Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 5

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 5
idurskrifaLesendur Kvennablaðid Hrund. Það var rétt, burt weðprjónaupp- skriftir og kökubotna. Þegar við húsmœðurnar höfum tíma til að lesa, viljum vil dreifa huganum frá pví, sem við erum að gera allan dag- inn. Fá eitthvað léttmeti - smellnar smásögur og greinar - og endilega framhaldssögu. Jóna Þorgrímsdóttir b Ct> c*> 5$ & Hrund. Blaðið var fallegt en alveg óparft. Kvennablöð afpessu tagigera ekkert annað enjta undir konur að fara að vinna úti, sem alls ekki á að eiga sér stað, eins og heimurinn er orð- inn. Konur eiga að vera heima og hugsa um heimili og börn; ég veit af eigin rejnslu, að eitt barn parf alveg sömu umhyggju ogfimm bórn. L. Valdimarsdóttir. María var stórglasileg — og jndisleg er hún stúlkan sú. En mér finnst nastum pvi of mikið að ejða 12 síðum af 44 i eitt efni. Vari ekki betra fyrir jkkur að hafa stjttri efnispatti og fleiri, meðan blaðið er ekki starra. Stórargreinar eru að vísu oft skemmtilegri og glasilegri, en ef pið atlið að gera mikið af sliku, verðið pið helsf að stakka blaðið. Þórunn Pálsdóttir Útg.: Verið duglegar að skrifa, gefa okkur hugmyndir og segja okkur álit ykkar. Við höfum augu og eyru opin og erum þakklát hverri tilllögu. Síðan munum við reyna að vinna úr hugmyndunum eftir megni. Við erum með margt nýtt á prjón- unum og stutt framhaldssaga hefst væntanlega í næsta blaði. b 5$ h ''S h <^> SV h <--> ÍS idurskrifa Lesendur Þá eru blessaðar kosningarnar afstaðnar og eflaust allir fegnir, baeði þeir, sem börðust um þingsætin og hinir, sem takmörkuðu þátttöku sína við að merkja við einhvern flokkslistanna. Eins og oftast áður virðist mér hlutur kvenna í þessum kosningum harla bágborinn, enda eru úrslitin eftir því. Það er ótrúlegt hve lengi konur ætla að sætta sig við að takmarka þátttöku sína í stjórnmálum við kaffikvöld, handavinnunámskeið, bazara og þess háttar. Þátttaka þeirra í virkri stjórnmálastarfsemi og umræðum virðist ennþá býsna takmörkuð. Mér hefur stundum komið í hug, hvort ekki væri grundvöllur hér á landi og ástæða til þess að koma á fót óháðum stjórnmálasamtökum, sem hefðu það markmið að veita óflokksbundna fræðslu um stjórnmál og búa fólk undir að taka afstöðu og beinan þátt í þeim. Fyrir nokkrum árum kynntist ég lítillega í Banda- ríkjunum samtökum, sem nefnast „The League of Women voters." Það eru óháð samtök, sem hafa það markmið fyrst og fremst að hvetja konur til þess að kynna sér stjórnmál, svo að þær geti byggt afstöðu sína í kosningum og stjórnmálaafskipti á skynsemi og þekkingu, í stað þess að láta glepjast af áróðri og fagurgala frambjóðendanna og annarra framámanna pólitísku flokkanna. Með þessu móti telja samtökin, að konur geti bezt lagt sinn skerf til stjórnskipunar ríkisins, sem er í mörgum atriðum sýnu lýðræðislegri en sú, er við búum við. Þegar konurnar hafa kynnt sér stefnumið flokkanna, sem bítast um atkvæði þeirra, og málin, sem um er deilt og kosið, eru þær hvattar til að gera það upp við sig hvaða flokk þær helzt vilja styðja og Ijá þeim sama flokki lið með sjálfboðavinnu og fjárhagslegum stuðningi, eftir efnum og aðstæðum. Þar er sem sagt ekki gerð nein tilraun til að halda konunum frá því að bindast stjórnmálaflokkunum eða hafa áhrif á val þeirra, aðeins reynt að koma í veg fyrir að þær láti draga sig í dilk, án þess að vita nokkuð, hvað þær eru að gera. Sú deild samtakanna, sem ég kynntist bezt, var í Boston í Massachusettes og virtist starfsemin þar afar fjörug og skemmtileg. Forystukonurnar voru jöfnum höndum úr flokkum republikana og demokrata, auk þeirra, sem voru óflokksbundnar með öllu — og þær voru á ýmsum aldri og úr hinum ýmsu starfs- stéttum. Samtökin stóðu fyrir umræðufundum, gáfu út allskonar litla upplýsingabæklinga og fjölritaðar skýrslur, þar sem svarað var ýmsum spurningum, sem kynnu að leita á hug kjósandans. Tökum nokkur dæmi: Hvaða skilyrði þurfa menn að uppfylla til þess að fá kosningarétt? Hvernig á að skrá sig á kjörskrá, hvar og hvenær? Hvernig er háttað utankjörstaðakosningu? Hvað er stjórnmálaflokkur? Hvað geta stjórnmálaflokkar gert? Hvernig eru þeir skipulagðir? Hver eru verkefni einstakra nefnda og ráða þeirra? Hvernig eru framboð ákveðin innan flokkanna? Hvaða skilyrði þarf frambjóðandi að uppfylla til þess að teljast kjörgengur? Hvernig eru forkosningar skipulagðar, framkvæmdar og hvenær haldnar? Hvernig á aðskipta umflokk? Hvernig eru almennar kosningar skipulagðar? Hver eru helztu baráttumál flokkanna? Hver er framkvæmdaferill flokkanna í skyldum málum? Hver er æfi, starfs- og stjórnmálaferill frambjóð- enda til hinna ýmsu embætta ? Hvert er valdsvið hinna ýmsu embætta. Hver eru laun kosinna embættis- manna? Og svo framvegis . . . Þessum spurningum er svarað ýtarlega og algerlega hlutlaust. En þar fyrir utan fjalla samtökin rækilega um mál, sem allsherjaratkvæðagreiðsla er um — en þau eru alltaf nokkur í hverjum kosningum, hvort sem eru bæja- og sveitastjórnakosningar, ríkisstjóra — eða almennar þingkosningar. Þetta eru mál, sem kunna að orka tvímælis eða valda verulegri andstöðu og í slíkum tilfellum takast flokkarnir ekki á hendur að framkvæma þau gegn vilja fólksins. I þessum einstöku málum taka samtökin afstöðu. Er þá fyrst kosið innan þeirra um það, hver sú afstaða skuli vera, að undangengnum ýtarlegum rökræðum, sem byggjast á skýrslum nefnda, sem skipaðar eru til að rannsaka hvert mál, eins rækilega og hlutlaust og unnt er. Eflaust hafa þessi samtök sína galla sem önnur — en af því, sem ég sá til þeirra, sýndist mér þau vinna mikið starf og gagnlegt. Þau lögðu mikla áherzlu á að vinna áhuga yngstu kjósendanna og gáfu þeim áreiðanlega betra veganesti upp að kjörborðinu en áróðurspistlar og fjálglegar ræður frambjóðendanna — eða „fræðslunámskeið" einstakra flokka, sem alltaf má búast við að séu hlutdræg, hver sem í hlut á. 5

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.