Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 31

Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 31
Hvernig viljiö þið megrast ? Borða vel og ríkulega, en vera þó vissar um að léttast? Eða viljið þið heldur láta kílóin hverfa / snarheitum ? Ráð til að megra sig eru mörg og misjöfn, en hér eru tvenns konar matseðlar, sem hœgt er að velja um. Besgt er að ráðfœra sig við lcekni, áður en lengra er haldið, og allavega er fjörefnagjöf nauðsynleg, meðan á megruninni stendur. Fyrri matseðillinn er fyrir þœr, sem vilja hafa mat sinn, en engar refjar, og sá seinni er fyrir þœr, sem treysta sér! ÖN ALLT AÐ 5000 HITAEININGUM Á DAG Austurrískur læknir hefur sett saman þennan undraverða matseðil. Hann skiptir hitaeiningunum í 2 flokka: Brennsluaukandi hitaeiningar og þær, sem draga úr brennslunni. Ekki er unnt að fara út í neinar vísindalegar útskýringar hér, en þetta mataræði hefur verið reynt af sérfræðingum með mjög góðum árangri. Þér getið borðað mikið af harðsoðnum eggjum, mögru kjöti og fiski, öllu grænmeti, nema baunum, maís og kartöflum. Allir nýir ávextir eru leyfilegir, nema bananar, vínber, ananas og melónur. Kaffi er bannvara, en te, einkum jurtate, er ráðlagt, sömuleiðis má salta og krydda að vild. Takist yður að fylgja matseðlinum út í yztu æsar, ættuð þér að hafa misst 2 kg eftir 3 daga, 2,5 kg eftir viku, á 2 vikum 3,5 kg og eftir 4 vikur hafíð þér losnað við 5 kg! Munið, að allir áfengir drykkir og hvers konar sætindi eru harðbönnuð. 1. DAGUR Morgunmál: 2-3 harðsoðin egg, 2 sneiðar magurt kjöt, 1 bolli saxað hvítkál, agúrka og hreðkur. Te. Hádegisverður: Enginn. í staðinn má borða eins mörg epli, perur og appelsínur og frekaster unnt með tveggja klst. millibili. Kvöldverður: 300-400 gr nautakjöt, grillað eða steikt í jurtafeiti. Hrásalat með sósu úr cdiki, salatolíu og sítrónusafa. Avaxtasalat. (Epli, appel- sína og pera). 2. DAGUR Morgunmál: í dag fáið þið ekkert fram að hádegi. Hádegisverður: Eins mikið og þið getið í ykkur látið af hrásalati úr hreðkum, agúrkum, tómötum og papriku. Salatið á að vera sósulaust, en kryddað að vild. Því meira, sem þið borðið, því betra. Kvöldverður: I stað kvöldverðarins skuluð þið nú borða eins mikið og þið viljið af appelsínum, perum og eplum, með tveggja stunda millibili. 3. DAGUR Morgunmál: Sama og til hádegisverðar á 2. degi. Hádegisverður: Epli, perur og appelsínur á tveggja tíma fresti. Kvöldverður: Sami og 1. daginn. 4. DAGUR Morgunmál: Sama og 1. daginn. Hádegisverður: Nú fáið þið eins mikið og þið viljið af mögru kjöti með hrásalati. Epli, appelsína eða pera. Kvöldverður: Sami og hádegisverður. V. Þetta fjögurra daga mataræði er endurtekið þar til þið hafið náð settu marki. Q/ /O V. 2,5 KG LÉTTARI Á 2 DÖGUM Matseðill þessi er nokkuð strangur og er bezt að reyna ekki mikið á sig þessa 2 daga. Laugardagur og sunnudagur myndu t,d. heppilegir til framkvæmda. MORGUNMATUR BÁÐA DAGANA: 1 harðsoðið egg og 1 glas þurrt hvítvín. HÁDEGISMATUR BÁÐA DAGANA: 2 harðsoðin egg og 2 glös hvítvín. KVÖLDMATUR BAÐA DAGANA: 300 gr nautakjöt, grillað eða þurrsteikt. Auk þess kaffí og te.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.