Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 35

Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 35
TSíðustu árin hefur koparinn verið geysilega vinsæll sem skrautmálmur og notaður til hinna ólíkustu hluta með misjafnlega góðum árangri. Nú er svo að sjá, sem koparinn hafi fengið skæðan keppinaut og gengi hans sem tízkumálms muni heldur hnigna á næstunni, — a.m.k. um stundar sakir — og tinið taka við. Það er nú orðið mjög vinsælt á Norðurlöndum og meginlandi Evrópu, einkum þó i Þýzkalandi, þar sem tinsmíöi á sér gamla hefð. Það hefur lengi verið hljótt um þennan ágæta málm, sem eitt sinn var að finna á hvers manns borði. Þegar postulínið kom til sögunnar fyrir u.þ.b.250 árum, fleygðu menn sínum gömlu tindiskum, könnum og skálum ofan í kjallara eða upp á háaloft og tóku að skreyta borð sín hinum nýju, skrautlegu, en viðkvæmu postulínsmunum. Tinið hafði gegnt mikilvægu hlutverki í húshaldinu öldum saman, en blómatími þess var frá byrjun 15. aldar fram til hinnar átjándu. Það var heppilegt í matarilát margra hluta vegna. Af því var ekkert bragð og engin lykt; það breytti ekki um lit.var sterkt og stóðst vel áhrif vatns og vinda, sýru og salta og auðvelt var að hreinsa það. Það mátti sem sagt nota tinið í flesta eldhúsmuni utan potta og pönnur, til þess var bræðslumark þess of lágt. Yfirleitt voru tinmunir einfaldir að gerð. Menn vildu geta etið auðveldlega og þægilega af diskum sínum og kærðu sig ekkert um flúr. Oft var eina skreytingin fangamark þess, sem átti diskinn og vildi ekki að aðrir snæddu af honum. Nú eru þessir gömiu tinmunir orðnir Tin í TÍZKU Á NÝ sjaldséðir mjög og verðmætir. Að vísu getur víða að líta tin- muni í fornminjaverzlunum er- lendis, en menn skyldu fara var- lega í að greiða fyrir þá stórfé — þeir geta að vísu verið fornir, en allt eins líklega alveg nýir. Sumir snjallir tinsmiðir hafa fundið ráð til að gera nýja muni svo úr garði, að þeir sýnist komnir verulega til ára sinna. Ein leið til að skera úr um það, hvort tinmunur sé gamall eða nýr, er að athuga merkið. Fyrr á tímum settu framleið- endur tinmuna merki sitt á hvern hlut, rétt eins og á gull- og silfurmuni. Mátti þá bæði sjá, hver smíðað hefði og einnig samsetningu málmsins, þ. e. hversu mikið tin væri á móti öðrum málmum, því að oftast var það blandað eitthvað. Væri tin blandað áli, kobalti eða mangan, var það ekki endingar- gott og þoldi tæpast, að hiti færi niður fyrir 13 stig á Celsíus. Hreint tin var hinsvegar full mjúkt til notkunar í matarílát og var því yfirleitt blandað ör- litlum kopar og antimon. I hlut- um, sem ekki komust í snert- ingu við matvæli,svo sem ljós- kerum, var það oft blandað dá- litlu blýi. Sem fyrr segir, hafa Þjóð- verjar tekið miklu ástfóstri við tinið. Eru á nokkrum stöðum í Þýzkalandi tinsmiðir, sem hafa mikla og langa reynslu í smíði slíkra hluta. í borginni Öhrin- gen er til dæmis starfandi tin- smiðja, sem stofnuð var þegar árið 1726. T

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.