Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 31

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 31
Afbrýðisamur Othello, í samnefndu leikriti Shakespeares, á sviði í London 1951. Orson í hlutverki útlæga einvaldsins í „Lear konungi,“ 1956. Hefnigirnin og spill- ingin uppmáluð. Orson sem lögregluforinginn í „Touch ofevil,“ 1958. Heimilisfaðirinn og harðstjórinn í kvik- myndinni ,,The long hot summer," 1958. Orson í hlutverki lög fræðingsins í „Rétt- arhöldunum" („The trial,“) 1962-‘63. Hann var þá orðinn vel launaður og svo eftirsóttur, að oft varð hann að fá sjúkrabifreið til þess að aka með sig gegnum umferðina í mið- borginni, svo að hann kæmist á réttum tíma í upptökur. Oft fékk hann engar gffingar, kom jafnvel stundum í upptöku, án þess að hafa lesið leikritið og hafði kannski ekki hugmynd um, hvað hann ætti að leika, — hvort hann ætti að vera hetja eða þorpari, unglingur eða gamalmenni. Haustið 1938 var svo umsamið, að Mercury leikhúsið tæki að sér vikulegan útvarpsþátt fyrir CBS — undir stjórn Orson Welles. Þar átti að færa ýmsar sígildar skáldsögur í leikbúning og skyldi þátturinn nefnast „First Person Singular“ eða „Fyrsta persóna eintölu". Fyrstu sögurnar, sem Welles flutti þannig, voru Jane Eyre, Treasure Island, Oliver Twist og „The 39 Steps,“ og 30. október 1938 var að því komið að flytja söguna „The War of the Worlds“ eftir H. G. Wells. í dagskránni var skýrt tekið fram, að þetta væri leikþáttur Mercury-leik- hússins, en engu að síður tókst Welles óvart að gera bandarísku þjóðina hálf sturlaða af hræðslu á fáeinum mínútum. Astæðan var einfalt leikbragð, sem hann beitti. Hann færði upphaf sögunnar í fréttabúning, tímasetti atburði hennar 30. október 1938 og staðsetti í Grovers Hill í New Jersey, — borg, sem þá var fremur afskekkt en ekki langt frá New York. Utvarpsþátturinn hófst með venjulegri kynningu og stuttum formála, þar sem Orson Welles tók skýrt fram, að það, sem eftir væri, væri tilbúningur. En fjöldi manna missti af þessu og opnaði ekki við- tæki sín fyrr en tilbúna fréttasend- ingin hófst. Fyrst voru veðurfregnir, síðan dansmúsik frá „Hotel Park Plaza“ í New York (sem alls ekki var til í borginni). Allt í einu hætti músikin og rödd tilkynnti eftirandartakshlé, aðINTERCONTINENTAL RADIO NEWS — slík fréttastofa var auðvitað ekki til — hefði skýrt frá nokkrum meiri háttar spreng- ingum á Marz og hefðu þær heyrzt til jarðar hálfri klukkustundu síðar. Síðan meiri tónlist en smám saman fóru að heyrast sprengidunur og útvarpað var viðtali við prófessor, að nafni Pierson. Þá varð aftur hlé og þulurinn tilkynnti: Stór logandi hlutur hafði fallið ofan á akur, rétt hjá Grovers Hill. Allt var þetta svo fjarstæðukennt og fullt af mótsögnum og vit- leysum, að furðulegt mátti telja hver áhrifin urðu. En öðru eins öngþveiti hefur enginn útvarps- þáttur valdið. I New Jersey varð allt vitlaust. Þúsundum saman þyrptust menn í bíla sína og óku burt með þeim afleiðingum að umferð tepptist og fólk varð viti sínu fjær. Símakerfið ,,sprakk“ og lögreglustöðvar fylltust af ofsa- hræddu fólki. Menn voru ekki í nokkrum vafa um, að innrás frá Marz væri yfirvofandi. Eftir þetta beindust allra augu að Þessi mynd sýnir glöggt, hvernig Orson getur gerbreytt útliti sínu, ef honum sýnist svo. Hann er hér í hlutverki Falstaffs í „Chimes at midnight.“ Orson Welles, og var ýmist, að þau lýstu aðdáun eða hatri. Og næsta skrefið var Hollywood. Þaðan barst honum girnilegasta tilboð, sem nokkrum nýliða hafði verið gert. Fyrstu myndina, sem samið var um, gerði hann aldrei og bakaði sér þar með óvild margra í Hollvwood. En nokkru seinna gerði hann þá mynd, sem að margra áliti er sú bezta, er hann hefur nokkru sinni gert og jafnframt ein bezta mynd, sem gerð hefur verið í Hollywood. Það var kvikmyndin „Citizen Kane“, sem byggð var á lífi og „fyrirsjáanlegu“ láti blaðakóngsins Williams Ran- dolphs Hearsts. Myndin olli geysi- legum styrr og Hearst, sem að kunnugra sögn var óskaplega hræddur við að deyja, lét blaðaveldi sitt skjóta á Welles öllu því púðri, sem það hafði til ráðstöfunar. Allt til þessa dags hefur þessi mvnd ekki náð mikilli útbreiðslu í Bandaríkj- unum. Kvikmyndir Orson Welles hafa yfirleitt verið umdeildar. Þær eru flestar sérkennilegar og hann á sér marga trygga aðdáendur. Hins- vegar eru margir kunnáttumenn í kvikmyndalist þeirrar skoðunar, að myndir hans frá seinni árum stand- ist engan samanburð við „Citizen Kane,“ þrátt fyrir ágæti þeirra í mörgum atriðum. A hinn bóginn eru allir á einu máli um, að Orson Welles eigi fáa sína líka bæði sem leikstjóri og leikari, og fáir hafi sýnt slíka fjöl- hæfni, sem þessi stóri státni maður, sem rúmlega fimmtugur hefur lifað meira og við fleira fengizt en flestir við ævilok. 31

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.