Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 36

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 36
LEIKBRÚDURN7TR SDð Frh. afbls. 14 skilið við þig í tvær mínútur án þess að þú farir að eltast við pils?“ Hr. Reynardo horfði útundan sér á svertingjann. „Heyrðu mig, Golo! Komdu með tíu franka peninginn, sem ég sá þig stinga undan, þegar þú gekkst um og safnaðir í kvöld.“ Svertinginn glotti, fullur aðdáunar. „Sástu það, hr, Reynardo? Það fer ekki margt fram hjá þér, það veit hamingj- an.“ Hann veiddi peninginn upp úr vasa sínum og lagði hann á borðið. Refurinn greip hann upp og sagði frómt: „Þú sérð, að það er eins gott, að einhver er heiðarlegur hér um slóðir. Golo, þetta er vinkona mín, kölluð Mouche. Við vorum að hugsa um að gifta okkur. Mouche, þetta er Golo, hann er hljómsveitin okkar.“ Mouche hristi hönd negrans hátíð- lega, en hann hneigði sig og bar hönd hennar hálfa leið að vörum sér, eins og hún væri drottning. Hr. Reynardo sagði hvasst: „Hættu þessu. Hún verður ímyndunarveik.“ Og við Mouche, „Meðal annarra orða, stelpa mín, geturðu sungið?“ Mouche svaraði: „Smávegis. En þú?“ „O, já,“ játaði hr. Reynardo. „Hetju- tenór. Og ég á vin, sem er góður bassa- söngvari. Við gætum orðið tríó. Heyrðu Ali, sendu Dok upp. Golo, leiktu eitt- hvað fyrir okkur.“ Tröllið hvarf, og í þess stað kom virðuleg mörgæs með nefklemmur. Refurinn kynnti hann sem Dr. Duclos, heiðursfélaga við háskólann. Mörgæsin hneigði sig og muldraði: „Minn er heiðurinn. Afsakið hátíð- legan klæðaburð minn. Ég var að koma úr kvöldverðarboði hjá forn- leifafélaginu.“ Golo hallaði sér upp að skældri hlið bifreiðarinnar og fór fingrum um gítar- inn. Svo sló hann tóninn og án frekari málalenginga heyrði Mouche sjálfa sig byrja á vinsælasta dægurlaginu í París um þessar mundir: Va t‘en, va t‘en, va t‘en! Je ne suis plus ton amant . . . Hún hafði ekki mikla rödd, satt var það. En rödd hennar var blíð og alvar- leg, eilitið hás og ung, og hún blandað- ist skemmtilega við ráma en ófalska tenórrödd Reynardos. A réttum stöð- um sló Dr. Duclos taktinn með djúpri bassarödd: „Pommm — pomm.“ Farðu burt, farðu burt! Ég er ekki lengur ástin þín . . . annar er kominn í þinn stað . . . Hljómlistin fullkomnaði töfrana, sem fjötruðu Mouche, og hún barst lengra inn i leyndardómsfulla veröld ímynd- unaraflsins — þennan undarlega hug- myndaheim, sem hún hafði gengið inn í út úr þessari ógnarnótt. Söngurinn náði einnig eyrum fólks- ins í kring. Spákerlingin hætti að ríf- ast við mann sinn, þau komu nær til að hlusta og sígaunaaugun glömpuðu i birtunni frá kyndlunum. Verkamaður- inn og vörubílstjórinn klöppuðu í takt við lagið. Leigubílstjóri, sem ók hjá, stöðvaði bílinn, lagði honum við gang- stéttarbrúnina og steig út. Nátthrafn- ar dokuðu við. Aðrir komu frá nær- liggjandi tjaldstæðum, þar sem þeir höfðu verið að ganga frá. Brátt hafði talsverður hópur fólks myndað hálf- hring kringum skítuga, litla brúðuleik- húsið. Þetta var harðgert og hrjúft fólk. Nóttin var köld, og það var orðið mjög áliðið. En fólkið lét einnig undan töfrum litlu, skrítnu, talandi brúðanna, tónanna og — nýja gestsins, sem hafði bætzt í hópinn — flækingsstúlkunnar. A þessari stuttu stund hafði orðið mikil breyting á Mouche. Örvæntingin var horfín og með henni deyfðin, sem hafði hvílt yfir henni. Það var jafnvel eins og horað andlit hennar og skín- andi, stór og blíðleg augun ykju á töfr- ana, þar sem hún, í slagtogi með undir- förlum, ástleitnum refnum og mont- inni, sjálfsánægðri mörgæsinni, lék er- indi dægurlagsins; sneri sér fyrst að öðrum þeirra og þá að hinum, eins og hún hefði i raun og veru skipt um elsk- huga. Þau luku Iaginu með hrópum og há- værum hljóm frá gítar Golos — og hlátur hans yfirgnæfði lófatak og hrifn- ingaróp áhorfenda. Mouche tók ekki einu sinni eftir því, þegar Golo teygði sig bak við kassann og náði í snjáðan tinhjálm, sem hann síðan gekk með milli fólksins. Ekki tók hún heldur eftir fögnuði hans yfir fjárupphæðinni, því að hún var niðursokkin í að horfa á hr. Reynardo og Dr. Duclos, sem hneigðu sig hvor fyrir öðrum með gífurlegum tilburðum. „Rödd þín var með afbrigðum hljóm- fögur í kvöld, minn kæri Reynardo." „Leyfðu mér að slá þér sömu gull- hamra, Duclos, vinur minn.“ Við Mouche sagði Reynardo: „ Veiztu hvað, ég gæti gert þig fræga, elskan . . .“ Og Dr Duclos bætti við drýg- indalega: „Trillurnar voru alls ekki slæmar hjá þér barnið gott. En, eins og ég segi alltaf, þá er það þindin, sem öllu máli skiptir . . Einhvers staðar niðri í kassanum hringdi bjalla. Hr. Reynardo gelti. „Kvöldmatur. Þykir það leitt. Gaman að hafa hitt þig stelpa mín. Komdu Dok.“ Refurinn og mörgæsin hurfu undir sviðið. Golo horfði á Mouche um stund döpru augnaráði gamals negra, sem margt hefur séð um dagana. Hann sagði: „Hver ert þú ungfrú?“ Mouche svaraði: „Engin, sem máli skiptir." „Þú færðir okkur gæfu.“ „Var það? Það'gleður mig.“ „Hvert ferðu núna?“ „Ég veit það ekki.“ Við spurningu hans fann hún aftur fyrir kulda næturinnar og troðinni jörðinni undir fótum sér. Ævintýrinu var þá lokið. Þó hljómaði bergmál þess enn í eyrum hennar og hjarta hennar var fislétt. Golo kinkaði kolli. Hann þekkti það af reynslu að vera heimilislaus. Hann sagði: „Fyrirgefðu, ungfrú, ég þarf að undirbúa brottförina.“ Hann gekk að bílnum og levsti leikhúskoffortið aftan af honum. Ein- hver hvíslaði „Pssst!“ við olnboga Mouche. Ein brúðan enn var komin upp á sviðið. Roskin kona með greini- legt yfirvaraskegg, hneyksluð á svip. Hún var í slopp með skýluklút á höfði og þurrku í hendinni, sem hún þurrk- aði sviðið með við og við. Þegar Mouche sneri sér að henni, leit hún fyrst laumulega til beggja hliða og á- varpaði hana síðan hvíslandi. „Treystu þeim ekki.“ Þegar í stað feyktist Mouche yfir í annan heim. „Ekki treysta hverjum?" spurði hún. „Treystu ekki neinum. Ég er full- orðin kona og trúðu mér, ég veit hvað ég er að segja.“ „En þau voru öll svo elskuleg . . .“ mótmælti Mouche. ”BÍLDUDALS” nicJvirsuöiiYÖi'iir oru bo/tar i ÍVröalacjlO 36

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.