Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 3

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 3
FRÁ OTGEFANDA Allt frá byrjun, og þó einkum síðustu vikur, höfum við fengið fjölda bréfa frá lesendum, þar sem þeir láta í Ijós álit sitt á blaðinu, koma með ráðleggingar, hrósyrði og gagnrýni. Einnig höfum við sjálf haft samband við lesendur og leitað álits þeirra. Náið samband við lesendur er nauð- synlegt hverju blaði, heldur því lifandi og forðar því frá stöðnun. Margar óskir og margvíslegar hafa komið fram, því að sitt sýnist hverjum hér sem annars staðar. Margar hafa beðið um framhaldssögu og sú ósk rætist í þessu blaði með sögunni Leik- brúðurnar sjö, sem mun birtast í þrem næstu blöðum auk þessa.Handavinnu vilja flestar konur, og munum við ekki vanrækja hana framvegis. Nýstárlegar mataruppskriftir frá ýmsum löndum heims munu birtast í næstu blöðum, auk þess sem þegar hefur verið hafinn undirbúningur að aukablaði um matreiðslu, sem mun væntanlega koma út fyrir jól. Anna Guðmundsdóttir, hús- mæðrakennari, annast ritstjórn þess blaðs. Fleiri aukablöð um ýms efni munu fylgja í kjölfarið Tilgangurinn með útgáfu þessara aukablaða er sá, að festa ekki HRUND um of í formi, en gefa okkur frjálsari hendur um efnisval. Nokkrar konur hafa gagnrýnt okkur fyrir of ríkulegar myndskreytingar. Einkum hefur verið bent á greinar okkar um þær Maríu og Gerði (HRUND 2 og 3). Því er til að svara, að oft segja myndir meira en ótal orð; hvernig er unnt að lýsa Maríu sem Ijósmyndafyrirsætu og listferli Gerðar, án þess að nota þá tækni, sem fyrir hendi er til myndprentunar? HRUND hefur þann kost fram yfir önnur íslenzk blöð, að blaðið er prentað með prentaðferð, sem gefur mjög góða möguleika til myndprentunar. Engu að síður verður að stilla myndskreytingum í hóf, og það mun verða gert. i þessu tölublaði HRUNDAR er m.a. fjallað um vandamál í samskiptum foreldra og unglinga. Blaðakona HRUNDAR, Silja Aðalsteinsdóttir, tók þessa grein saman. Hún fór á stúfana, ræddi bæði við fulltrúa foreldra og unglinga af báðum kynjum og reyndi að fá hreinskilin svör. Nýlega fréttum við að skáldið Þorsteinn Valdimarsson hefði ort Ijóð og samið lag til ungrar vinkonu sinnar. Okkur fannst það fallegt, og Pétur Þorsteinsson, Ijósmyndari, tók skemmtilega mynd af skáldi og þarni. Nini Björnsson er ung stúlka, sem býr í París og hefur lagt stund á teikninám. Hún var nýlega á ferð hér heima og talaðist svo til, að hún sendi okkur efni frá París öðru hverju. Hún sótti tízku- sýningar helztu tízkuhúsa Parísar í lok júlí og sendi okkur stutta frásögn og myndir, sem hún teiknaði sjálf. Næsta tölublað HRUNDAR kemur út í september, blaðið verður stækkað töluvert og fjöl- breytni aukin. MÁNAÐARLEGT KVENNABLAÐ - ÚTGEFANDI: HANDBÆKUR H.F Ritstjóri: Margrét R. Bjarnason, ábm. - Framkvæmdastjóri: Einar Sveinsson. - Blaöamaöur: Silja Aöalsteinsdóttir. Hönnun: Peter Behrens - Filmusett og offsetprentaö i Lithoprent hf. - Prentun á útsiðum: Myndprent hf. - Myndamót fyrir litprentun: Litróf hf. - Ritstjórnarskrifstofa: Lindargötu 48, simi 19645. - Sölu og auglýsingaskrifstofa: Tjarnargötu 14, sími 19400. - Verö: í lausasolu kr. 65.00, í áskrift kr. 55.00, greitt fjóröa hvern mánuð. Söluskattur innifalinn. EFNISYFIRLIT: 6 Audrey Hepburn Eftir Henry Gris. Frá U.P.I. með einkarétti á íslandi. 12 Leikbrúðurnar sjö Framhaldssaga eftir Paul Gallico. Teikning; Einar Hákonarson. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. 14 Hver eru helztu ágreiningsmál foreldra og unglinga ? Texti: Silja Aðalsteinsdóttir. Teikningar: Sigurður Örn Brynjólfsson. 18 París, 28. 7. ’67 Texti og myndir: Nini Björnsson. 20 Hann grciddi þcim lokka svo létt, svo létt... Texti: Silja Aðalsteinsdóttir. 22 Skáldið og barnið 24 Sitt lítið af Aröbum og matarsiðum þeirra Texti: Silja Aðalsteinsdóttir. 26 Velmegunarmein Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri, skrifar. 27 Búum heimilin okkar hlýlegum Ijósum Helga Egilsson leiðbeinir. 28 Ég elska þig 29 Frúarleikfimi Bára Magnúsdóttir sýnir og leiðbeinir. Ljósmyndir: Lars Björk. 31 Hvað segja stjörnurnar ? 32 Uppi í skýjunum ... Eftir Michael Caine. 34 Barnatízka 38 Þegar barnið er frábrugðið . .. Eftir Maríu Eiríksdóttur. 40 Tízka hinnar ungu Evu Ljósmyndir: Óli Páll. 42 I næsta blaði FORSÍÐUMYNDIN Forsíðumyndin að |x'ssu sinni er af Sigríði Garðarsdóttur. Sigríður er tuttugu og tvcggja ára, hcfur gagnfrxðapróf frá Akrancsi og var cinn vctur á Húsmxðraskóla Rcykjavikur. Hún vinnur nú í Herrabúðinni í Austurstrxti LJÓSM. OLAI l'R K. MAGNÚSSON 3

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.