Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 5

Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 5
idurskrifaLesendur krakkar aö mörgu lejti, greind og skemmtileg — en hvernig á að ala þetta upp innan um ,,alla hina, sem allt mega og allt fá“. Ragnhildur jLárusdóttir. <& Kœra Hrund. Blaðið er fínt og fallegt. En mér finnst þið mœttuð hafa rómantísk- ari smásögur — og gjarna fram- haldssögu. Og maðurinn minn vill vita, hvernig Viktoríu drottningu reiddi af fyrst eftir að hún tók við völdum. Eg mátti líka til með að segja pér, að honum finnst blaðið ekki of dýrt en pað finnst mér. Svanhildur Gústafsdóttir. Kvennablaðið Hrund. Eg hef alltaf cetlað mér að skrifa þér fáeinar línur. Svo er má! vexti, að allt síðan ég heyrði fyrst um pína útkomu með vorinu lofaði ég mér því að gerast áskrifandi, pó ég sé reyndar löngu heett að bceta við mig blöðum — meira að segja farin að segja sumum upp aftur. — En svo ég nú komist að efninu, pá var nefni- lega nafninu á blaðinu hnuplað frá mér. Eg heiti Hrund, og að pvt ég bet(t veit, el^ta kotta með pví naftti hér á landi, en i Ameriku mun vera önnur eldri, Hrund Adamsdóttir, en hún var farin af landi burt pegar ég var skírð. Og ég var að verða fullorðin þegar ég vissi til að ég cetti nöfnu. Ef herlegheitin eru ekki pau að ég fái blaðið sent ó- keypis, pá cetla ég að gerast áskrif- andi. Hrund K. Thorlacius. Akureyri. Samkvæmt skattskrá Reykja- víkur eru þrjár konur í Reykja- vík (16 ára og eldri), sem bera hið fallega nafn Hrund og ef- laust fleiri úti um land, ef að er gáð. Okkur þykir sjálfsagt * að hver kona með þessu nafni fái ókeypis ársáskrift að blaðinu — að því tilskildu að okkur sé sent bréf frá viðkom- andi og gjarnan mynd. Gaman væri, ef einhver þekkti til, að að fá upplýsingar um Hrund Adamsdóttur og heimilisfang, svo að hún geti, ef hún er enn á lífi, fengið blaðið eins og nafna hennar á Akureyri. <*■» b <^ sr & <^> s s h <^ s s h s <-> s idurskrifa Lesendur Nýlega heyrði ég einn af starfsmönnum umferðarlögreglunnar hafa um það mörg orð, að með hækkandi sól og hlýnandi veðri, ykist stöðugt hættan á barnaslysum í umferðinni. Börnin flykkjast út á göturnar og hlaupa þar um eins og kálfar, sem hleypt er úr fjósi, en skeyta ekki um hætturnar, sem bíða við hvert götuhorn. Hann hafði líka hörð orð um gáleysi foreldra, sem létu börnin sín lítil eftirlitslaus á götuna að leika sér. Taldi hann, að leikvellir væru orðnir það margir í höfuð- borginni, að auðveldlega mætti koma börnunum þar fyrir. Það er vissulega satt og rétt, að gatan er enginn staður fyrir börn að leik og að víða sýna menn gáleysi. Leikvellirnir eru líka margir en ég býst við, að margir foreldrar hafi þá sögu að segja, að börnin vilji helzt ekki vera þar, því að þeim leiðist þar svo óskaplega. Sem betur fer, liggur mér við að segja — því að þá þætti mér íslenzk þjóð illa komin, ef börn hennar yndu sér öll á þessum einhæfu og takmörkuðu svæðum, sem þeim eru ætluð og kallast leikvellir. Leikvellir eru ágæt hugmynd og nauðsynlegir í borgum og bæjum. En það er ekki nóg að setja upp girðingu, nokkrar rólur, sandkassa, vegasölt, klifurgrindur, rennibraut og e.t.v. eitthvað fleira smávegis, til þess að börn fáist til að vera þar. Þessi leiksvæði og leiktæki bjóða börnunum ekkert nýtt; ekkert spennandi; engin ævintýri, ekkert, sem þau geta glímt við eða velt fyrir sér. Þar er ekkert rúm fyrir eigin hugarheima. Hvernig væri, að þeir, sem nú sjá börnunum fyrir þessum tækjum, reyndu að rifja upp fyrir sér sína eigin barnæsku og spyrðu sjálfa sig, hvort þeir hefðu, sem börn, haft mikla ánægju af því að renna sér á rassinum eða dingla í rólum alla daga. Það er ekki meira en aldarfjórðungur frá því börnin í Reykjavík þurftu aðeins skammt að fara til þess að komast á autt svæði, þar sem þau gátu leikið sér frjáls. Þá voru ekki eins margir leikvellir og ekki eins margar rólur eða sandkassar, en þá voru litlir skúrar, sem hægt var að klifra yfir, þúfur, þar sem hægt var að gera sér bú; hæfilega stórir pollar til að sulla í og gera ár og stíflur; slétt svæði, þar sem hægt var að vera í allskyns boltaleikjum; spýtnarusl, sem slá mátti saman í kofa. Þá voru þeir fleiri karlarnir, sem áttu trillubáta í fjörunni og leyfðu börnunum að klifra í þeim og fara þar í feluleiki. Og þá var ekki eins hættulegt að bregða sér spölkorn á hjóli og nú er orðið. Með stækkandi borg er allt þetta að hverfa og ekkert að verða eftir nema hættan og húsin. íbúðirnar eru orðnar svo fínar að börn fá þar ekki inni, garðarnir svo skipulagðir og blómskrúðugir, að börn mega ekki hreyfa sig — nema á rólu- horninu, sem þeim er stundum afmarkað- og göturnar eru aðeins fyrir bílana. Börnum er alls staðar ofaukið og þeim verður að smala saman í réttir eins og sauð- fé, ella geta þau farið sér að voða. Látum leikvellina vera — en hvernig væri að hafa þá stærri og fjölbreytilegri ? Hversvegna þurfa þeir að vera svona snyrtilegir? Hvern langar að leika sér, þar sem allt verður að vera í röð og reglu? Hvers vegna ekki fleiri leikvelli eins og í Kópa- voginum, þar sem krakkarnir geta byggt sér húskofa og tálgað spýtur? Hvers- vegna ekki staði þar sem einhverjir möguleikar eru til að láta gamminn og hug- myndaflugið geisa? 5

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.