Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 17

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 17
Blessuð vinnan... hafði sérstakt dálæti á. Þér ráið, hvort þér trúið því eða ekki, en það fyrirfannst fólk, sem átaldi hann fyrir það og leit svo á, að hvítlaukslykt ætti illa heima í baðherbergi. Hvernig á nú að vera hægt að vinna við slík skilyrði? Um tengdasynina tvo var líkt ástatt. Annar þeirra, sá gildvaxni, var sölumaður fyrir tryggingafyrirtæki. Hann hefði vafalaust gengið að starfi sínu með áhuga, ef ekki hefði verið til að dreifa lyndis- einkunn hans. Að því er honum taldist til, var honum ekki vel tekið nema í eitt skipti af hverjum þremur. Honum þótti hlutfallið of lágt, sagði það > niðurlægjandi fyrir siðgæðisvitund sína og því skyldi honum ekki trúandi? Svo fékk hann af þessu óþolandi höfuðverki. Undarlegra hefur nú svo sem i átt sér stað í heimi læknavísindanna. Um hinn tengdasoninn, albínóann, er það að segja, að hann hefði viljað verða húsvörður. Það var lofsverð metorðagirni að sönnu, en auk mann- kosta þeirra, er fyrrnefndur albínói var gæddur í ríkum mæli, krafðist þessi löngun hans aðeins eins, — húss. En húsið var hvergi að finna. Því hefði kannski mátt bera við, að albínóinn leitaði ekki neina dauðaleit að því, en HUS — svona stór fjölbýlishús, á ég við, þau eru þó sannarlega nógu stór til þess, að ekki ætti að þurfa að leita að þeim. Eða eins og albínóinn undirstrikaði með smá- mæli sínu: „Get ég kannþki faðið út á kroþþgötuð og hðópað að mig vanti húð?“ í stuttu máli sagt, fyrir sakir alls þessa, var því svo háttað í Buttafava fjölskyldunni, að enginn karlmannanna vann úti. I þessari athyglisverðu fjölskyldu sá kvenfólkið fyrir öllum nauðsynjum með vinnu sinni. Og því ekki það? Það var eins og hinn ágæti Bartolomeo sagði: Við erum niu talsins, þar af eitt ungbarn. Af þessum níu vinna fjórir. Hlutfallið stenzt. Eiginkonur tengdasonanna unnu báðar í einni stórverzluninni. Fiorella, sem vildi komast áfram í lífinu, var skrifstofustúlka á auglýsingaskrifstofu. Móðirin, donna Rachela, var matreiðslukona,- en afsakið; matreiðslukona hjá háttsettu fólki, þar sem hún tók ekki sjálf til hendinni, nema eitthvað sérstakt stæði til, eins og til dæmis kvöldveizlur fyrir starfsmenn í Utanríkisráðuneytinu eða annað ámóta mikilsvert. Hún réð þar sem sagt lögum og lofum og fór heim til sín alla daga, enda hafði hún líka allt útlit, venjur og lyndiseinkunn, er matreiðslu- konur fyrirfólks mega prýða; rauðleitt og gróf- gert hörund, vott af yfirvaraskeggi, ákveðna fram- sögn, matarlyst á við fuglsunga og drottnunargjarna sál. Þessi drottnunargirni skýrir ef til vill að nokkru allar aðstæður. Frú Buttafava hefði að sjálfsögðu fremur kosið eiginmann, er stundaði vinnu sína með prýði, en hefði hann unnið, hefði hún orðið að sýna honum tilskilda virðingu. Yfir þessum manni, sem ekkert gerði, réð hún, og hún hafði loks vanizt honum svo, að hún var meira að segja hætt að nöldra í honum. Endrum og eins var henni þó nóg boðið og þá rak hún hann á dyr, en eftir tvo eða þrjá daga, var hún bara fegin að sjá hann aftur. Okkar ágæti Bartolomeo bar engan kala til hennar vegna þessa. „Það er vinnan“ sagði hann við tengdasyni sína til útskýringar, þegar hann settist að spilunum á ný. „Rachele vinnur of mikið, slíkt gerir menn uppstökka". Sjálfur vann hann, eins og vér höfum sagt, alls ekki og var því manna jafnlyndastur og dagfars- beztur. Alltaf var hann boðinn og búinn að gera öllum greiða og segja skrítlur, enda var hann mjög vinsæll í hverfinu,- miklu fremur en kona hans, sem þótti nokkuð stór upp á sig. Drottnunargirni og drottningarsálin var eflaust líka nokkur skýring á þeim stórættarsvip, er var með Buttafavafjölskyldunni. Donna Rachele leit nefnilega svo á, að fyrst hún hefði tekið á sig þá kvöð að koma börnunum í heiminn, væri alveg af og frá að skiljast við þau fyrir aðra eins ástæðu og hjónaband. Þess vegna voru nú viðbyggingar til hægri og vinstri við húsið, sem voru reyndar næsta vei úr garði gerðar hjá þeim Bartolomeo og Raffalere- og í voru svefnherbergi ungu hjónanna tveggja. Þessi stórfjölskyldusambúð hafði sina kosti og svona yfirleitt, þrátt fyrir nokkra skap- styggð á stundum, var Buttafava fjölskyldan hamingjusöm. Það kom að vísu stundum fyrir, að konurnar kæmu frá vinnu sinni dálítið þreyttar og úrillar, en við móttökur manna sinna, sem sofið höfðu sið- degisblund og voru í bezta skapi, tóku þær brátt gleði sína aftur. Milli tveggja slaga höfðu þeir farið í búðir, keypt inn og eldað matinn og tekið til í húsinu. Þessi bústörf voru þeim ekkert sérstakt erfiði, og því voru þeir ekki eins og svo margir eiginmenn, sem bregðast illir við, ef stungið er upp á því við þá að fara í bíó. Þeir voru þvert á móti alltaf til í allt og stungu meira að segja upp á því að fyrra bragði. Loks er svo að geta þess, að við óstjórnlegt eftirlæti afa síns og frændanna þriggja tók barnunginn Pasqualíno stórkostlegum fram- förum. Sem sé, Buttafavafjölskyldan- bæði þær sem unnu og hinir, sem höfðu það náðugt, voru hamingjusöm. Nema hún Fiorella. Það var enn eitt dæmið um öfuglyndið í tilverunni. Fiorella, sem ekki var gift neinum spilamannanna fjögurra og slæpingja, hefði sannarlega átt að verða síðust allra til að ergja sig: En því var hreint ekki að heilsa. Þessir menn, sem ekkert gerðu, fóru í taugarnar á henni, ergðu hana og reittu hana til reiði. Við kvöldverðarborðið leit hún upp frá disknum sínum með sorgarsvip. „Skammizt þið ykkar ekki?“ spurði hún. Jú víst skammast þeir sín, sagði Livía, sem var þeirra sáttfúsust. Líttu bara á þá, þeir skammast sín rækilega. „Já, hvort ekki“ sögðu mágarnir tveir og var skemmt. „Ég hef hreint andstyggð á svona mönnum, sem aldrei gera ærlegt handtak". „Það var skrítið," sagði bróðir hennar, sem líka var gamansamur náungi. „Ekki hef ég neina and- styggð á kvenfólki, sem vinnur." Hláturinn sauð allt í kringum spaghettíið. Fiorella varð öskureið. „þegar ég segi frá þessu á skrif- stofunni . . .“ „Þér væri nær að vinna þarna á skrifstofunni þinni, í stað þess að gaspra og þvaðra . . .“ „Ef ég væri í ykkar sporum . . .“ Frh. bls. 26. 17

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.