígt í janúar. Það mun gjörbylta aðstöðu til æfinga yfir veturinn hjá knattspyrnu- mönnum auk þess sem frjálsíþrótta- fólk fær þar langþráða æfinga- aðstöðu. Talsverðar deilur urðu svo síðar á árinu þegar húsinu var gefið nafn. Flestir höfðu reiknað með þjóðlegu nafni á borð við Hásteins- höllina en stjóm ÍBV tilkynnti að húsið yrði nefnt Eimskipshöllin til heiðurs aðalstyrktaraðila ÍBV. Harmleikur á Fiskasafni Það er víðar en hjá mannfólkinu sem missætti getur komið upp í sambúð. Slíkt átti sér stað í Fiska- safninu í janúar hjá steinbítspari sem þar er búsett. Eftir ástafar og hrygningu áttu flestir von á að karl- inn tæki við í umönnun hrognanna eins og venjan er hjá þessum fiskum. Ekki vildi þó betur til en svo að í stað þess að hringa sig um hrognaklasann tók hann til við að éta þessi væntanlegu afkvæmi sín. Starfsfólk safnsins stöðvaði þegar þetta ókristilega athæfi, tók hrognin í sína vörslu og hugðist reyna að klekja þeim út án aðstoðar foreldr- anna. Sem betur fer eru atburðir á borð við þessa fátíðir í sambúð mannfóksins. Beggja dauði Fram til þessa höfðu sjúkraflutn- ingar í Vestmannaeyjum verið á hendi lögreglunnar. Nú sagði Heilbrigðisstofnun upp þeim samn- ingi vegna sparnaðar og niður- skurðar. Sýslumaður upplýsti að tekjuskerðing embættisins vegna þessa þýddi að skera yrði niður í löggæslunni um 15%. Þama af- sannaðist því sá gamli málsháttur að eins dauði sé annars brauð, í þessu tilfelli þýddi þetta beggja dauði og ekkert brauð. Bjartmar í heimsókn Eyjamaðurinn Bjartmar Guðlaugs- son sótti æskustöðvarnar heim ásamt hljómsveit sinni, Bergrisun- um, og hélt tónleika sem voru vel sóttir. Ríkið áfram við Strand- veginn Auglýst var haustið 2010 eftir hús- næði fyrir rekstur ÁTVR í Vestmannaeyjum. Alls buðu fimm aðilar fram húsnæði en ekkert af því húsnæði uppfyllti þær kröfur sem gerðar voru og því sýnt að ríkið yrði áfram á sínum stað við Strand- veginn, enn um sinn a.m.k. Kristján hættur Um áramótin lét forstöðumaður Fiska- og náttúrugripasafnsins í Eyjum, Kristján Egilsson, af störf- um en hann hafði gegnt því starfi frá árinu 1986 og reyndar unnið við safnið nær alveg frá stofnun þess, 1966. Við starfi forstöðumanns tók líffræðingurinn Margrét Lilja Magnúsdóttir. Þetta var töff Ámi Johnsen alþingismaður komst í hann krappan þegar bfll hans valt í hálku skammt frá Litlu kaffistofunni í Svínahrauni. „Þetta var töff og ég þakka guði fyrir að vera ekki meidd- ur. Bfllinn er ónýtur og hraunið stórskemmt en ég heill,“ sagði þingamðurinn um þessa lífsreynslu sína. Þau fyrstu í Grjótið Fyrstu íbúamir fluttu inn í Grjótið við Hilmisgötu í janúar, þau Gísli Valur Einarsson og Björg Guðjóns- dóttir. Alls em sex íbúðir í Grjótinu sem var byggt í samstarfi Geisla og Eyjablikks. Fjögurra mínútna fundur Stysti bæjarstjórnarfundur, sem haldinn hefur verið í Eyjum, frá HALLGRÍMUR OG SIGRÍÐUR, íþróttamenn æskunnar í Eyjum, fengu það hlutverk að klippa á borðann þegar Eimskipshöllin var opnuð með formlegum hætti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.