Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 33

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 33
hæfir henni. Margar konur taka fyrsta starfið, sem þeim býðst, til að hafa eitthvað við að vera. Um- hverfið hefur lamað sjálfstraust þeirra utan kvenhlutverksins, þær eru hræddar við að teygja úr sér og kanna leynda hæfileika sína. Horfðu vel í kringum þig og þú munt sjá, hve óhamingjusamar margar konur eru í þjóðfélagslega eðlilegu starfi sínu. Þær, sem eitt sinn voru svo lifandi og fjörugar, fá margar hverjar sljóan svip, sem endurspeglar tómið fyrir innan. Þær eru eins og Masha í leikriti Tsekovs, sem segir kvartandi: „Eg dreg lífið á eftir mér, eins og kjól með endalausum slóða.“ Aðrar verða ásakandi og sjálfs- meðaumkun þeirra og leiðindavæl ná yfir allt og alla. Sú matglaða nartar sig frá leiðindunum og þær eru fjöldamargar, sem reyna að drekka þau undir borð. Svefntöfl- ur og örvandi lyf renna niður háls hinnar leiðu konu. Þær verða móð- ursjúkar og taka veikindum fegins hendi. Iþróttir, bridge, slúður, saumaklúbbar, góðgerðarstarfsemi og innkaupaferðir er hluti af dag- legu lífi, en geta verið neikvæð vopn í baráttunni við leiðindin. Ein kona hefur mikinn áhuga á bridge, önnur játar döpur í bragði: „Mér þykir ekki gaman að því, en það eyðir tímanum.“ Ein kona kann að hafa gaman af félags- starfsemi, þar sem önnur aftur á móti hefur andstyggð á henni, með þeim afleiðingum að hvorki hún né félagið hefur nokkuð gagn af. Leiðar konur eiga það til að hanga ákaft á mönnum sínum og krefjast meir af þeim (og hjóna- bandinu) en þeir eru færir um að veita. „Eg vakna og velti því fyrir mér, hvað ég eigi að gera í dag . . . Eini dagurinn, sem ég hlakka til, er þegar hann er heima. Eg veit ekki, hvað yrði um mig, ef eitt- hvað kæmi fyrir hann — ég hef ekki áhuga á neinu og eldamennska og heimilisstörf eru skelfilega þreyt- andi.“ Þessi kona bíður eftir að tíminn líði, þó er hún greind og vildi gjarnan vinna úti — en hún hefur ekki hugrekki til að hefjast handa. Kona, sem leiðist, flýr oft á vit ástarævintýra — þau gefa henni þá spennu og skemmtun, sem hún þráir. Hún þarf enga þjálfun, þar eð hún leikur hér á heimavelli. .,Ég hef eitthvað til að hlakka til. Eg hef meira gaman af allri leynd- inni en atlotunum. Ég bíð eftir að síminn hringi, eyði lengri tíma. í hárið á mér, andlitið og fötin — og mér leiðist ekki. Þetta kemur tilfinningum mínum til eiginmanns míns ekkert við — ég lít á þetta sem tómstundastarf.“ En hvað skeður, þegar hún er orðin of gömul? Leið kona er oft mjög kröfuhörð kynferðislega, vegna þess að hún álítur vöntun- ina í lífi sínu stafa af því, að hjóna- bandinu sé í einhverju ábótavant — og finnst hún stöðugt vanrækt. Þetta getur valdið miklu tjóni — manninum finnst konan vera að gleypa sig og snýr sér þá oft að annarri konu. Ef við leiðum þessar iðjulausu konur hjá okkur og segjum þær eyðilagðar af dekri, erum við að flýja alvarlegt og stundum átak- anlegt vandamál. Það er ekki unnt að nota annríki sem mælikvarða á leiðindi. Það er út í bláinn, ef kona segir, að hana langi ekki til að gera neitt. Allir eiga sér leynda þrá eða metnað og oft þarf að hrista konu úr letihíði sínu, sem hindrar hana í að reyna eitthvað nýtt. Hún getur fengið ráð og upplýsingar frá öðr- um, en hún þarfnast fyrst og fremst uppörvunar frá eiginmanni sínum. Ef hann er sammála Byron og Tagore um að ástin sé aukaatriði í lífi karlmanns en ö'll tilvera kon- unnar, verður hann, ef að líkum lætur, ekki reiðubúinn til að veita þörfum hennar utan heimilisins athygli. Ef hann tekur ekki starf konu sinnar alvarlega, eða hefur á móti því, að hún vinni úti, er hann að kæfa persónuleika hennar, án þess eflaust að ætla sér það. Kona hans verður þá annað hvort að láta und- an eða nota það, sem virðist sjálfs- elska, til að fá sínu fram — og get- ur með því bjargað hjónabands- sælunni. Ef efnaðri konu leiðist, er hún í erfiðri aðstöðu samanborið við þá konu, sem vinnur af fjárhagsástæð- um. Þótt starfið sé leiðinlegt, fer hún út af heimilinu, hittir fólk og fær við það aðstöðu, sem er mikil- væg fyrir „annars flokks“ borgara eins og konur. Efnaðri konan á oft við fordild- ina að stríða. „Mér þykir gaman að taka til,“ segir kona sem starf- ar sem aðstoðarstúlka á heimili: „Ég hef gaman af að hitta fólk og fá borgað fyrir það.“ En eiginkona kennara segir hins vegar: „Ég vildi gjarnan búa til mat fyrir ann- að fólk, þar sem ég er ágætis kokk- ur, en bóndi minn myndi fá slag. Ég hef ekki gáfur til að gera neitt af því, sem hann vill að ég geri.“ Svo að hún situr heima og lætur sér leiðast — og eiginmaður henn- ar ergir sig út af því, að hún skuli ekki vera jafn sniðug og konur vina hans. Kona hættir oft við starf, sem henni líkar, vegna þess að hún telur það ekki manni sínum samboðið. Að lifa aðeins fyrir hann og hans metnaðargirnd, þýðir, að hún lifir aðeins að hálfu leyti — og þegar eiginmaður hennar deyr (sem samkvæmt hagfræðiskýrslum verður á undan henni), er söknuður hennar nánast óbærilegur. Konan á að fá að þroska persónu- leika sinn, til að geta orðið sjálf- stæð vera, eins og maðurinn. Ekki er til of mikils mælzt. Þetta er þó ekki' auðvelt, þar eð konan hefur sínar skyldur og maðurinn sínar kröfur. Þau verða að komast að samkomulagi sín á milli. Ef hjón geta ekki rætt vandamálin, fæst aldrei nein lausn. Oft yrði það fyrir beztu, að megináherzla væri lögð á hennar starf — og má þá ekki stolt karlmannsins hindra fram- gang mála. Hægara sagt en gert, en þó hefur sumum tekizt þetta. Það er hverjum manni áhugamál, að kona hans sé ánægð og ham- ingjusöm, því að leið er konan ó- hamingjusöm og ráð hennar til að bæta sér það upp, geta komið ó- þægilega niður á honum. Fram- koma hennar getur eyðilagt fjöl- skyldulífið og það er óþolandi til lengdar að búa með konu, sem leiðist. Eiginmaður, sem skilur þarfir konu sinnar og styður hana með ráðum og dáð, er sjaldgæfur fugl, sem ber að virða og meta. Hver hjón verða að finna, hvað á bezt við þau, og láta ekki aðra hafa þar áhrif á sig. En það er fjarstæða að ætla kon- um að vinna úti, meðan enn eru ónóg dagheimili og barnaheimili fyrir börn þeirra. Það er enn litið á það sem nýmæli og munað, að kona, sem langar í frí eitt síðdegi til að fara í búðir eða heimsóknir, geti skilið börn sín eftir í gæzlu. Og þannig verður þetta, þangað til konur verða betri talsmenn eigin málefna. En vilji konan ekki berj- ast fyrir sjálfa sig, gæti hún reynt að sjá til þess, að dætur hennar standi betur að vígi; ala þær upp til að verða mæður og eiginkonur — en einnig sjálfstæðar verur. Það ber að örva þær til náms, ekki að- eins til að drepa tímann, meðan beðið er eftir eiginmanni, heldur sem hluta af verkefni þeirra í líf- inu, þannig að þær verði ekki ringlaðar sakir kunnáttuleysis, ef vanda ber að höndum, eins og mæður þeirra voru, né þjáist af leiðindum. Það er athyglisvert, hversu oft menn láta konum sínum það eftir, sem þeim finnst sjálfum leiðinlegt. Þeir þola ekkert verr en tal um heimilisvandamál og þegar þeir koma því við, skerast þeir úr hópn- um og láta konur um kvennatal. Enda er það ekki alltaf skemmti- legt. Það má vera meira en lítið að- laðandi kona, sem karlmaður eyð- ir meira en fáeinum orðum á, eftir að hann kemst að því, að hún er eiginkona og móðir. Ef karlmenn hvettu konur sín- ar til að þroska áhuga sinn á öðru en heimilishaldi, gætu þeir jafnvel haft ánægju af að ræða við þær — sem er allt annað en að tala við þær, eins og hver eiginkona veit. Höf.: Alma Birk. 33

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.