Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 14

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 14
»' " \ "»' * W>\\ V \ 14. Gluggar íkirkjuíDiisseldorJ. A mynditmi sjást tveir veggir af jjórum, sem alsettir eru gluggnm Cerðar. 15. Gerðnr að vintta að frum- drögum glugganna i Diisseldorf. Arkitek.tinn, sem teiknaði kirkj- ttrnar í Diisse/dorf og Essen, er þjóðverji, Dilke aó nafni. En síðasta áratuginn hafa bætzt við önnur og að mörgu leyti ólík viðfangsefni. Gerður fór snemma að fást við að gera „steinda“ glugga. Þegar á sýningu, sem hún hélt hér heima árið 1956, sýndi hún frumdrög að glugga fyrir Hallgrímskirkju í Saurbæ — og á síðustu árum hefur hún verið önnum kafin við mörg skemmtileg verkefni, sem hún hefur fengið á þessu sviði; ekki aðeins hér heima, þar sem hún hefur gert glugga m.a. fyrir Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og Hall- grímskirkju í Saurbæ — heldur fyrst og fremst í Þýzkalandi og Frakklandi, þar sem hún hefur unnið við margar kirkjur og söfn. Og hún hefur ekki aðeins gert glugga fyrir þessar kirkjur- hcldur líka ýmsa helgimuni úr járni og bronsi. (Sjá myndir nr. 13, 16 og 17). Og þá erum við komin að bronsinu, (mynd nr. 10) sem Gerður hefur unnið mest í nú allra seinustu árin. Gerður hafði ekki með sér neitt af sínum nýjustu verkum til að sýna okkur- né myndir „Við verðum að bíða með þau þar til næsta vetur,“ sagði hún- „en þá er ég að hugsa um að koma heim og halda sýningu.“ Gerður sýndi síðast hér heima árið 1962, ásamt eiginmanni sínum, listmálaranum Jean Leduc. Þau hafa nú verið gift í átta ár- voru gefin saman á Islandi, á heimili föður Gerðar, Helga heitins Pálssonar, tónskálds. Þau eiga nú skemmtilegt stórt hús um 40 km frá París. Þar var áður bóndabýli en þau hjónin hafa inn- réttað það eftir sínum smekk og þörfum og hafa þar nú bæði vinnustofur. Það hefði verið gaman að geta litið þar inn um stund og séð, hvað þau eru að fást við um þessar mundir, en það verður að bíða betri tíma.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.