Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 29

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 29
FRUAR- LEIKFIMI Bára Magnúsdóttir leiðbeinir Kæri lesandi. Nú tökum við til þar sem frá var horfið og höldum áfram að fegra barminn. Æfing sú, sem hér fer á eftir, er létt og skuluð þið gera hana bæði á undan og á eftir þeirri, sem við fjölluðum um í síðasta blaði. Haldið handleggjunum eins og mynd 1 sýnir. Sveiflið síðan hægri handlegg aftur og látið vinstri hönd dragast eftir hægri handlegg (mynd 2), þangað til þið komið í þá stöðu, sem mynd 3 sýnir. Síðan sveiflið þið aftur í byrjunarstöðu Þannig sveiflið þið til skiptis, hægri, vinstri. Barmæfingarnar skuluð þið æfa saman, eins og áður var sagt. Það gefur betri árangur, ef æfingunum er raöað niður og þær gerðar skipulega. Nú snúum við okkur aó mittinu: Leggist beinar á gólfið, handleggir til hliðar í axlarhæð. Sveiflið hægri fæti upp í lóðrétta stöðu (mynd 4), síðan út á hlið yfir vinstri mjöðm í eins lárétta stöðu og þið getið (mynd 5). Sveiflið svo rösklega til baka í lóðrétta stöðu og síðan í gólf. Farið eins að með vinstri fót og þannig koll af kolli. Gætið þess vel að halda öxlum í gólfi og einnig sem mestum hluta baksins. Gerið æfinguna rösklega og með jöfnum hraða, teljið 1—2—3-4. Gerið þessa æfingu sex sinnum í senn, hvílið ykkur þá og byrjið síðan aftur. Æfinguna megið þið gera jafn oft og þið megnið, en aldrei sjaldnar en tvisvar.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.