Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 41

Hrund - 01.06.1967, Blaðsíða 41
HVERNIG LÝSA STJÖRNURNAR ÞÉR? TVIBURA- MERKIÐ 21. MAÍ — 20. JÚNÍ Meginregla: Heppileg störf: Vinnutilhögun: Helztu einkenni: Bezti eiginmaður: Bezta eiginkona: Stjörnurnar ráða: Látum hverjum degi nægja sína þjáningu. Kaupmennska. lögfræði- störf og tannlækningar. Reyndu að vinna sjálfstætt. Þú þolir illa stjórn annarra. Félagslyndi, gott skap og góðar gáfur. Skilningsríkur, skapgóður og helzt ekki mjög afbrýði- samur. Fjörug, sem hefur gaman af tilbreytingu. Handleggir, hendur. axlir og öndunarfæri. JÁKVÆÐIR Höfuðkostur þinn er hve rökföst og sanngjörn þú ert. Þú veizt þetta og hefur sjálfstraust, EIGINLEIKAR: þótt þú finnir jafnframt, að þessir eiginleikar eru oft ekki metnir að verðleikum. Þú ert skyn- söm, en nokkuð ópersónuleg og lætur skynsemina frekar en tilfinningar ráða. Þú sérð jafnan báðar hliðar hvers máls og ert fljót að taka ákvörðun, sem oftast er rétt. Þú ert yfirleitt bjart- sýn og laetur ekki smámuni koma þér I vont skap. Þú átt bágt með að líða allt seinlæti og til- finningasemi. Þú ert listræn og hefur gaman af bókum. Þú ert aðlaðandi og kemur vel fyrir þig orði. NEIKVÆÐIR Þótt þú hafir ekki gott vit á máli, sem rætt er um, blekkir þú aðra með því að tala hratt og EIGINLEIKAR : getur komizt langt með yfirborðsþekkingu. Þú einbeitir þér oft ekki nægilega og skilur því oft ekki fyllilega, hvað talað er um. Þú getur verið kuldaleg og afar kæn á stundum. Þú leggur oft meiri áherzlu á staðreyndir en tilfinningar og gætir því virzt hjartalaus og kaldhæðin. Stundum leggurðu of mikið upp úr aukaatriðum og mátt gæta þín að drukkna ekki í þeim. Oft ertu upptekin af sjálfri þér og verður við það sjálfselsk og óánægð og tekur lítið tillit til annarra. Liggi eitthvað þungt á þér. geturðu orðið ósannsögul og svikul. Láttu ekki gróusögur hafa áhrif á þig, en haltu þig að staðreyndum. SKAPGERÐ Tvíburamerkið er merki skynseminnar. Þú læturþví fremur stjórnast af skyn- semi en tilfinningum. Þú skiptir skapi mjög snögg- lega — ert uppstökk en fljót að fyrirgefa. Þú ert metnaðargjörn og tilfinn- inganæm. Þú hefur skarpa athyglisgáfu, næman skiln- ing og gott minni. Þú ert spurul og fróðleiksfús og sífellt i leit að nýjum hug- myndum. Þú ert fjörug og snaggaraleg, fjölhæf og fljótað laga þig að aðstæð- um. Stundum áttu það til að byrja á mörgu í stað þess að Ijúka við eitt verkefni. Þú átt oft erfitt með að einbeita þér, vegna þess að þú hefur of mörg járn í eldinum i einu. Ef þú kemst yfir þetta, geturðu betur notað gáfur þínar til fullnustu. Þú þarft að læra að hafa hemil á hugmynda- flugi þinu. Þú hefur góða hæfileika til tungumálanáms. Þú hefur gaman af bókum og námi og lest mjög mikið. Þú átt gott með að læra, en oft ertu með hugann víðs fjarri og tekur ekki eftir því, sem þú lest. Stundum finnst þér þú skilja vel, en hefur þá í rauninni misskilið. Þú sneiðir oft hjá sannleikan- um og býrð til brandara i staðinn. Þú ert opinská og sjónarmið þitt er bæði heil- brigt og sanngjarnt. Þú ert alltaf reiðubúin að skilja skoðanir annarra. Þú gerir sjaldan nokkuð án markmiðs. Metorðagirnd þín er áköf. Þú þarft að þroska með þér stöðug- lyndi og skapfestu. VINNAN Þú ert vinnusöm og iðin og kannt vel við skemmti- leg og tilbreytingarík störf. Einkum eiga vel við þig störf, þar sem þú hefur margt fólk i kringum þig. Þú hefur ágæta kímnigáfu og fallega framkomu. Alls kyns verzlunarstörf eiga mjög vel við þig. Þú ert alltaf vakandi fyrir gróðamöguleikum og get- ur snúið staðreyndum þér í hag, ef þvi er að skipta. Þú gætir orðið góð blaða- kona og gagnrýnandi. Þú ert vel pennafær — eink- um ef þú ert að skrifa niður eigin hugsanir. Þú hefur gaman af ferða- lögum, sem og annarri til- breytingu. Þú átt erfitt með að festa þig i starfi og breytir oft um vinnu. PENINGAR Áhugamál þin taka snögg- um breytingum, og því ertu fljót að eyða pening- um. Þó er öryggi þér fyrir öllu. Þú leitar stöðugt að nýjum leiðum til að auka tekjur þínar — hvort sem það er með yfirvinnu eða betur borguðu starfi. Stundum verðurðu fyrir freistingum i fjármálum og ættir því ekki að taka að þér gjaldkerastörf. Þú ert ónízk og greiðug og ættir að temja þér meiri ihaldssemi í fjármálum. Stundum verðurðu altekin nýjum hugðarefnum á kostnað efnahags þins. HEILSAN Líkami þinn er jafn röskur og heilinn, þú hefur spenntar taugar og mikið þrek, sem heldur þér gang- andi. Vís leið til heilsu- leysis er að eyða of miklu af þessu þreki með á- hyggjum og of mikilli vinnu. Veikleikar þínir lik- amlega eru taugar og lungu og þú gætir átt vanda til að fá kvef, flensu og brjóst- himnubólgu. Venjulega ertu þó við góða heilsu en gætir litið veiklulega út, þótt þú sért i rauninni stál- hraust. Þú verður ekki oft veik og sjúkdómar leggj- ast ekki þungt á þig nema helzt, ef þú ert þreytt. Þú ert eirðarlaus og mátt ekki ofbjóða taugakerfi þínu. Þú ert ákaflynd og gætir átt erfitt með svefn, en það er mjög mikilvægt fyrir þig að fá góða hvíld. Gættu þess að sofa nægilega og slappa af einhverja stund daglega. Fólk fætt undir þessu merki er oft laglegt og fíngert, með lifandi og greindarlegan svip. Það er oft grannvaxið og röskt í framkomu. Skap þessa fólks er óstöðugt, það verð- ur fljótt leitt á starfi sinu og vill breyta til. HEIMILIÐ Umhverfið gegnir stóru hlutverki í lífi þlnu, og ró og friður er mikilvægt fyrir konu með þitt hugarfar. Heinriilislíf er þér ekki mjög að skapi, en þú sættir þig við það, svo lengi sem þér leiðist það ekki. Þér þykir gaman að bjóða fólki heim, og þú sérð vel um heimili þitt. Þú hefur gaman af öllu skrauti, og sennilega er heimili þitt búið eftir nýj- ustu tízku. Þú hugsar meira um, hvað heimilið gefur þér en hvað þú gefur því. Oft van- rækir þú heimili þitt og fjölskyldu, til að fullnægja þínum eigin óskum og duttlungum. Ef þér finnst ábyrgðin leggjast of þungt á herðar þínar, ertu vís til að pakka niður og fara. VINÁTTA Það er erfitt að ímynda sér þig einsamla — enda skeð- ur það ekki oft. Þú vilt hafa fólk í kringum þig. Þú átt marga vini og fáa óvini. Fólki líður vel í návist þinni. Þú krefst heiðar- leika í vináttu og gleymir seint ranglæti, sem þér er sýnt. Þú þolir illa að sitja kyrr og vildir helzt vera á mörg- um stöðum i einu. Vinum þínum finnst þú fjörug og erfitt að átta sig á þér. Þú dáist að fólki, sem kann að nota gáfursínar, og um- gengst helzt þannig fólk. Þú ert lífið og sálin í sam- kvæmum, fyndin og fjör- ug. En þótt þú sért vinsæl, áttu erfitt með að standast gróusögur. Stundum seg- irðu meira en gott þykir. Þú talar mikið um fólk, bæði vel og illa, og þetta kemur stundum niður á vinum þínum. ÁSTIR Þú þráir ást, en þér mis- tekst oft að finna hana. Þótt þú sért fljót að eign- ast vini, ertu jafnfljót að verða leið á þeim. Þú vilt ekki binda þig. Þú hefur gaman af ástarævintýrum — vilt eiga þau mörg og sífellt breyta til. Þú hefur ekkert samvizkubit af að slíta sambandi, sem þú ert orðin leið á. Þú hefur gam- an af daðri og leggur lykkju á leið þina, ef þú hefur von um nýjan að- dáanda. Þú ert blíð og ást- rík að eðlisfari, en tilfinn- ingar þinar rista sjaldan djúpt. Þú ert ekki gersneidd stöð- uglyndi. Ef þú finnur réttan mann, geturðu orðiö afar ástfangin og verið honum trú. Þú ert ávallt reiðubúin að taka á þig þinn hluta af ábyrgðinni. HJÓNABAND Hjónaband er í þínum aug- um ævintýri. Ef þér finnst það of bindandi, hættirðu við það samstundis, en oft tekst þér að laga þig vel að því. Maki þinn þarf að vera rólegur og jafnlyndur. Þú átt erfitt með að gefa þig og gætir því valdið þeim manni vonbrigðum, sem byggist við einlægri ást og eilifri tryggð. Ef hann kann að meta fjör þitt og vakandi athygli, munuð þið bæði hafa gagn af samvistunum. Eiginmaðurinn, fæddur i þessu merki, þarfnastgóðr- ar konu, sem hefur sömu áhugamál og hann, er ekki of bundin heimili sínu og hefur gaman af tilbreyt- ingu. Hún má ekki taka daður hans við aðrar kon- ur of alvarlega. Hann er oft raunsær og mun komast vel áfram í lífinu, ef kona hans leið- beinir honum án þess að jagast í honum. Hann er vís til að fara að heiman, ef konan er ráðrík. Eiginkonan, fædd i þessu merki, er fyrst og fremst skynsöm kona. Hún er góður lífsförunautur þeim manni, sem ekki lítur ein- göngu á hana sem ráðs- konu. Henni er eðlilegt að halda áfram störfum sín- um eftir að hún giftir sig, einkum ef húnhefur mennt- azt. Starf hennar kann að taka mikinn tíma frá henni, og hún verður að vera nærgætin við mann sinn, svo að hann reiðist ekki vegna þessa. Hún verður að muna, að enginn getur þjónað tveim herrum. Hún er einnig daðurgjörn, og gæti eiginmaður henn- ar haft af þessu nokkrar á- hyggjur. Verndarhvöt hennar er þó of mikil til þess að hún leyfi ástar- ævintýri að komast upp á milli hennar og fjölskyld- unnar. Hún þolir illa ó- reiðu á heimili sinu og viil láta hlýða sér. Börn, fædd í þessu merki, eru sjálfstæð og vilja ekki afskiptasemi. Mikils virði er, að umhverfi þeirra sé rólegt. Foreldrar verða að vera skilningsrlkir og reiðu- búnir að svara öllum þeirra spurningum. Þau hafa ríkt hugmyndaflug og eru sl- fellt að, en það verður að kenna þeim að Ijúka við það, sem þau byrja á. Þau eru ákaflega fróðleiksfús og gera góðan greinarmun á réttu og röngu. 41

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.