Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 31

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 31
HVERNIG LÝSA STJÖRNURNAR ÞÉR? KRABBA- MERKIÐ 21. JÚNÍ — 20. JÚLÍ Meginregla: Heppileg störf: Vinnutilhögun: Helztu einkenni: Bezti eiginmaður: Bezta eiginkona: Stjörnurnar ráða: Nær er skinnið en skyrtan. Kennsla, verzlunarstörf, húshald. Hugsaðu meira um, hvort starfið hæfi þér, en hvort kaupið sé gott. Óframfærni og feimni, oft sjálfselska. Ást á því sem þú átt sjálf. Verndandi og hjálpsamur. Dugleg og atorkusöm, sem getur tekið stjórnina í sínar hendur. Lungu og magi. JÁKVÆÐIR Ef þú ert af sterkari gerð Krabbans, getur þú lært að hafa stjórn á tilfinningum þínum. Þú EIGINLEIKAR : hefur næman skilning á vandamálum annarra og getur gefið viturleg ráð. Hugmyndaflug þitt er auðugt, og þú átt auðvelt með að „finna á þér" hugarástand annarra. Ast þfn á heim- ili þínu þróast oft f sterka ættjarðarást. Þú ert venjulega mjög vanaföst, heldur fast við gamla siði og hætti. Þú ert hjartagóð, þolinmóð og reiðubúin að aöstoöa vini þfna og fjölskyldu. Kimnigáfa þín er skörp, en aldrei hefnigjörn. NEIKVÆÐIR Oft finnst þér Iffið erfitt og nennir ekki að reyna að bæta úr því. A stundum ertu kjarklaus EIGINLEIKAR: og veiklynd og elur þá á minnimáttarkennd þinni. Þú ættir að reyna að komast yfir feimni þína og verða hagsýnni. Þú þráir öryggi og finnur það oft í hjónabandinu. Þú dáir fortfðina og talar oft um góðu gömlu dagana. Þú vilt láta vernda þig og gæla viö þig og þolir illa allt andstreymi. Oft eru tilfinningar þínar yfirborðskenndar og snúast þá mest um daður og æsandi viðburði. Þú hefur áhyggjur af öllu milli himins og jarðar, einkum þó af framtíöinni, og hefur tilhneig- ingu til að velja hægustu leið úr hverjum vanda. Þú ert löt og skipuleggur sjaldan fram f tfmann. SKAPGERÐ: Þú ert tilfinninganæmari, mislyndari og viðkvæmari en annað fólk, og lætur miklu fremur stjórnast af tilfinningum en skynsemi. Þú hefur samúð með minnimáttar og ert afar örlát. Aðrir notfæra sér oft þessa eiginleika þína, þar sem þú átt mjög erfitt með að neita fólki um hjálp og ert of áhrifagjörn. Ef þú ert reitt til reiði, ertu fljót að fyrirgefa og erfir sjaldan lengi. En ef þú ert særð, getur þú orð- ið munnhvöss. Oft reynir þú að leyna feimni þinni og veiklyndi með grímu harðneskju og ráðríkis. Þú getur verið mjög þrjósk, einkum ef þú hefur sett þér fast markmið. Þú átt vanda til þung- lyndis og ert mjög áhrifa- gjörn. Siðgæðiskennd þin gæti veiklazt vegna þessa. Þú gerir mikið úr smá- munum, sem hafa komið þér í uppnám. Góðvild annarra örvar þig, en gagn- rýni hleður undir minni- máttarkennd þina. Þú hugsar of mikið um, hvað náunginn segir og hefur I slfellu áhyggjur af þvl, hvað sagt er um þig á bak. Eitt aðaleinkenni þitt er, hve heimakær þú ert. Þó hefurðu gaman af tilbreyt- ingu. Þú ert vanaföst og íhaldssöm I bezta skiln- ingi þeirra orða, en hefur einnig áhuga á öllu nýju. Þetta er ein af mörgum andstæðum I fari þínu. Þú ert einlæg og blfö og trúr áheyrandi þeirra, sem leita samúðar. Þú fyrirgef- ur flest, en menn skyldu gæta sín að særa þig ekki. Þú hefur gaman af tón- list og ert að eðlisfari mjög trúuð. Allur leyndardómur lifs og náttúru vekur mjög áhuga þinn. HEILSAN : Líkamlega er maginn þln veika hlið. Einkum er það eftirlæti þitt á sætum kök- um og sælgæti, sem or- sakar meltingartruflanir. Þú ert mjög móttækileg fyrir farandpestum og afar taugaveikluð. Heilsuleysi I æsku getur haft I för með sér veila líkamsbyggingu, en það ætti að lagast með fullum þroska. Áhyggjur, beiskja, ótti og þunglyndi hjálpast að viö að brjóta niður viðnáms- þrek þitt. Imynduð veik- indi þín geta orsakaö raun- veruleg veikindi. En ef verndarhvöt þin er vakin, getur þú sýnt mikiö hug- rekki og þolað miklar þján- ingar. Fólk fætt undir þessu stjörnumerki er sjaldan há- vaxið og á það til að fitna með aldrinum. Oft er það draumlynt og værukært. Nefiö er oft uppbrett og hörundið fölleitt. VINNAN : Þú hefur gott verzlunarvit, ert sparsöm, kæn, hyggin og forsjál. Þú ert betur fallin til andlegrar en lík- amlegrar vinnu. Að öllu, sem vekur áhuga þinn, gengur þú með oddi og egg og gleymir þá feimni þinni. Þú getur verið stjórn- samur foringi og kemur oft á óvart með röggsemi þinni. Oft hefur þú lokið verki áður en samstarfs- maður þinn veit, að þú ert byrjuð á því. Öll félagsstörf eiga afar vel við þig. Þú hefur gott lag á börnum og kennslustörf ættu þvi að falla þér vel. Þú hefur gott nef, eins og sagt er, fyrir viðskiptum og ferð oft meir eftir tilfinn- ingu en rökum. Hafiö heill- ar þig, sem og annar vökvi. Þú hefur listræna hæfi- leika og ættir aö þroska þá með þér. Þú ert ákaflega skyldu- rækin og trú yfirþoðara þlnum I einu og öllu. PENINGAR : Þú ferð vel með peninga sjálf og.þolir illa óheiðar- leik annarra I fjármálum. Þú ert hófsöm, ög þér er ijla við alla eýðslusemi. Þú ert oftast sú, sem hjálpar öðrum, en hefur þó á- hyggjur af peningum við og við. Reyndu að skapa þér örugga stöðu fjárhags- lega, án þess þó að reiða þig um of á hana. HEIMILIÐ : Þú ert mikil fjölskyldu- manneskja, heimakær og annt fjölskyldu þinni mjög. Heimili þitt er allur þinn heimur. Þú hefur mikla til- hneigingu til að safna alls kyns hlutum og geyma, og eru hirzlur þínar alltaf full- ar af þessu. Þú villt hafa heimili þitt fallegt og gerir mikið til að ná þvl marki. Þú ert róman- tlsk og villt finna öryggi og ást á heimili þínu. Vini þina viltu líka hafa i kring- um þig og ert sífellt að bjóða þeim heim. Þú eyöir lengri tfma heima en annað fólk og verður aldrei hamingjusöm, ef þú finnur ekki gæfuna þar. VINÁTTA: Þú vilt eiga marga vini og skipta oft um. Vinir þinir álita þig viðkvæma og ó- framfærna, en oft þráir þú tækifæri til að láta Ijós þitt sklna. Ef vinir þlnir van- rækja þig, verðurðu fýld og önug. Þig skortir oft gjálfstraust og vinir þínir verða stundum leiðir á að hlusta á raunasögur þlnar og áhyggjur. Þér þykir gaman að rifja upp liðna tlð með vinum þlnum. Þú hefur gott minni og gleymir seint gömlum kynnum. Innsæi þitt segir þér, hve- nær þú hefur fundið góð- an vin, og þú ert óhugg- andi, ef þú missir hann. ÁSTIN: Ástin er þér nauðsyn, eins og sólskinið blómunum. Þú ert ástrlk, trygg og fórnfús, þegar sönn ást er annars vegar. Oft er ástin þér þó stundargaman duttlungar, sem þú reyn- ir lltt að skýra. En þegar þú gefur hjarta þitt, er það fyrir fullt og allt. Sá, sem ást þlna fær, er þér eitt og allt, og þú gæt- ir átt í erfiðleikum með að finna mann, sem sam- ræmist háum hugmyndum þinum. Þvl verður þú oft fyrir vonbrigðum og ætt- ir ekki að setja markið of hátt. Þú ert eigingjörn og getur verið ráðrlk og afbrýði- söm. Ef þú ert ósammála ástvini þlnum, getur þú verið óskaplega þrá og stlf. Þrátt fyrir þetta verð- urðu fyrir miklum áhrifum frá þeim, sem þú elskar. HJÓNABAND: Hér er tækifæri til að stofna heimilið, sem þú þráir svo mjög. Heimili, sem er þér athvarf I amstri hversdagsins. Oft ræður þetta viðhorf þitt meiru um þá ákvörðun þlna að stofna heimili en tilfinningar þín- ar. Heimilisllf er þér eðli- legt og þú hlakkar til að gifta þig. Eiginmaðurinn, fæddur i þessu merki, er ekki auð- veldur I sambúð. Hann elskar heimili sitt, en er latur og ann hógllfi. Hann er oft eigingjarn og erfið- ur en yfirleitt trúr konu Binni. Eiginkonan, fædd I þessu merki, er blíð að eölisfari, og það á vel við hana að vera gift. Hún þarfnast verndunar eiginmanns og heimilis. Hún er vls til að tigna mann sinn og gæti oröið fyrir miklu áfalli, ef hann bregst trausti henn- ar. Hún er manni slnum stoð og stytta I lausn vandamála. Börn, fædd I þessu merki, eru mjög áhrifagjörn. Hug- myndaflug þeirra er rlkt, og þau dá önnur börn, sem þeim finnst sér fremri. Þau þarfnast skilnings og athygli. Þau vilja mjög láta á sér bera og vilja jafn- vel refsingu, ef hún færir þau inn I sviösljósið um stund. 31

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.