Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 5

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 5
ídurskrifa Lesendur & Heiðraða kvennablað. Eg undirrituð hef fengið i hendur eintak af Hrund. Aðþvíniér skilst, er konum heimilt að láta í Ijósi sína skoðun, og sendi ég nokkrar uppástungur um efni i blaðið, svo sem, krossgátu, prjóna- útsaums- og heklumunstur, peim auglýsingum, er settar eru í blaðió, fylgi verð. Persónulega er ég ánægð með efni blaðsins og vona, að pað stækk.i baði ogfrikki er tímar líða. ?ts- V-irðingarfyllst Sigríður Sigurðardóttir Vaðbrekku, II fökuldalshreppi N - MúL Kvennablaðið Hrund. Mér hafa verið send tvö blóð af júníheftinu, og endursendi ég hér með annað. Þið fáið sennilega margar tillögur og óskir, og langar mig til að bœta par við, ef heegt vari að birta myndir frá íslen^kum heimilum; pau eru áreiðanlega svo mörg falleg og vistleg, að sómi er að. - Það er skemmtilegt að steypa ekki blaðið i fast form, en gera hvert blað tilbreytilegt, það vekur spennu og eftirveentingu hjá okkur, sem fáum að njóta peirra og lesa. Með ósk um gott gengi. Kata Gísladóttir Vatneyri Patreksfirði. Keera Hrund. Blaðið er reglulega ágeett beeði utan og innan. Meetti vera meira um handavinnu. Einnigfinnst mér nafn- ið eiga ágeetlega við um kvennablað, pað sem nafnið Hrund merkir kona. Þessi hugmynd um að senda okkur nöfnum þínum blaðið ókeypis finnst mérgóð. Eg vona, að pú eigir bjarta framtíð fyrir höndum og eigir eftir að koma út sem lengst. Hrund Hjaltadóttir. <^> 5$ & b <-> <^> 5$ s h <^> <^> 5$ ST s h <^> ST s & 5V idurskrifa Lesendur ,,Nú er gaman," sagöi einn kunningi minn, þegar ég mætti honum einn sólskinsdaginn á Austurvelli. ,,Nú ætla þeir að koma upp Mormónasöfnuði á Islandi. Getum við karlar þá ekki farið að stunda fjölkvæni? Það væri ekki ama . . . legt manneskja." Hann snarþagnaði og starði á unga stúlku, sem gekk framhjá - og fylgdi henni eftir, þar til höfuðið hafði farið heilan hring á herðum hans. ,,Þú ert kannski þegar búinn að finna þá fyrstu," sagði ég í stríðni. Kunningi minn er nefnilega ókvæntur, hefur víst aldrei getað gert upp á milli hinna fögru meyja, sem á vegi hans hafa orðið. ,,Ef til vill væri fjölkvæni lausn fyrir hann," hugsaði ég, en varð þó því miður að hryggja hann með því, að Mormónar leyfðu ekki lengur fjölkvæni. „Víst er það þannað," sagði hann, ,,en þeir stunda það samt." Svo sýndi hann mér blað, sem hann hafði verið að lesa, með langri frásögn af Mormónum í Utah. Þar sagði, að um 30.000 manns byggju í fjölkvænishjónaböndum og fjölkvæni færi stöðugt vaxandi, þrátt fyrir boð og bönn andlegra sem veraldlegra yfirvalda. Þar sagði einnig, að þá trúarleiðtogar Mormóna bönnuðu fjölkvæni um það bil árið 1890, lýstu þeir því yfir, að þeir hefðu fengið um það fyrirmæli frá Guði. En hluti Mormóna - svokallaðir Fundamentalist Mormónar - segja þetta eintóma vitleysu. Eina ástæðan fyrir því, að það var bannað, hafi verið ótti og uppgjöf við bandarísku stjórnina - en í Bandaríkjunum var fjölkvæni bannað með lögum árið 1862. Fundamentalist Mormónar stunda fjölkvæni og telja upphaflega trúarsiði skipta meira máli en reglur stjórnar og þings í Washington. Til þessa höfum við lítið þekkt til Mormóna nema af afspurn — og þá helzt, að þeir hafi á seinni árum orðið okkur hugstæðir vegna sögu Steinars bónda undir Steinahlíðum. Höfuðvígi þeirra er í Utah í Bandaríkjunum, þar sem þeir settust að árið 1847 eftir margra mánaða ferð yfir óbyggt og erfitt land. Þeir komu þangað 148 talsins, undir forystu Brighams Youngs, sem tekið hafði við leiðsögn þeirra að föllnum stofnanda trúflokksins, Josephs Smith. Þá áttu þeir að baki sautján ára sögu trúar- og stjórn- málabaráttu, mannfórna og klofnings. Búizt var við, að þeir myndu smám saman hverfa,- en svo fór ekki og nú eru þeir á aðra milljón talsins í Bandaríkjunum. Frá upphafi litu Mormónar á fjölkvæni sem sjálfsagt trúaratriði og m.a. þess vegna áttu þeir frá öndverðu við öfluga andstöðu að etja. Fundamentalist Mormónar, sem nú stunda fjölkvæni, halda mjöþ saman og halda hlífiskildi hver yfir öðrum, - og það furðulega er, að þeir njóta einnig þegjandi verndar annarra Mormóna. Ástæðan er sögð sú, að flestir Mormónar, sem komnir eru yfir miðjan aldur, eru fæddir og uppaldir í fjölkvænishjónaböndum. Nú verða menn að fórna ýmsu til þess að lifa samkværat þessum kenningum. Aðeins fyrsta kona þeirra er lögleg eiginkona og má sjást með þeim opinberlega — og menn neyðast yfirleitt til að halda einkalífi sínu algerlega leyndu fyrir starfsfélögum og kunningjum. Eitt er mjög svo athyglisvert við fjölkvænissiði Mormóna, að því er sagði í þessari grein. Maður getur ekki tekið sér aðra eiginkonu nema sú'fyrsta sé samþykk ráðahagnum. Þegar hann gengur að eiga konu nr. 2, beinir presturinn þeirri spurningu fyrst til konu nr. 1, hvort hún sé fús að gefa hinni hlutdeild í eiginmanni sínum. Síðan leggur hún hönd nýju konunnar í hönd mannsins síns og saman taka þau þrjú við blessun prestsins. Vilji maðurinn svo taka sér þriðju konuna, verða hinar tvær að samþykkja. Nærri má geta, að slíkt fyrirkomulag krefst mikillar óeigingirni af hálfu kvennanna - og líka góðs fjárhags mannsins. Ýmist er það svo, að allar konurnar búa undir sama þaki, eða hver í sinni íbúð-sem er auðvitað dýrara fyrir eiginmanninn, en talið auðveldara og öruggara fyrir konurnar, því að tæpast eru þær til- finningalausar blessaðar, þótt þær vilji lifa samkvæmt þessari grundvallarhugmynd trúarbragða sinna. Ólíklegt er, að Mormónar þeir, sem boðað hefur verið að vilji kristna Islendinga, séu úr hópi Fundament- alist Mormóna. En ekki er ósennilegt, að einhverjum finnist, eins og kunningja mínum, hugmyndir þeirra aðlaðandi. Það er aðeins hætt við því, að þær séu ill-framkvæmanlegar hér í fámenninu á Islandi. ,,Og ekki bara vegna fámennisins," sagði hann. „Sérðu ekki fyrir þér íslenzka konu sætta sig við að deila manninum sínum með annarri af fúsum og frjálsum vilja? Hér geta menn ekki einu sinni haldið framhjá, án þess að konurnar heimti skilnað eða heimild til hins sama.” „Að sjálfsögðu," svaraði ég, „og við skulum heldur ekki gleyma því, minn kæri, að eitt af vandamálum íslenzkra heimila er einmitt það, um þessar mundir, að mennirnir vinna svo mikið - verða víst að gera það til þess að geta uppfyllt kröfur heimilanna - að þeir hafa yfirleitt allt of lítinn tíma til þess að sinna börn- unum og eiginkonunni — einni eiginkonu, hvað heldurðu að þeir hefðu þá að gera með tvær eða þrjár. Satt að segja væri öllu nær að snúa þessu við." „Já, þarna er ykkur rétt lýst," sagði hann hneykslaður - og ætlaði að segja eitthvað meira, en í sama bili gekk aftur inn á Austurvöll stúlkan, sem hafði nær snúið hann úr hálsliðnum stundu áður. Hann varð aftur eins og flón á svipinn, og ég sá ekki betur en hann fölnaði — en kannski var það missýn í sól- skininu. En þegar stúlkan gekk framhjá okkur, sagði hann lágt. „Heyrðu - eigum við ekki að láta útrætt um Mormóna - við bendum þeim bara á frásögn Kiljans af því, hvernig farið var með Þjóðrek biskup á Þingvöllum. Ég sé þig seinna . . ." Þar með var hann þotinn — á eftir stúlkunni. Hvað síðan gerðist, veit ég ekki - en eitthvað hefur það verið, því að ég frétti fyrir fáeinum dögum, að hann hefði opinberað trúlofun sína og ætlaði að gifta sig eftir nokkrar vikur. /Tr/3?. 5

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.