Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 38

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 38
/ kvikmyndinni,, Privilepe' ‘ leikur Jean á móti öðrum njliða, sóngvaranum Paul Jones, sem áður söng með Manfred Mann hljómsveitinni. mér. Hann var dásamlegur. En þegar ég kom aftur til London sögðu þeir hjá Fox, að ég fengi hlutverkið með því skilyrði, að ég léki í þrem kvikmyndum í viðbót. Ég sagðist ekki vilja skrifa undir samning við neinn — mér þætti það leitt. Launin, sem þeir buðu, voru líka hlægilega lág. Svo að ekkert varð af þessu. Cacoyannis hringdi til mín frá Aþenu og sagðist vera fúll. Það var ég líka. Candice Bergen fékk hlutverkið mitt. Núna er ég í klípu — mér finnst ég ekki hafa náð því, sem ég vildi, í þessari mynd, og ég þrái annað tækifæri, eitthvað gerólíkt — til að bæta hitt upp. Sennilega hefði ég aldrei tekið boðinu um hlutverk í „Privilege,“ hefði Terry ekki sagt, að það væri fáránlegt að reyna að leika án þess að hafa lært það. Hann hafði að sjálfsögðu mikla reynslu, og ég hafði aldrei lært neitt í leiklist. Og ég var öll ómöguleg. Til dæmis þarfnast röddin mikillar þjálfunar — hún er svo misjöfn. En leik- stjórinn, Peter Watkins, var á ann- arri skoðun. Hann ætlaði eingöngu að nota leikmenn, enga atvinnu- leikara, svo að ég yrði ekki hinum til byrði. Hann sagði, að hann hefði ekki valið mig, ef ég hefði verið leikskólagengin. Ég var rétta mann- eskjan, af því að ég var ég sjálf. Mér fannst þetta skynsamlegt, því að það mikilvægasta af öllu er persónuleiki mannsins, og skóli getur sett sitt mark á menn. Nú nú, Terry hló að öllu saman, og því meira sem hann hæddist að leikmönnum því meir langaði mig að sýna honum, hvað ég gæti. Þannig varð „Privilege“ til. Kvikmyndatakan varð hreinasta taugastríð. Myndin, sem tekin var, var ekkert lík handritinu. 1 uppruna- lega handritinu var ég blaðakona, en í myndinni var ég málari. Þeir voru stöðugt að breyta til. Ég sá aldrei textann minn fyrr en sama morgun og ég átti að kunna hann. Það þýddi ekkert að lesa handritið. En ég var ekki búin undir svona skynditöku. Ég varð taugaóstyrk. Ég er allsekki lengi að læra — ég varð bara ónæm. Það var myndað í fjórar mínútur í einu — sem er heil eilifð, þegar maður er sjálfur á svið inu. Ég þarf að tala heilmikið við þennan dáða dægurlagasöngvara — og vera samvizka hans. Ég á mála mynd af honum (í handritinu var ég að skrifa ævisögu hans fyrir tímarit), og við endum í rúminu. Við sláumst — og endum í rúminu. Hann vill giftast mér, ég segi nei og útskýri hvers vegna. Þá kemur hann fram í sjónvarpi og segir aðdáend- um sínum, að hann hati þá fyrir að hafa gert hann svona. Og ég fer til hans aftur. Þetta var ógurlega ruglingslegt, og ég hef ekki hug- mynd um, hvað verður tekið í myndina og hvað ekki. Hvað sem öðru líður er ég aftur orðin fyrir- sæta, og kvikmyndin liggur á mér eins og mara.“ Saga Rækjunnar er einkennandi fyrir ungu kynslóðina, sem hóf frægðarferil sinn í skugga Carnaby strætis í London. Tímaritið Look gerði Jean að „sveitastúlkunni, sem varð heimsfræg sýningar- stúlka“ — „þrifalegri bóndadóttur, sem geymir aurana sína í öruggum verðbréfum.“ Þetta er ekki alveg rétt. „Sveitastúlkan“ fæddist í Burnham í Buckinghamshire, sem er úthverfi London, og gekk þar í skóla. Það tekur hana tæpa klukku- stund að aka frá húsi sínu í Knights- bridge að heimili foreldra sinna. Burnham er frægur bær fyrir golf- velli og rústir gamals klausturs. Faðir hennar, Edward Shrimpton, er byggingaverktaki staðarins og byggir tugi húsa í útborginni, en kýs sjálfur að lifa sem landeigandi. Þannig stendur á „bóndabænum,“ þar sem Jean og Chrissie systir hennar uxu úr grasi. Þegar Jean var orðin leið á gagnfræðaskóla, stakk faðir hennar upp á því, að hún lærði að standa á eigin fótum. Fyrir valinu varð verzlunarskóli í Lon- don. Jean lét innritast og skyldi nú nema iðn einkaritara. Faðir hennar áleit það ástæðulaust, að hún flytti til London, svo að hún ferðaðist daglega að heiman og heim aftur á mesta umferðatímanum. Ferðin tók hana hálfa aðra klukkustund. „Ég fór hjólandi til Burnham, skildi hjólið eftir þar, tók strætis- vagn til járnbrautarstöðvarinnar, fór þaðan með lest til Paddington og þaðan með tveim neðanjarð- arlestum til skólans. Og heim aftur sömu leið. Þegar maður er sextán ára er þetta hægt.“ Hún varð rúmlega sautján ára og enn við það sama. En það var vonlaust. „Mér gekk vel við hraðritun, en illa við vélritun. Eftir árið var ég aðeins komin í 35 orð á mínútu. Þó lagði ég mig alla fram. Ég vann lengur en hinar á hverju kvöldi. . . en ég sló sífellt ranga lykla. Ég er svo stirð í höndunum — það er allt í lagi með höfuðið. Allt annað gekk vel — hagfræðin og það allt. En eftir því sem lengra leið, varð ég óákveðnari. Ég hvorki vildi né gat orðið einkaritari. Þá gekk þessi maður í veg fyrir mig á götu, og allt breyttist. Ég veit ekki, hvað hefði orðið um mig, ef hann hefði ekki verið þarna af tilviljun. Ég geri aldrei áætlanir sjálf. Ég ákvað ekki sjálf að verða fræg . . .“ Hver var þessi maður? „Hann var kvikmyndastjóri. Við stelpurnar vorum vanar að borða nestið okkar í Hyde Park. Þennan dag var ég að ganga gegnum garð- inn á leið í skólann, þegar ég mætti honum — og hann gaf mér dálítið hýrt auga. Ég flissaði — þetta var ægilega vandræðalegt. Ég hélt áfram -— niður I kjallara skólans, þar sem við skildum yfirhafnir okkar eftir. Hann hallaði sér yfir grindurnar og sagði: „Ungfrú, gætuð þér komið hingað upp smá- stund ?“ Ég gerði það. Hann sagðist geta notað mig í kvikmynd. Algeng saga.“ En þú fórst? „Já, ég fór. Þetta gat reynzt undankomuleið. Nokkrum dögum síðar fór hann með mig tíl kvik- myndaframleiðandans — sem sagði nei. Ég væri eins og hross í framan. Það var hræðilegt. Leikstjórinn sagði, að hvað sem ég annars gerði, skyldi ég að minnsta kosti hætta í skólanum. Mér gengi áreiðanlega betur sem fyrirsæta. Hann var ekki sá fyrsti, sem sagði mér það. Ég fór í tízkuskóla og skrifaði undir átján mánaða samning. Litlu síðar stjórnaði þessi leikstjóri auglýsinga- mynd um Player sígarettur fyrir sjónvarpið og sagði mér að koma. Þegar ég kom, var mér vísað frá aftur. Þá heyrði ég í fyrsta sinn getið um Terry Stamp. Honum hafði líka verið neitað um vinnu við Player auglýsingamynd. Við höfum bæði haft þann heiður að vera vísað frá hjá sjónvarpinu. Ég get ekki sagt, að mér hafi þótt gaman að vera fyrirsæta. Fyrst eru teknar myndir af manni, síðan gengur maður á milli fyrirtækja með myndirnar í bók undir hand- leggnum. Fyrsta námskeiðið stóð í einn mánuð. Pabbi hafði leyft mér að skipta. Sennilega var honum ljóst, að ég yrði aldrei góður einkaritari. Eftir mánaðarþjálfun voru myndirnar teknar, og ég lagði af stað með þær. Mjög niðurlægj- andi. En allt í einu brosti gæfan við mér. Dag nokkurn fór ég til kvenna- blaðsins Vogue, og þar vantaði stúlku, þar sem önnur hafði ekki mætt. Þeir voru að taka mynd, sem átti að birtast með Vogue-sniði — ekki merkilega, en það lá á henni, og mér var skipað að fara í kjólinn. Ég var ung og óreynd og vissi varla hvað þetta var mikilvægt. Ég var nýflutt til London og bjó þar með annarri stúlku í trássi við foreldra mína. Þau voru mjög á móti því, að ég flytti, en foreldrar geta ekki hindrað stúlku í að fara að heiman núna, ef hún vill fara. Foreldrar mínir voru nógu skyn- samir til að skilja það. Hvað sem því leið, var ég alveg óreynd, þegar ég komst allt í einu á blað hjá Vogue, og það leiddi af sér önnur tækifæri. Þá hitti ég David Bailey. Hann var mjög ungur og hafði sítt hár eins og Bítlarnir, nema hvað þetta var löngu áður en þeir komu fram á sjónarsviðið — fyrir 5 — 6 árum. Hann var mjög ungur og sérstæður, og ég var mjög ung og ólík öðrum. Ég varð fyrirsætan hans, og blöðin fóru að skrifa um okkur — við urðum fræg — saman. Við reyndum ekkert til þess — við urðum það bara. Ég varð fyrirsæta, en hvorki þá né síðar var ég tízkusýningarstúlka. 38

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.