Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 10

Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 10
Astaratriöi úr myndinni- en gati eins verid heima. Hjónitt fá sér hressingu í upptökuhléi. komin til þeirra. „Ég vil heldur fá þau til mín heldur en fara sjálf til Svíþjóðar. Aðallega vegna þess, að ég hef svo nauman tíma. Ég hef ekki komið til Stokkhólms nema einu sinni síðan ég gifti mig. Ég var þá í tíu daga og lá veik í heila viku þar af. Mér líður ekki vel í Svíþjóð núna. Svíar nota sér þaö. út í vztu æsar, að ég skuli vera gift Peter Sellers — elta mig um allt til að hafa viðtöl við mig og þess háttar. Ég þoli það ekki. Ég vil vera þar í friði og verða aftur unglingur. Færa tímann aftur. Auðvitað er það ókleift með öllu — það, sem er liðið, er liðið. En ég vil vera í friði með minningum og hugsunum. Einkum á veturna - þá er svo fallegt þar. Ég tala enn ensku með sænskum hreim — og fæ fyrir það ákúrur hjá dóttur minni, sem talar heldri manna ensku. En ég reyni ekki að losna við hreiminn — líklega vegna þess, að í hvert skipti, sem ég segi eitthvað rangt, segir Peter: „Þetta er ekki rétt, en það er skemmti- legt — týndu þessu ekki.“ En það er bara heima, sem ég tala með hreim — á sviðinu verð ég að tala góða ensku.“ A þriggja ára revnslutíma hefur Britt tekizt að ná fullkomnu valdi á tveimur þáttum sinnar þrískiptu tilveru. Starf hennar gengur vei og hjónabandið er farsælt. En móð- urhlutverkið er henni ennþá erfitt. „Ég gæti Viktoríu einu sinni í viku — þegar barnfóstran á frí. Þá hef ég barnið allan daginn — og um kvöldið er ég úrvinda. Ég er ekki vön barnagæzlu og þrevt- ist óskaplega — andlega og líkam- lega. Allar þessar spurningar. Og ég kann enga leiki — ég skil þá ekki. En börn vilja leiki, svo að ég verð að reyna. Við leitum að sælgæti, Viktoría litla Sellers. ► 10

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.