Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 14

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 14
þú hefur ekki verið kynntur fyrir?“ sagði Mouche ávitandi. „Og svo ertu nærgöngull þar á ofan. Hvernig líkaði þér, ef ég . . . ?“ Hún þagnaði um leið og það rann upp fyrir henni, að hún talaði við litlu veruna, eins og lifandi manneskju. Þó var það í rauninni ekk- ert undarlegt, því að hegðun brúð- unnar og hreyfingar voru svo eðlilegar — og jafnvel svipurinn á málaða and- litinu virtist breytast, þegar hann hreyfði höfuðið. „Mér væri alveg sama,“ sagði hann. „Öllum þykir gaman að tala um sjálf- an sig. Langar þig til að heyra ævisögu mína? Eg fæddist á tré á aðfangadags- kvöld . . Nú heyrðist skrjáf og stúlkubrúða birtist á sviðinu. Hún var með gullna lokka, stór, starandi augu og lítinn fýlulegan munn. Hún beygði sig og sveigði og var augsýnilega að athuga Mouche frá öllum hliðum. Síðan sagði hún: „Hamingjan góða, Rauðtoppur, hvar í veröldinni grófstu þessa upp?“ Litli brúðustrákurinn hneigði sig og sagði: „Ekki sem verst — eða hvað finnst þér?“ Stelpan æpti upp: „Je minn, Rauð- toppur, ekki finnst þér hún lagleg . . . Hún er ekkert nema skinnið og bein- in.“ Rauðtoppur sneri höfðinu þannig, að hann virtist hugsandi á svipinn. „Nú, ég viðurkenni, að hún hefur ekkert allt- of snotra fótleggi, Gigi, en hún hefur falleg augu, og það er eitthvað við hana,sem . . .“ „Sveitapía, ef þú vilt vita mitt álit, og áreiðanlega ekki jafn saklaus og hún sýnist," muldraði Gigi, krosslagði arm- ana og leit guðræknislega til himins. „Já,“ samþykkti Rauðtoppur. „Ur sveit er hún sannarlega — en þó, skil- urðu . ..“ Nú fannst Mouche nóg komið. Hún stappaði niðurfæti og hrópaði: „Hvern- ig vogið þið ykkur að standa þarna og tala um mig . . . Vitið þið ekki, að þetta er versti ósiður?“ Rauðtoppur varð hissa og áhyggju- fullur á svip og svaraði: „Almáttugur. Líklega er þetta alveg rétt hjá þér. Við höfum látið dálítið óhemjulega upp á síðkastið. Ef til vill þurfum við meiri aga. Af hverju reynirðu ekki að segja eitthvað ruddalegt við okkur?“ Gigi greip önug fram í fyrir honum. „Þú um það. Ég ætla ekki að vera hér og láta þessa fuglahræðu hrakyrða mig.“ Hún hvarf undir sviðið. Rauðtoppur horfði á eftir henni og hristi höfuðið. „Hún er alltaf jafn við- skotaill. En byrjaðu bara. Mér er alveg sama, þótt einhver móðgi mig.“ Mouche gat ekki annað en brosað. „Ég vil það ekki. Ég held, að mér líki vel við þig.“ „Er það satt?“ Rauðtopp tókst að setja upp svip undrunar og ánægju. „Þessu þarf ég að velta fyrir mér. Ég sé þig sijúnna kannski.“ Hanaþvarf, en þegar í stað kom í 14 ljós framhluti af rauðum ref, með langt, frammjótt trýni og hæðnislegt glott. Það var ósvífni í frökkum augunum en þó meiri frekja í röddinni. Um stund horfði hann gætiiega á stúlkuna — virtist síðan brosa undirförlu, fleðulegu brosi og sagði rámri röddu: „Halló, elskan!“ Mouche setti upp vandlætingarsvip. „Segðu ekki halló við mig,“ sagði hún stranglega. „Þú ert grályndur þorpari, ef ég þekki þig rétt.“ Refurinn sneri höfðinu og virtist nú særður. „Það er ég ekki. Ég get ekki að því gert, hvernig ég lít út. Komdu og sjáðu. Réttu fram höndina." Mouche kom nær kassanum og rétti feimnislega fram höndina. Það voru á- hyggjuhrukkur á fölu enninu undir ó- dýra hattinum, þó var hún hrifin. Ref- urinn gróf hökuna bllðlega í lófa Mouche og andvarpaði þunglega. „Þarna sérðu, hvort þú hefur ekki dæmt mig ranglega?“ Hann drap tittl- inga framan x hana. Mouche lét sér ekki segjast og mælti: „Ég er alls ekki viss um það.“ „Alveg eins og kettlingur," sagði refurinn ákveðinn og hjúfraði sig bet- ur að Mouche. Síðan bætti hann við. „Vandinn er sá, að það treystir mér enginn. Þú gætir treyst mér, er það ekki?“ Hún var að því komin að svara því til, að það dytti henni aldrei í hug, þeg- ar hann hreyfði höfuðið og leit upp til hennar. Munnur hans opnaðist og lok- aðist hægt. Vissulega var það þokan og dansandi skuggarnir, en Mouche fannst hún sjá svo mikla þrá — svo mikla löngun í traust á skarpleitu, gáfulegu andliti refsins, að hún varð óskiljan- lega hrærð, og hrópið kom beint frá hjarta hennar. „Ó, jú, það gæti ég.“ Hún var næstum búin að gleyma hvert hún hafði verið að fara og hvers vegna. Henni fannst það heldur ekkert skrítið, að hún skyldi standa þarna við brúðuleikhúsið og skeggræða við þenn- an þorparalega, litla ref. í heimaþyggð hennar hafði fólk ekki aðeins rætt við dýr merkurinnar og fuglana 1 trjánum, heldur líka við trén og lækina — og hvíslað leyndarmálum sínum og hjart- ans þrá að gráu steinstyttunum æva- fornu, sem stóðu, fullar huliðsdómi, innan um grösin á akrinum. Refurinn andvarpaði aftur. „Ég vissi, að ég myndi finna einhvern nógu sak- lausan einhvern tlma. Hvað heitirðu elskan ?“ „Marelle. En ég er kölluð Petite Mouche.“ „Litla flugan, ha? Ég heiti Reyn- ardo, J.L. Reynardo. Vinir minir kalla mig Rey. Hvaðan ertu?“ „Frá Plouharg við St. Brieuc." Refurinn lyfti höfðinu, gaf henni ill- kvittnislegt hornauga og hafði yfir gamalt máltæki: „Gættu þín á sofandi hundi, guðhræddum fyllirafti og Bre- tona.“ Mouche kippti að sér hendinni og hreýtti út úr sér: „Þegar refurinn pre- dikar, skaltu gæta gæsa þinna . . .“ Hr. Reynardo hló geltandi hlátri og færði sig upp að veggnum. „Það er töggur í þér stelpa, þótt þú sért mögur. Eruð þið ekki sammála, kunningjar?" Þessu síðasta var beint til verka- mannanna, sem lokið höfðu við að hlaða á vörubílinn og stóðu nú hjá og hlustuðu. „Hún stendur í þér gamli minn,“ svaraði einn þeirra glottandi. Refurinn gjammaði aftur og kallaði niður undir sviðið: „Hæ, Ali! Komdu upp augnablik og gáðu, hvort þú getur hrætt hana þessa.“ Efri hlutinn af gríðarstóru, úfnu, herfilega ljótu en þó elskulegu trölli reis upp og einblíndi á Mouche, sem starði á móti. Hún gat ekki að sér gert. Hr. Reynardo sá um kynninguna: „Þetta er tröllið okkar, Alifanfaron — kallaður Ali; Ali, þetta er Mouche — hún er dauðskotin í mér.“ Mouche ætlaði að svara með van- þóknun. „Það er ég ekki,“ er\ sá sig um hönd og ákvað að bíða og sjá, hvað úr þessu yrði. Tröllið virtist gera ör- væntingarfulla tilraun til að muna eitt- hvað og sagði loks góðlátlegri röddu: „Fi-fo-fe . . . nei nei fo-fe-fi — hvaða skrambi. Ég læri þetta aidrei.“ Mouche leiðrétti hann: „Fe-fi-fo . . .“ Ali kinkaði kolli. „Auðvitað. Og síð- ast kemur — fum. En þetta þýðir ekk- ert. Þú ert ekkert hrædd við mig — er það?“ Mouche fékk undarlegan sting í hjartað og fann, að það sló hraðar andartak. — „Ég er hrædd um ekki,“ svaraði hún. Tröllið sagði dapurt, „Kærðu þig kollótta. Ég vil í rauninni miklu held- ur vera vinur þinn. Þá geturðu klórað mér í höfðinu!“ Mouche strauk hlýðin heimska koll- inn, og Ali stundi af vellíðan. Enn einu sinni varð Mouche einkennilega hrærð — og enn hrifnari varð hún, þegar ref- urinn ýlfraði: „Mig líka,“ eins og barn sem hefur verið haft útundan. Hann kom þjótandi og hallaði höfðinu að öxl hennar. Beyglaður og skellóttur Citröen-bíll með farangursgrind á þakinu og stórt ferðakoffort fest aftan í, kom akandi út úr myrkrinu, og út úr honum klifr- aði furðulegt fyrirbæri í mannslíki. Þetta var eineygður negri í tötraleg- um einkennisbúningi Senegal-herdeild- arinnar, hrukkóttur, gamall maður með stórt andlit, glansandi skalla og fullan munninn af gulltönnum, sem báru betri timum vitni. Hann var með skítuga, hvíta dulu yfir blinda auganu, sem gerði ásýnd hans enn hræðilegri. En bros hans var barnslegt og sakleysislegt. Um háls hans hékk gítar. Hann leit á hópinn, skók höfuðið undrandi og flissaði. „Hverja hefurðu náð í núna, hr. Reynardo? Get ég ekki Frh. á bls. 36. Blaðamaður Hrundar ræðir við Jónínu Þorfinnsdóttur. hver eru helztu ágreiningsmál foreldra og unglinga ? HRUND lagði þessa sam- vizkuspurningu fyrir átta manneskjur: tvær mæður, tvo feður, tvær stúlkur og tvo drengi. Svör þeirra fara hér á eftir. JÓNI'NA ÞORFINNSDÓTTIR, húsmóðir og kennari: Ágreiningsmál milli mæðra og dætra eru að sjálfsögðu ákaflega mismunandi eftir einstaklingum og erfitt að gefa nokkuð al- mennt yfirlit um þau, nema höfð sé í huga reynsla annarra, ekki síður en sín eigin. Þótt vandamál aldursins 14—20 ára virðist erfiðari og víðtækari en annarra aldursskeiða, á það þó sannarlega við um þau, að lengi býr að fyrstu gerð. Óhætt er að fullyrða, að upp- eldi stúlkunnar fram að ferm- ingu hefur úrslitaáhrif á lausn vandamála hennar, þegar hún þroskast. Þótt mikilvægt sé, að rétt sé tekið á vandamálum unglings- ins jafnóðum og þau koma fram, er allt undir því komið, að sá grundvöllur, sem lagður hefur verið í bernsku, sé traustur. Þeg- ar í æsku verður að skapa svo öflugt samband gagnkvæms trausts og virðingar, að ekki bresti í sviptibyljum unglings- áranna, þegar allt er á hverfanda hveli í sálarlífi stúlkunnar. Hér er það raunar ekki móðirin ein, sem á hlut að máli, þó að eðlilegt sé, að hún eigi bezt með að fjalla um mál dætranna. Rann- sóknir hafa sýnt, að meira máli skiptir að foreldrarnir séu sam- hent og sammála um uppeldið, en hvort uppeldisaðferðin sé að öllu leyti rétt. Barninu er það mikill lærdóm- ur, hvernig foreldrarnir leysa á- greiningsmál sín. (Sumir for- eldrar skapa barni sínu slíkt heimili, að þar virðist aldrei vera um nein ágreiningsmál að ræða.) í augum dótturinnar þarf ástúð og tillitssemi að vera svo sjálf- sögð meginregla á heimilinu, að nauðsynlegur agi og ástríki, það tvennt, sem nútímaunglingurinn þarfnast mest, skapist af sjálfu sér. Þegar ágreiningur kemur upp á milli móður og dóttur, skiptir miklu, að móðirin geri sér jafnan grein fyrir þörfum dótturinnar og að dóttirin finni það og geti treyst því. Móðirin vill oft flaska á því, að vilja veita dótturinni eitthvað, sem hún hafði ekki sjálf á sínum tíma. Er það vís vegur til að glata trausti hennar. Hvort ágreiningur móður og dóttur er um klæðnað, skólanám, félaga eða eitthvað annað, er það dótturinni stuðningur að finna, að móðirin reynir að setja sig í hennar spor, vill henni vel og sýnir henni traust, hvetur hana til dáða og gleðst með henni á björtum æskudögum. ARI ÓLAFSSON, menntaskólanemi: All flestum unglingum finnst foreldrar sínir ekki gefa sér nógu mikið svigrúm. Unglingarnir vilja vera sjálfstæðir og öðrum sem minnst háðir. Helzta vandamálið er: Hvenær er unglingurinn fær um að ráða sér sjálfur? Sjaldnast ber foreldrum og börnum saman um þetta, og árekstrarnir, sem af þessu hljótast, geta síðan leitt til beinnar óvildar, eins og mörg dæmi sanna. Framfarir á flestum sviðum hafa verið svo örar síðasta manns- aldur, að lífsviðhorf og siðgæð- isviðhorf þau, sem æskan nú vex upp við, eru mjög ólík þeim, sem foreldrar hennar ólust upp við. Þetta tel ég vera helztu orsök á- greiningsins milli foreldra og unglinga. Að mínu áliti ættu unglingar að mótast í samræmi við eigin skapgerð og umhverfi, en ekki eftir því, sem tíðkaðist á ung- dómsárum foreldra þeirra. MARGRÉT BJÖRNSSON, húsmóðir: Ég held nú, að vandamálið sé alltaf það sama. Ég man, þegar ég var ung, að við krakkarnir vorum sögð löt og kærulaus, skemmtanafíkin og rallgefin. Við vorum engir englar í þá daga, en eldra fólkið virðist flest hafa gleymt því. Óróinn er sama fyrirbærið nú og þá, þótt hann komi kannski öðruvísi í Ijós. Við laumuðumst inn í rófugarða eða stálum hross- um — og okkur var líka kennt um alla skapaða hluti — nema þá helzt reimleika, sem auðvitað voru okkur að kenna líka! Nú æpa börnin á bítlahljómleikum. Fólk á að skoða betur í eigin barm, líta aftur og muna, hvernig það sjálft lét á unglingsárunum. Eina hættan er vínið. Það er það eina, sem fólk þarf að vera veru- lega hrætt við. Þetta litla fólk kann ekki með það að fara. Óp og ó- hljóð á hljómleikum eru saklaus og veita þar að auki útrás. Allir þurfa útrás til að geta orðið virðulegt fólk og góðborgarar. Alltaf var verið að spá því fyrir okkur í gamla daga, að við fær- um öll í hundana — þó kom- umst við öll til manns. 2000 ár- um fyrir Krist var jafnvel skrifað um spillingu ungdómsins, og þó stendur heimurinn enn. Upp til hópa eru unglingarnir sízt verri en þeir voru. En utan- aðkomandi breytingar hafa verið örar. Alls konar kvikmyndir eru sýndar unglingum í dag, sem ekki voru til áður. Þessi hraða breyting hefur aukið óróann. En unglingarnir eru frjálslegri og ófeimnari nú en áður í sam- bandi við breytingar gelgjuskeiðs- ins — stúlkurnar eru til dæmis ekki nærri því jafn feimnar í sam- bandi við tíðir, og áður var. Kennslu ætti að auka i kynferðis- málum í skólum, en gæta þess að hún sé í höndum valinna manna — jafnvel lækna eða hjúkrunarkvenna. STEINN HALLDÓRSSON, verzlunarmaður: Skemmtanir eru mikið ágrein- ingsmál. Krakkar eru farnir að skemmta sér allt of mikið 13 og 14 ára. Það er ekki gott að byrja svona snemma —- og ástandið fer sí-versnandi. Eina lausn þessa vandamáls er sú, að félagsstörf verði fjölbreyttari fyrir þetta ald- ursskeið, og skólarnir sýni meiri tilþrif en þeir hafa gert. Ágætt ráð væri að stofna góð félags- heimili í hverju hverfi bæjarins. Skemmtistaðir eru engir fyrir krakka yngri en 16 ára. Væri ekki hægt að hafa böll fyrir þau t.d. frá 8—11.30 á kvöldin? Þau geta hvergi farið — þess vegna fíflast þau á götum úti og stunda partý. Einnig ætti að skipuleggja ferða- lög og senda þá fullorðinn mann með. Hins vegar ættu líka að vera sérstakir skemmtistaðir fyrir krakka frá 18 til 21 árs — maður er farinn að hugsa öðruvísi á þeim aldri — þar sem væri vín- veitingarleyfi. Drykkjan mundi minnka við það, því að það er meira sport að drekka, ef maður má það ekki. Þarna ætti að banna krökkum innan 18 ára og hafa meiri hörku við heimt- ingu nafnskírteina en verið hefur. Drykkjan er orðin mikil, og krakkarnir eru sífellt yngri, þegar þau fara að reykja og drekka. Þau lesa og sjá á kvikmyndum hvernig þetta er í útlöndum og vilja fylgjast með. Ef þau vinna ekki sjálf, verða þau frefc á pen- inga heima fyrir. Foreldrar ættu að ræða meira við krakkana og taka stærri þátt í áhugamálum þeirra. En fæstir foreldrar geta samlagast nútímanum — klifa bara stöðugt á því, að allt hafi verið betra í gamla daga — sem ég stórefast um að hafi verið. Barneignir unglinga stafa í flestum tilvikum af því, að krakk- arnir vita ekki, hvað þau eru að gera. Kennsla í kynferðismálum er allt of léleg í skólum. Ef kenn- ararnir eru hræddir við að kenna þetta, gæti t.d. læknir komið og haldið greinargóðan fyrirlestur. Það yrði áreiðanlega vel þegið. Okkur er alltaf ofaukið — full- orðna fólkið skilur ekki æskuna. Aginn verður að vera, en skiln- ingur og agi ættu að fylgjast að. 15

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.