Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 3

Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 3
FRÁ OTGEFANDÁ Þær góðu undirtektir og áhugi, sem lesendur hafa sýnt útkomu HRUNDAR, hafa sannarlega glatt okkur, sem að blaðinu standa, og viljum við færa þakkir fyrir. Það er óneitanlega ánægjulegt að vinna að blaði, sem virðist eiga svo góðan hljómgrunn — og einlæg von okkar, að við berum gæfu til að mæta þeirri þungu ábyrgð, sem hinar góðu viðtökur leggja á okkar herðar. Síðasta mánuð hefur farið fram víðtæk skoðanakönnun um efni blaðsins, og eins og gefur að skilja, er áhugi kvenna á hinum ýmsu efnisþáttum, sem til greina koma í tímariti sem þessu, afar mismunandi. I fljótu bragði virðist svo sem hann fari fyrst og fremst eftir aldri, — en hver fær unnið svo öllum líki? Þótt skoðanakönnun sé ekki að fullu lokið, höfum við þegar komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki verði hjá því komizt að sameina í blaðinu margvíslega og ólíka efnisþætti, svo unnt sé að mæta óskum sem flestra lesenda. Eins og sjá má á þeim tveim blöðum, sem komin eru út, höfum við fremur reynt að forðast að binda efni blaðsins í fastmótaða og ófrávíkjanlega þætti og dálka — sem alltaf kunna að gefa blaðinu staðnað form. Að vísu verður þar að finna þætti um handavinnu, matreiðslu, húsbúnað og önnur efni, sem máli skipta, en slíkir þættir verða fremur í formi greina og frásagna. Þess í stað munum við reyna að helga efnum sem þessum, sérstakar útgáfur, öðru hverju. Á þann hátt ætti okkur að takast að sinna þeim betur, jafnframt sem hægt er að halda sjálfu blaðinu jafn lifandi og síbreytilegu sem ætlunin var í upphafi — og verða um leið við þeim óskum, sem lesendur sjálfir hafa fært okkur. Hvenær slík útgáfa hefst er erfitt að segja fyrir með vissu — en við höfum augastað á haustinu. Stærstur hluti þessa tölublaðs er helgaður forsíðustúlkunni okkar; Maríu Guð- mundsdóttur. María hefur undanfarin ár starfað sem Ijósmyndafyrirsæra í París og auk þess að geta sér þar gott orð, hefur hún rækt af prýði hlutverk sitt sem fulltrúi íslands í hinum erlenda tízkuheimi. MÁNAÐARLEGT KVENNABLAÐ - ÚTGEFANDI: HANDBÆKUR H.F. Ritstjóri: Margrét R. Bjarnason, ábm. - Framkvæmdastjóri: Einar Sveinsson. - Blaðamaður: Silja Aðalsteinsdóttir. Hönnun: Peter Behrens hjá Auglýsingaþjónustunni. - Filmusett og offsetprentað í Lithoprent hf. - Prentun á útsíðum: Myndprent hf. - Myndamót fyrir litprentun: Litróf hf. - Ritstjórnarskrifstofa: Lindargötu 48, simi 19645. - Sölu og auglýsingaskrifstofa: Tjarnargötu 14, sími 19400. - Verð: i lausasölu kr. 65.00, i áskrift kr. 55.00, greitt fjórða hvern mánuð. Söluskattur innifalinn. EFNISYFIRLIT: 6 Britt Ekland Grein um konu Peters Sellers eftir Henry Gris. Frá UPI. með einkarétti á íslandi. 12 Ósýnilega sárið Smásaga eftir Karoly Kisfaludi. Teikning: Peter Behrens. 14 María Guðmundsdóttir Frægasta ljósmyndafyrirsæta íslands. Frásögn og myndir af 5 ára starfsferli. Texti: Margrét Bjarnason. 26 Hanna Ljóð eftir Matthías Johannessen. Teikning: Barbara Stasch. 27 Handavinna Ása Ólafsdóttir leiðbeinir. 28 Frúarleikfimi Bára Magnúsdóttir sýnir og leiðbeinir. Ljósmyndir: Lars Björk. 29 Næringarþörf og fæðuval Vigdís Jónsdóttir skólastjóri skrifar. 30 Ó, þér konur Þýtt og endursagt: Silja Aðalsteinsdóttir. Teikningar: Sigurður Örn Brynjólfsson. 31 Hvernig viljið þið grennast? 32 Sál konunnar Viðtal við indverska skáldið Tagore. 35 Tin í tízku á ný 36 Heilsulindin 38 Hvað scgja stjörnurnar ? Persónulýsing fyrir Nautsmerkið. 42 í næsta blaði FORSÍÐUMYNDIN Orðatiltækið „sáá kvölina, scmá völin.i**, átti svo sannarlcga viö okkur, þcgar aö því kom aft vclja torsiðumyndina af MaríuGuðmundsdóitur. Svo margarfall- cgar myndir cru til af hcnni cn þcgar við sáum þcssa mynd af hcnni grá- hæröri mcö hornspangaglcraugun, glcttnisblikiö í augunum og Fmgurmn milli tannanna, fcngum við ckki staðizt að sctja hana á forsíðuna. Myndin var tckin fyrir nokkru í Þýzkalandi. 3

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.