Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 39

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 39
Þar er mikill munur á. Ég gat ekki og vildi ekki sýna á tízkusýningum — ganga fram og aftur fyrir framan áhorfendur, eins og herðatré af holdi og blóði. Ég þoli ekki, að fólk stari á mig. Sem fyrirsæta er ekki glápt á mig. Ég er í vinnustofu — með kannski fjórum öðrum — skipti um föt með stuttu millibili, en er ég sjálf. Ég hitti ekki einu sinni hinar stúlkurnar, nema við séum tvær saman á mynd. Hjá David vorum við bara tvö ásamt aðstoðarmanni hans.“ Þið urðuð ástfangin, var það ekki? „Það lá nærri, að ég giftist honum. Ég hef aðra skoðun á hjónabandi núna, en þegar maður er átján eða nítján ára, hugsar maður um hjónaband. Ég hefði aldrei unnið hjá honum, ef ég hefði ekki verið ákveðin í að giftast honum. Hvað vitum við, þegar við erum átján ára? Við höldum, að við vitum alla skapaða hluti, en vitum í rauninni ekki neitt. Þú verður að muna, að ég var alveg óreynd, næstum úr sveit og ekki allt of gáfuð, en hann var úr Austurbænum og alveg töfrandi. Við löðuðumst hvort að öðru líkamlega, en einnig vegna margs annars. Hvað sem því leið, ætluðum við að gifta okkur, en hann varð fyrst að fá skilnað, þar eð hann var þegar kvæntur. Ef hann hefði ekki verið kvæntur, hefði ég gifzt honum í hvelli — þrem mánuðum eftir að við kynntumst. Hjónaband hans hafði verið í voða — ég eyðilagði það ekki. En ég býst við, að ég hafi átt minn skerf i því, að þau slitu endanlega samvistum. Hún var sautján ára, þegar þau giftu sig — og heitir Rose Marie. Til allrar hamingju áttu þau engin börn. Loksins var skilnaðurinn afstaðinn, og hann gat kvænzt mér — en þá missti ég skyndilega móðinn. Það var hlægilegt. Vissu- lega var enginn annar í spilinu — ég þekkti enga aðra karlmenn. Ég var svo ung. En við hættum að vera saman — eftir að hafa unnið saman í tvö og hálft ár. Auðvitað kvæntist hann aftur. Catherine Deneuve. Hann er svo skrítinn þannig. Hon- um er sama um giftingar. Og hann kvæntist þessari frönsku stúlku, sem átti barn með Roger Vadim. Mér finnst hún mjög hugrökk. Ég gæti það ekki. Ég hef hugsað heil- mikið um þetta — allar stúlkur ættu að gera það. Finna sitt eigið svar.“ Þú átt við í sambandi við börn utan hjónabands? „Já. Ég held, að það sé ekki heigulsháttur þótt maður segi, að maður gæti ekki látið svoleiðis koma fyrir. Ég held ekki, að það sé auðvelt fyrir barnið né neinn annan. Það er ósköp fallegt að blekkja sjálfan sig með því, að maður eigi barn með manninum, sem maður elskar — eú það er ekki raunsæi. Þetta felur í sér miklu fleiri vanda- mál en maður heldur. Ég held, að það sé óréttlátt bæði gagnvart barninu og manni sjálfum. Ég mundi alltaf vera gætin. Ég vil ekki verða ófrísk. Ef það kæmi fyrir, hvað þá? Það er auðvelt að tala, af því að það hefur ekki enn komið fyrir. Líklega hugsar maður öðru- vísi, þegar það verður. Alltént er ég fegin, að ég skyldi ekki giftast David Bailey. Ég veit núna, að það hjónaband hefði aldrei blessazt. Hversu mjög sem ég elskaði hann þá. Það er svo auðvelt að verða ástfangin á þessum aldri. . . og það er ekki raunveruleg ást. Núna er ég tuttuguogfjögra ára og augsýni- lega ástfangin af Terry — þó finnst mér ég enn vera að þroskast og stöðugt að breytast. Ég er sjálfselsk, það kemur með árunum, og það er ágætt — allir eiga að vera sjálfs- elskir að vissu marki. Ég á við fram að þeirri stundu, þegar maður segir við sjálfan sig: „Ég er reiðubúin að giftast og hlýða.“ — Þangað til verður maður að hlýða sjálfum sér.“ Þú hlýddir Terry ekki, þegar hann réð þér frá að taka kvik- myndatilboðinu. Hvernig hæfir hann lífi Rækj- unnar? „Við hittumst fyrst fyrir f)órum árum. Það var verið að taka tízku- myndir af karlmannafötum fyrir tímarit. Hann var einn mannanna, og ég var stúlkan í hópnum. Ég man þetta ekki glöggt, það er svo langt síðan. Ég var með David þá. Terry bauð mér út fáeinum mánuð- um eftir að við David skildum og við höfum verið saman síðan. Ég fór með honum til Ameríku, þegar hann lék „Alfie“ á sviði á Broad- way — seinna fórum við til Wash- ington og áfram til vesturstrandar- innar. Auðvitað hafði ég ferðast mikið þá þegar. Ég hafði verið í New York átta eða tíu sinnum. Einu sinni fór ég þangað til að sitja fyrir með Steve McQueen — á Jean Shrimpton er uggandi um jram- tíðina. Hvað ber morgundagurinn í skauti sínu ?

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.