Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 40

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 40
mótorhjóli — fyrir Harper‘s Bazaar, minnir mig. Ég var með Terry þar meðan hann lék í „The Collector" með Samantha Eggar. Og ég fór til Taormina til að hitta hann, þegar hann lék í „Modesty Blaise.“ Hann var ánægðari með mér þá, þegar ég var fyrirsæta og hann leikari — og enginn átroðningur. Nú finnst honum ég vera að troðast inn á hans svið — ég myndi veikja trú hans á leiklist, ef ég sannaði, að hægt væri að leika án þess að læra fyrst. Svo hefur hann líka áhyggjur af mér, því að ég yrði óánægð, ef mér mistækist, og það yrði að nokkru leyti hans sök — fyrir að hafa ekki getað talað um fyrir mér. En ég tel „Privilege“ ekki með, ef mér mistekst — og ég ætla að reyna eitthvað annað hlutverk. Þangað til ég er sannfærð — á annan hvorn veginn.“ Ekkert liggur á. Hún er ekki í peningavandræðum — og aldurinn þjakar hana ekki enn. Fyrir nokkr- um mánuðum setti hún svo til aleigu sína í húsið sitt í Knights- bridge. Það er í húsaþyrpingu rétt hjá Montpellier torginu. „Þau eru öll eins og dúkkuhús. Mjög kvenleg — sérstaklega mitt hús. Hæfir stúlku eingöngu. Karl- maður myndi ekki kunna við það. Það er fremur lítið — aðeins sex herbergi, en ég þarf ekki stærra hús. Það hæfir mér og mínum lifnaðarháttum. Ég á mjög fáa vini — þoli ekki samkvæmi, klúbba eða mannfjölda yfirleitt. Ég veit ekki hvers vegna. Ef til vill vil ég heldur tala og heyra, hvað ég segi. Ég vil helzt vera ég sjálf. Núna eyddi ég síðustu aurunum í að búa það hús- gögnum, og það er næstum tilbúið. 40 Það hefur tekið gífurlega langan tíma. Húsið veitir mér þau þægindi, sem ég þrái — það er allt, sem ég þarfnast. Ég held ekki, að ég vilji neitt óhóf. Ég hef ekki áhuga á svoleiðis enn. Mig langar ekki í loðkápur, gimsteina eða slíkt. Lík- lega kemur það með tímanum — núna er ég ánægð með sjálfa mig, eins og ég er.“ Þannig er Rækjan. Við drukkum kaffi á herbergi 425, og þjónninn bankaði og spurði, hvort allt væri í lagi. Það gerði írska þjónustustúlkan líka, og Rækjan vissi ekki vel, hvað gekk á. Hún útskýrði, hvernig stæði á hárgreiðslunni: „Ég bursta aldrei hárið á mér.“ Og afsakaði klæð- aburðinn:“ Ég þoli ekki að vera fín. Ég á einn eða tvo fallega kjóla og fer aldrei í þá. Ég hef engan áhuga á fötum — ég vil einungis láta mér líða vel. Sitja á gólfinu, þegar mig langar til.“ Þetta samræmdist sannarlega ekki ímyndinni — yndislegu stúlk- unni á forsíðunni — á um 400 tímaritum til þessa — sem hefur léð síðum Vogue, Harper‘s Bazaar, Elle, Marie Claire fegurð og yndis- þokka. Sagan samræmdist heldur ekki ímyndinni. Það var líkt og þær væru tvær — Fegurðardísin og Ljóti andarunginn. „Hún er afar falleg, finnst yður það ekki,‘.‘ sagði maðurinn í gesta- móttökunni niðri í anddyrinu. Hann hafði aldrei séð Jean Shrimp- ton í eigin persónu áður. Hann var mjög kurteis — það var undrunar- glampi í augum hans. Maðurinn hefur um langan aldur reynt margt til þess að viðhalda hinni upprunalegu fegurð líkama síns. Loksins er nú hægt að fá hér það tæki, sem hefur reynzt einna bezt til þess að fyrirbyggja óæskilega fitumyndun, eða jafnvel eyða fitu sem þegar hefur safnazt á líkamann. Vibró nudd er einföld og ódýr leið til grenningar, — og að auki skapar það vellíðan, sem þér hafið ekki kynnzt fyrr. Franska Calor Vibro nuddtækið fæst nú hér á landi. Kynnið yður kosti þess og þér munuð verða sammála okkur um að Calor Vibro nuddtækið ætti að vera til á hverju heimili. STYRMIR HF. PÓSTHÓLF 325

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.