Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 19

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 19
Morgunverðurinn mikilvœgasta máltíd dagsins Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri, skrifar fyrir HRUND Margar húsmæður eru sannkallaðir snilling- ar í kökubakstri. Um það vitna kökuborðin fjölskrúðugu í viðhafnarstofum þeirra, sem til mannfagnaðar efna. Fáar listir held ég hafi blómgazt með jafn ofkrýndu skrauti á þessum síðustu velmegunartímum eins og kökugerðarlistin. Vart verður lengra komizt en orðið er í því að setja saman í einn skraut- legan, ljúffengan og orkuríkan rétt allar þær hitaeiningaauðugustu fæðutegundir, sem völ er á: smjör, rjóma, sykur, ávaxtamauk, möndl- ur, hnetur og súkkulaði, egg og hveiti. Ekki þarf að taka fram að fæða, sem sett er saman af slíkri ofgnótt,á lítið skylt við brauð í þess upprunalegu mynd. Jafnvel „fínt brauð“, sem sumsstaðar er getið um í sögum Guð- rúnar frá Lundi, kemst ekki í neinn sam- jöfnuð við þessi tilkomumiklu verk, enda gera þau kröfur til neytendanna; orkuefna- skipti þeirra þurfa að vera ákaflega ör og meltingarfærin í góðu lagi. Nú vill svo vel til, að orkuþörf nútíma manna er minni en nokkru sinni áður. Þannig er amerískum konum nú ráðlagt af ábyrgum aðilum, (USA‘s National Research Council) að lifa á fæði, sem gefur 1600-2100 hitaein- ingar daglega, en körlum eru þar ætlaðar 2200-2900 hitaeiningar á dag. Er mismun- andi orkuþörf meðal annars háð stærð ein- staklinganna, eðli vinnunnar sem þeir stunda, lengd vinnutímans, og þá ekki sízt aldri. Orkuþörfin fer jafnt og þétt minnkandi eftir 30-35 ára aldur. Allsstaðar lækka áætlaðar tölur um orkuþörf því meir, sem þjóðir ráða yfír fullkomnari vélum og tækjum til þess að spara vöðvaorku manna. Við kökuborðið góða er því fljótlegt að fullnægja orkuþörf dagsins. En þótt áætluð orkuþörf fari minnkandi verður niðurstaðan önnur, þegar meta skal hæfllega dagskammta af vítamínum, stein- efnum og eggjahvítu. Hlut þessara efna í daglegu fæði má ekki skerða, þótt neyzluna verði að takmarka í samræmi við orkuþörf. Nútímamaðurinn þarf að fá í litla skammt- inum sínum, jafn mikið af næringarefnum, öðrum en orkuefnunum, og erfiðismaðurinn áður fyrr fékk í stóra matarskammtinum sín- um. Þó fylgjast vítamínþörf og kolvetna- neyzla að, þannig að minna þarf af vissum B-vítamínum, ef dregið er úr kolvetnamagni fæðisins. 3'é Fæðuval er því vandasamara nú en nokkru sinni áður. Varhugavert er að borða sig saddan við kvöldverðarborðið, eða venja komur sínar á sælgætis- og gosdrykkjabar- inn fyrir hádegið, hættan liggur í því að matar- lystin þrjóti áður en röðin kemur að hollum og nauðsynlegum fæðutegundum. Góður og vel valinn morgunverður getur bægt þeirri hættu frá. Nú munu margir vilja skjóta inn þeirri athugasemd, að þeir hafi ekki matar- lyst á morgnana. Réttara væri e.t.v. að segja að menn ætli sér ekki tíma til að neyta morgun- verðar, eða hafi ekki vanizt góðum matar- siðum. Sem betur fer er auðvelt að bæta úr því. Meðal flestra menningarþjóða er mikið lagt upp úr því að vanda til morgunverðarins. og setja hann saman í samræmi við næringar- fræðilegar grundvallarreglur. Ekki ber á að íslenzkir ferðamenn forsmái morgunverð ann- arra þjóða, meðan þeir dvelja á meðal þeirra. Er því hentugt tækifæri að endurskoða morg- unverðarvenjurnar eftir utanferðir og breyta þeim, ef þær eru gallaðar. Skipulagsbundnar athuganir sanna að góður morgunverður er ein af forsendum þess, að góð afköst náist í starfi eða námi fyrrihluta dags, þ.e. á aðal vinnutíma flestra starfsstétta og skólanem- enda. Gott dæmi um það er Oslóar-morgun- verðurinn frægi, sem hlotið hefir almenna viðurkenningu meðal heilsufræðinga, og lengi hefur verið bent á til fyrirmyndar skynsam- legu fæðuvali. Prófessor Carl Schiotz setti saman þennan ágæta málsverð, sem innleidd- ur var í barnaskólum Oslóborgar árið 1926. Var það gert að ráði lækna, sem töldu nær- ingarástandi sumra barnanna stórlega ábóta- vant. I ljós kom að börnunum sem fengu morgunverðinn fór ekki einungis betur fram að því er tók til líkamlegs þroska, námsaf- köst þeirra urðu líka meiri. Það sýndi sig, að morgunverðurinn hafði langtum meira heilsu- farslegt gildi fyrir börnin en miðdegisverður- inn, sem þau höfðu áður fengið í skólanum. Morgunverðurinn á að uppfylla 25-30% af daglegri fæðuþörf. I honum eiga að vera fæðutegundir úr flokkunum sex: grænmetis- flokki, ávaxtaflokki, mjólkurvörum, kornteg- undum, feiti og kjöt- og fiskflokki. Hægt er að breyta til með ýmsu móti. Ur ávaxtaflokknum er um margt að velja t.d. ávaxtasafa, appelsínu, tómat, ribsber, blá- ber eða saft úr þessum berjum. Ur grænmetisflokknum er gott að gefa hreðkur (radísur) eða gúrkur; biti af gulrófu, gulrót eða epli í lok máltíðar reynir á tenn- urnar og stuðlar að því að halda þeim hreinum. Nýmjólk eða súrmjólk, skyr og ostur, ein eða fleiri af þessum fæðutegundum þurfa að vera þáttur í góðum morgunverði, osturinn er einkar mikilvægur vegna þess hve mikið er í honum af auðmeltanlegri fullgildri eggja- hvitu og kalki. Ur kornvöruflokknum er um að gera að velja þær fæðutegundir, sem mest gefa af járni og B-vítamínum, en þar eru hafrar í fremstu röð, þá heilhveiti og rúgur. Því er gott að gefa súrmjólk með blásnu hveiti, (maisflögur eru minna virði) eða hafragraut með slátri. Rúgbrauð, heilhveitibrauð, hrökk- brauð og hafrakex er hentugt morgunverðar- brauð, en forðast skal kökur og sætt brauð. Ekki er hægt að endurbyggja hvítar korn matarafurðir, sem við vinnslu hafa verið sviptar hýði og kími. Þótt bætt sé í þær víta- mínum og steinefnum geta þær ekki orðið jafn góðar heilu korni. í staðin fyrir mörg efni sem tapast, er bætt fáum þekktum. Gera má ráð fyrir að slíkar fæðutegundir hafi misst nokkuð af kostum sínum. A það hefir líka verið bent, einkum nú í seinni tíð, að með því að blanda einstökum efnum í fæðuteg- undir, sé innbyrðis hlutföllum efnanna í þeim raskað, og geti það haft óheppilegar afleið- ingar. Ur feitmetisflokknum notum við smjör eða smjörlíki í hófi, og svo auðvitað lýsi. Það má ekki bregðast að börnin fái lýsi. A- og D- vítamín eru svo bráð nauðsynleg fyrir þroska þeirra, að öruggast er að gefa lýsi allan ársins hring. Þess þarf vandlega að gæta að lýsi sé gott, þrátt lýsi er óhollt auk þess sem það vekur viðbjóð. Lýsispillur geta ekki komið í staðinn fyrir lýsi. I sjötta flokknum eru hvíturíku fæðuteg- undirnar kjöt, fiskur og egg. Mikil áherzla er nú lögð á að morgunmáltíðin gefi nóg af full- gildri eggjahvítu. Bygging og endurnýjun allra líkamsfruma er háð því að nóg fáist af hvítu og að hún sé af því tagi, sem líkamanum hentar. Auk þess eru menn lengi mettir og vel á sig komnir eftir hvíturíka máltíð. Ur þessum flokki er margt gott að velja svo sem síld, hrogn, egg, lifrarkæfu og kjötálegg, af- ganga af miðdegisverðarréttum úr kjöti eða fiski eftir því sem á stendur. Te eða kaffi með morgunverði þykir sjálf- sagt og mjólk fyrir börnin. En þessir drykkir einir sér, með kexi eða kökubita, eru ekki morgunverður, þeir veita aðeins stundar fró fyrir tóman maga, en byggja ekki upp starfs- kraftana til átaka við verkefni dagsins. Frh. á bls. 42. 19

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.