Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 21

Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 21
Fyrir u.þ.b. tveimur árum dvaldist María vikutíma í Camarque í Suður- Frakklandi við myndatökur fyrir brezka tízkublaðið „Queen“. Mynd- irnar voru teknar innan um hesta — an Camarque er geysimikið hestarækt- arsvæði — og þarf enginn, sem sér Maríu á þessum fallega gráa fola að fara í grafgötur um, að þar er á ferð alvön hestakona. Enda sjáum við á litlu myndunum, sem fylgja frá fyrri tima, að hún hefur ekki verið há í loftinu, þegar hún nam reiðlistina. Hún er heldur betur stolt og ánægð níu ára hnátan á reiðbuxunum, sem haldið er uppi með stórri öryggis- nælu (mynd á bls 14). A myndinni hér fyrir ofan sjáum við unglingsstúlku á íslenzkum gæðingi. „Hann hét Gnýfari þessi, segir María. „Pabbi gaf mér hann, þegar við flutt- umst til Reykjavíkur, svona sem eins- konar sárabót, af því að ég saknaði hestanna fyrir vestan svo óskaplega.“ Við myndatökurnar í Camarque hafði María sama hestinn allan tímann, sem hún dvaldist þar — „gráan, skemmti- legan hest, sem þótti sykurmolar und- ur góðir. Þegar ég spurði hann, hvort hann vildi sykurmola, svaraði hann alltaf með því að kinka kolli og þegar >. i'i höfðum kynnzt svolítið, fór ég að segja við hann, að vildi hann fá sykur- mola, yrði hann fyrst að kyssa mig á kinnina. Það lærði hann smám saman og fór afskaplega vel á með okkur. I Einn daginn átti að taka mynd af j okkur, þar sem hann væri að kyssa I mig á kinnina — og skyldi sú notuð á I forsíðu, ef heppnaðist. En myndatak- t an tók langan tíma. Ljósmyndarinn j náði aldrei því, sem hann vildi — og | að lokum var sykurinn því sem næst J búinn. Þá fór ég að mylja molana í i smátt og gefa honum lítið í einu | en allt í einu varð hann reiður yfir | þessum svikum og gerði sér lítið fyrir I og beit mig í kinnina. Ég fékk stór, ! blá tannaför eftir hann — og sú for- ■ síðumyndin náðist aldrei. Öðru sinni ! var verið að taka myndir af sam- i kvæmiskjólum innan um hestastóðið og þá gerðist einn svo nærgöngull að bíta af mér aðra ermina. i

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.