Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 37

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 37
Winther þrihjól fást í þrem stærðum ÖRIMIIMN SPÍTALASTÍG 8 SlMI 14661 PÓSTHÓLF 671 „Hah. Einmitt þannig fara þau að því. Ég er frú Muscat, húsvörðurinn hérna. Ég veit allt, sem skeður hér. Þú lítur út fyrir að vera siðprúð stúlka. Það, sem ég gæti sagt þér . . . Þau eru hvert öðru verra, ef þú vilt hafa mín ráð, skaltu ekkert skipta þér af þeim.“ Mouche hafði aldrei vanizt því að hlusta á gróusögur, og frú Muscat var alveg eins og allir þeir húsverðir, sem hún hafði kynnzt. Samt fékk hún sting í hjartað, eins og sá fær, sem hlustar á vini sína baknagaða. „Þetta getur ekki verið satt . . .“ hrópaði hún. Golo gekk framhjá með koffortið á öxlunum. Hann nam staðar og sagði ávítandi: „Þú ættir ekki að láta svona lagað út úr þér, frú Muscat. Þau eru hreint ekki svo slæm — aðeins ung og ótamin.“ Við Mouche sagði hann hug- hreystandi: „Bíddu þangað til ég set hana í töskuna aftur. Þá þagnar hún. Frú Muscat rak upp hljóð við þessa hótun og hvarf í snatri undir sviðið, en Golo gekk bak við brúðuhúsið. I stað hennar kom að lokum ein brúðan enn — sjöunda brúðan — gam- all herramaður með ferhyrnd gleraugu í stálumgjörðum, húfu og leðursvuntu. Svipurinn, sem málaður var á andlit hans, var ýmist stríðnislegur og vin- gjarnlegur eða, ef hann hrevfði höfuð- ið, rannsakandi og blíðlegur. I fvrstu virtist hann horfa í gegnum Mouche. Svo sagði hann ljúfmannlega: „Gott kvöld. Ég heiti hr. Nichoias. Ég bý til og geri við leikföng. Barnið mitt, ég sé, að þú ert í vanda stödd. Að baki augna þinna eru miklu fleiri tár en þú hefur úthellt.“ Mouche greip um hálsinn — það hafði myndazt kökkur þar. Það var svo óralangt síðan nokkur hafði kallað hana barnið sitt. Hr. Nicholas sagði: „Kannski þú vildir segja mér frá því.“ Golo birtist aftur og sagði: „Segðu honum frá öllu, ungfrú. Hann er góð- ur maður. Allir, sem eiga vandamál, trúa hr. Nicholas fyrir þeim.“ Tár komu fram í augu Mouche og um leið var eins og eitthvað losnaði innra með henni. Þarna í flöktandi ljósbjarmanum við skítugt brúðuleik- húsið stóð hún og sagði lifandi tré- brúðu, sem hlustaði með athygli, sögu mótlætis og mistaka. Ævisagan streymdi af vörum hennar með átakan- legu sakleysi, því að hún hefði ekki getað sagt hana neinum manni. Þegar hún hafði lokið raunasögu sinni, sagði hr. Nicholas: „ . . . og svo ætlaðirðu að fleygja þér í Signu í kvöld.“ Mouche starði á hann steinhissa. „Hvernig vissirðu það?“ „Það var ekki erfitt að giska á það. En þú hefur einskis að leita á árbotn- inum.“ „En hr. Nicholas — hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Brúðan laut höfði, eins og í þungum þönkum andartak, og hélt örsmárri hendi um ennið. Svo lagði hann undir flatt og spurði: „Myndirðu vilja koma með okkur?“ „Koma með ykkur? Gæti ég það?“ Mouche fannst sem himnarnir opn- uðust og hún liti alla dýrð þeirra. Því að hún elskaði þau öll þegar, allar þess- ar fjörmiklu, litlu manneskjur, sem hver um sig hafði hrifið huga hennar eða togað í hjartastrengi hennar. Að lifa í ímyndaðri veröld að eilífu — flýja frá veruleikanum inn í þennan óviðjafnanlega hugarheim .... Hún teygði fram hendurnar til áherzlu og hrópaði: „Ó, hr. Nicholas! Viltu í al- vöru taka mig með þér?“ Brúðan varð hugsi um hríð og sagði svo: „Þú verður að spyrja Rauð- topp. Það cr hann, sem opinberlega stjórnar fyrirtækinu. Vertu sæl.“ Sviðið var autt all-langa stund. Þá heyrðist fjörlegt blístur — Rauðtopp- ur skoppaði spjátrungslega eftir svið- inu og horfði út í bláinn. Hann lét sem hann væri undrandi, þegar hann kom auga á Mouche, og sagði: „Ó — hæ, Mouche, ert þú hér enn?“ Stúlkan vissi ekki vel, hvernig hún átti að nálgast hann. Hann virtist vera í allt öðru skapi núna en áðan. Kannski var hann fljótur að skipta skapi. Hún herti upp hugann. „Hr. Nicholas sagði Rauðtoppur kinkaði kolli. „Já ég frétti af því.“ „Má ég koma með, gerðu það kæri Rauðtoppur?" Brúðan með áhyggjusvipinn leit á hana rannsakandi. „Þegar þú biður svona vel, er erfitt að neita . . . Það var þó altént ég, sem fann þig. En ef þú kemur með okkur, máttu ekki alltaf vera- að skipa mér fyrir verkum. Þú skilur það, að ábyrgðin hvílir þungt á mér.“ „Ó, nei . . .“ „En þú myndir sjá vel um okkur, er það ekki?“ „Ef þú leyfðir mér það . . .“ „Sauma á tölur og þess háttar?“ „Stoppa í sokka . . .“ „Við höfum enga fætur,“ sagði Rauðtoppur alvarlegur í bragði. „Það verðurðu að muna.“ „Þá gæti ég prjónað ykkur vettl- inga.“ Rauðtoppur kinkaði kolli. „Það væri indælt. Við höfum aldrei átt vettlinga. Þú fengir enga peninga, sjáðu til . . .“ „Mér er það eitt.“ „Allt í lagi . . . Þá máttu koma með.“ „Ó, Rauðtoppur!“ „Mouche!" Mouche vissi aldrei vel, hvernig það skeði, en skyndilega stóð hún þétt upp við sviðið grátandi af gleði. Rauð- toppur hafði lagt báða handleggi um háls hennar og klappaði henni blítt með litlu tréhöndunum sínum. „Ekki gráta, Mouche," volaði hann. „Ég ætlaði alltaf að taka þig með. Ég varð bara að látast vegna þess að ég er leikhússtjór- inn . . . Velkomin til Rauðtopps og fjölskyldu Kafteins Coqs.“ Undan sviðinu heyrðist hæðnislegt gelt refsins og skræk rödd Gigi, „Hvers vegna þarf hún að koma með okkur. Við höfum ekki einu sinni nóg handa okkur.“ Frú Muscat stakk höfðinu upp augnablik og krunkaði: „Minnstu þess, að ég aðvaraði þig.“ Ali reis upp og drundi: „Mikið er ég feginn. Það verður einhver að líta eftir mér, ég er svo heimskur. Klóraðu mér í höfð- inu . . .“ En Rauðtoppur varð allt í einu á- kveðinn. „Ekki núna. Við verðum að fara að koma okkur af stað. Golo .... GOLO, hvar ertu?“ „Hérna, húsbóndi litli.“ Negrinn kom gangandi fyrir hornið á kassan- um. „Mouche ætlar með okkur. Finndu rúm fyrir hana í bílnum.“ Negrinn hrópaði: „Húrra, það var mikil gæfa fyrir okkur. Ég skal koma henni fyrir í bílnum." „Komdu svo aftur til að ganga frá leikhúsinu." „Já, húsbóndi litli, ég skal gera það. Komdu með mér, ungfrú, ég skal sjá um þig.“ Hann tók tösku Mouche, fór með hana að bílnum og kom henni fyrir í farangursgeymslunni. Síðan leit hann inn í bílinn. Aftursætið var falið undir fatalörfum, dagblöðum, landa- bréfum, brúðubúningum, bögglum, bjórflösku, hálfum brauðhleifi, áhöld- um alls konar, bensíndunki og öðru rusli. Golo reyndi árangurslaust að rýma til. „Það virðist ekki vera alltof rúm- gott hér, en . . .“ Mouche ýtti honum frá. „Þetta er allt í lagi, Golo. Ég lofaði Rauðtopp, að ég skyldi sjá um svona lagað. Það tekur mig enga stund að laga til.“ Mouche söng við vinnuna, „Va t‘en, va t‘en . . .“ ánægð á svip. En I hug- anum bjó hún til nýjan texta við lag- ið: „Farðu burt dauði! Þú ert ekki lengur vinur minn. Ég hef fundið nýjan vin, sem heitir líf. Honum verð ég ætíð trú . . .“ Hún rýmdi til á sætinu og settist. Síðan braut hún fötin saman og landa- bréfin, vafði bréfi um brauðið og pylsubita, sem hún fann, gekk vel frá búningunum, svo að þeir óhreinkuð- Frh. á bls. 39. 37

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.