Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 9

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 9
saga Audrey Hepburn ef til vill önnur. Til dæmis í sambandi við „Wait until dark.“ Mel hefur orðið: „Byrjunin var sú, að þeir sendu okkur leikritið og buðu okkur að setja það á svið á Broadway - og leika saman í því. Eg las leikritið yfir og hafði engan áhuga á að leika í því sjálfur. Allt í einu flaug mér í hug, að hvorugt okkar gæti leikið í því í New York, þar eð við yrðum þá að taka Sean til okkar, og það á svo mikilvægum tíma í lífi hans, þegar hann var að byrja í skóla. Við hefð- um orðið að vera það lengi í New York - að minnsta kosti eitt ár. Við gátum alls ekki látið Sean vera ár í New York - það kom ekki til greina. Eg bauðst síðan til að kaupa leikritið og gera úr því kvikmynd. Mér virtist líka, sem það ætti mun betur heima sem kvikmynd. En umboðsmaður minn, Kurt Frings, hringdi aftur og sagði, að við værum þrem dögum of sein, Jack Warner væri nýbúinn að kaupa það. Eg bað hann að hringja í Jack og spyrja hann, hvort hann hefði áhuga á að fá Audrey í aðalhlutverkið, þar sem hún væri hrifin af hugmyndinni, og leyfa mér að framleiða myndina. Svarið kom daginn eftir . . . „Nema hvað!“ Þá var það ákveðið." Sean litli átti sinn þátt í þessu máli. Hann er heppinn snáðinn sá. Þó megum við kenna honum um, ef móðir hans vanrækir leiklistina - og okkur - til að hugsa betur um hann. En Sean er lifandi sönnun þess, að kvikmyndastjarna geti líka verið móðir, þótt hins vegar sé aðeins til ein Audrey Hepburn. „Mér þykir vænt um gamla bóndabæinn okkar," segir Audrey. „Okkur líður svo vel þar. Nágrann- arnir eru yndislegir og vöktu yfir hverju fótmáli Seans meðan við vorum að heiman. Aður en við fórum komu þeir allir til að fullvissa okkur um, að honum væri óhætt í þeirra umsjá. Þeir skyldu jafnvel fara með hann til Lausanne í bíó. Fólkið í næsta húsi á litla stúlku á aldur við Sean, og þeim kemur mjög vel saman. Þetta er elskulegt og hjartagott fólk - þeirra heimur er orðinn okkar heimur.“ Andre Jacot, sýslumaður stað- arins, er á sama máli og aðrir íbúar þorpsins: „Við erum stolt af þeim.“ Tolochenaz er heldur dauflegt þorp, sem hefur fátt til síns ágætis annað en nafn, sem á máli landsbúa þýðir nokkurs konar útkjálki. „Farðu til Tolochenaz" þýðir: „Þú gengur ekki, farðu fjandans til.“ Oánægðir fótboltaunnendur æpa á lið sitt: „Þið leikið eins og bjánar frá Tolochenaz.“ Þorpið er á hálendinu, 20 km vestur af Lausanne. Ekki langt frá þjóðveginum milli Genfar og Laus- anne, en þó úr alfaraleið. Aðeins ein gata er í þorpinu, Route de Biere, þar sem hús Ferrer hjónanna er, umkringt háum steinvegg. Þar eru einnig tvær búðir, nýlenduvörubúð og grænmetisverzlun. Þorpið telur tæplega 500 sálir, mestmegnis bændur. Aldingarðar þeirra og víngarðar ná niður að Genfarvatni, sem er í kílómeters fjarlægð. Einnig búa þar nokkrir spánskir og ítalskir verkamenn, sem hafa flutzt þangað til að vinna á búgörðum og í verksmiðjum. Skólafélagar Seans litla eru því svissneskir, spánskir og ítalskir. Utlendu börnin tala eigið tungumál, en það veldur Sean engum vandræð- um. Fyrsta málið, sem hann lærði, var ítalska. Spænsku lærði hann, þegar hann var með foreldrum sínum á Spáni og er að auki farinn að tileinka sér frönsku. Hann skilur ensku nægilega vel til að vita, hvað foreldrar hans tala um, en móðir hans rekur ekki á eftir honum, aðallega vegna Ginu, barnfóstrunn- ar, sem hefur gætt hans svo að segja frá fæðingu og talar eingöngu ítölsku. ,,Það er nógur tími,“ segir Audrey til skýringar. „Sean vex upp í heimi margra tungumála og gerir sér glögga grein fyrir því, að fólk talar mismunandi tungumál. Þau eru fjögur töluð heima hjá honum, og hann tekur því sem sjálfsögðum hlut. Nú talar hann frönsku reip- rennandi og hefur þegar stærri orðaforða en ég. Við viljum, að franskan verði aðaltungumál hans, þar sem hann mun alast upp í frönskumælandi Sviss. Franskan er líka orðin honum tömust. Hvort sem við töluðum við hann á ítölsku eða ensku, svaraði hann á ítölsku. Núna svarar hann á frönsku, þegar hann er ávarpaður á ítölsku. Ég ætla ekki að hugsa um enskuna fyrr en hann er orðinn tíu ára, en þá verður hann settur í alþjóðlegan skóla, þar sem kennsla fer fram á ensku. Sá skóli er skammt frá heimili okkar.“ Skólinn er í Lausanne - það tekur aðeins 15 mínútur að aka þangað. „Hann mun vaxa upp með börnum af öllum þjóðernum og læra siði þeirra og tungur. Þar mun hann ljúka menntaskólanámi, en síðan ætlum við að senda hann á háskóla í Bandaríkjunum." Sean er amerískur ríkisborgari, eins og faðir hans, en móðir hans hefur enskt vegabréf. „Lengra fram í tímann höfum við ekki áætlað sem stendur." Heimur Audrey Hepburn snýst um litla ljóshærða drenginn, meira nú en nokkru sinni fyrr, þar sem hún getur líklega ekki eignazt annað barn. Hún missti fóstur skömmu eftir að töku „How to steal a million“ var lokið. Sean er henni eitt og allt. Meðan hún var í Hollywood hringdi hún alltaf einu sinni í viku - á sunnu- dögum - til Sviss. Hún rótaði í öllum bókabúðum í Hollywood til að finna hluti handa honum - póst- 9

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.