Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 18

Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 18
Fyrsta forsíðumyndin af Maríu birt- ist á franska tízkublaðinu „Jardin des modes“. Þar sést örla á andlit hennar í hafi gulra og hvítra blóma. lnni í blaðinu var einnig mynd af henni. „Það lá við að illa færi er sú mynd var tekin,“ sagði María. „Ljósmyndar- inn vildi fá mig til að horfa til sín yfir bera öxlina, en ég var hálf feimin við þetta og spurði, hvort þetta væri ekki full gróft. Hann brást svo reiður við, að hann þeytti því, sem hann hafði í höndunum út í horn og hróp- aði: „Eg geri aldrei neitt, sem er gróft.“ Mér varð mjög um þessi ofsalegu við- brögð hans og konan frá „Jardin des modes varð að ganga á milli til þess að myndatakan gæti haldið áfram.“ Síðan hafa fjölmargar myndir af Maríu prýtt forsíður „Jardin des modes“. María Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík 12. febrúar 1942. Bernsku- árin átti hún heima á Djúpuvík í Strandasýslu, þar sem hún kynntist vetrarhörkum og viljugum hestum. Ellefu ára að aldri fluttist hún með foreldrum sínum til Reykjavíkur og stundaði gagnfræðaskólanám í höfuð- borginni — héit síðan til Englands og Þýzkalands að læra ensku og þýzku, en vann á milli í Ingólfsapóteki og hjá Húsameistara ríkisins. María var mikill íþróttaunnandi á ungl- ingsárunum, var í handknattleiksliði KR. Sumarið 1961 tók hún joátt í fegurðarsamkeppninni og fór með sig- ur af hólmi — hlaut titilinn Fegurðar- drottning Islands“ og tók síðan þátt í fegurðarsamkeppninni á Langasandi í Kaliforníu sumarið eftir. Á skrifstofu Dorian Leigh í París. ^ Fyrsta auglýsingamyndin, sem tekin var af Maríu — fyrir Coca Cola. Það virðist enginn smáhraði á þessari vel búnu skíðastúlku, þar sem hún geysist ofan fjallshlíð. Sannleikurinn er sá, að myndin var tekin í stúdíói, á borði, um það bil 50 cm frá gólfi — og tæpasta hætta á vondri byltu í þeirri hæð. 18

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.