Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 39

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 39
Hvernig kennum við barninu að þekkja stafina. Gott er að nota 20 cm stór pappaspjöld með stöfunum á. Einnig stafi úr krossviði í fallegum litum, sem börnin geta handfjatlað. Hér á landi hafa plaststafir verið fáanlegir. Leyfið barninu að klippa út stóra stafi um leið og það hefur vald á skærum. Síðan má það leggja stafi eða smáhluti á stóra fyrirmynd af viðkomandi staf. Það gefst oft vel að búa til stafi úr sandpappír og láta barnið strjúka eftir þeim með fingrinum. En áður en barnið klippir út stafina þarf auðvitað að kenna því að klippa. Látið barnið hafa oddlaus en beitt skæri og æfa sig á renningum. í fyrstu þarf að halda fast í renninginn á móti, barnið klippir fyrst alltaf á ská en með aukinni æfingu lærist því að klippa beint. Loks lærist því að klippa eftir strikaðri línu. Næsta skref er að klippa myndir úr dagblöðum, síðan stórar dúkkulísur eða annað sem krefst aukins þroska. Hvernið kennum við barninu að sauma? Við tökum pappaspjöld eða gömul jólakort og búum til göt með gatara, helzt 5 mm að þvermáli og höfum 1 cm bil á milli. Nú saumum við fyrsta sporið og hnýtum. Notum oddlausa nál. Léttast er að sauma upp og niður, þ.e. þræða. Þegar barnið hefur lært þetta vandlega er næsta skrefið að kenna því að sauma lóðrétt - „yfir“, - og skáspor. Förum hægt og krefjumst ekki of mikils af barninu í senn. Þá kemur þetta smám saman. Síðan má gata mynztur eða myndir á pappaspjöldin og láta barnið sauma þær út með þessum einföldu sporum. Hvernig kennum við barninu að flétta ? Við klippum um það bil 7x10 cm breiða mottu úr þvkku efni, brjótum hana til helminga, klippum síðan þversum í hana með l-§- cm millibili. Þá búum við til langa ræmu úr öðru efni, festum hana við annan endann og sýnum barninu aðferðina, upp og niður, undir - yfir. Þegar barnið er orðið leikið í því að flétta með einni ræmu má nota tvær og síðan þrjár eða jafnvel fleiri. Barnið getur síðan reynt að sauma ræmurnar við á röngunni. Vísur og söngvar hafa alltaf jákvæð áhrif á börnin og getur verið mjög heppilegt að grípa til þeirra öðru hverju til þess að hvíla börnin á verkefnunum. Munið að erfiðið er ekki til ónýtis, að með þolinmæði er hægt að ná dýrmætum árangri, sem bæði verður ykkur sjálfum og börnunum til mikillar gleði. Boð og bönn. Börn á þessu stigi hafa ekki öðlazt dómgreind, en það er skylda okkar að kenna þeim frá upphafi muninn á réttu og röngu. Við reynum að gera barninu skiljanlegan muninn á því góða og vonda, muninn á góðum manni og vondum, muninn á ljótu og fallegu. Þetta er ákaflega mikilvægt, því að barnið trúir í einlægni því, sem því er kennt. Það getur líka verið mikil hjálp að kenna barninu að þekkja kærleika Krists- það getur vakið með því ómetanlegt traust að vita að einhver æðri máttur haldi yfir því verndarhendi, elski það og gæti þess, jafnt þótt móðir og faðir séu hvergi nærri. Það hefur líka góð áhrif á börn að kenna þeim þakkláts- semi og hógværð - kenna barninu að þakka Jesú fyrir t.d. matinn, úlpuna sína, skóna og þar fram eftir götunum, hluti, sem barnið þekkir úr sínu næstu umhverfi. Þannig er auðveldara að koma barninu í skilning um kærleika Krists en með því að kenna því sálma eða bænir, sem það hefur ekki þroska til að skilja. Hér skal aðeins minnzt á eitt dæmi um barnslega trú og áhrif þau, sem kristin siðfræði getur haft á uppeldi barnsins. Eitt sinn hafði lítill drengur nýlokið við að fara með vers, er honum hafði verið kennt, þegar hann reiddist leikfélaga sínum og tók að grýta leikföngum og öðru tiltæku í gólfið. Bænin var gleymd og reiðin réð í huga barnsins. I stað þess að ávíta drenginn gekk kennari hans að töflunni og teiknaði á hana mynd af barni, smáhlutum á víð og dreif á gólfinu og þar hjá mynd af grátandi engli. Síðan tók hann drenginn í fang sér og benti honum á mvndina á töflunni, talaði við hann rólega og blíðlega um þau vonbrigði, er slík hegðun ylli englinum. Smám saman róaðist drengurinn og skildi, hvað kennarinn var að segja. Hann vatt sér úr fangi hans og fór að tína upp af gólfinu. Þegar hann hafði sett allt á sinn stað, leyfði kennarinn honum að þurrka burt tárin, er engilinn á töflunni hafði fellt hans vegna. Að svo búnu breytti kennarinn svip engilsins svo, að hann sýndist brosa og þá varð drengurinn glaður. Þessi litla teikning á töflunni og rólegar fortölur kennarans höfðu án efa meiri og varanlegri áhrif á litla drenginn en höstugur málrómur og skammir hefðu haft. María Eiríksdóttir. LEIKBRÚÐURN7TR SJ0 Frh. af bls. 37. ust ekki og þvoði og hreinsaði gamla bílinn, sem átti að verða heimili henn- ar í framtíðinni — ásamt Rauðtopp, Reynardo, Ali, frú Muscat, Gigi, Golo og öllum hinum. Hún var svo gagntekin töfrunum, að hún hugsaði aldrei til hans, sem einnig yrði þar . . . ósýnilega manns- ins, sem stjórnaði brúðunum sjö. Þegar hún hafði lokið verkinu, var það aðeins bensíndunkurinn, sem þvældist fyrir henni. Hún steig út úr bílnum til að spyrja Golo ráða. En þótt hún kæmi auga á hann þarna rétt hjá, gat hún hvorki kallað né talað, svo einkennileg og illsvit- andi var sú sjón, sem mætti augum hennar. Brúðuleikhúsið var horfið og með því allir þess yndislegu íbúar. Eftir var hrúga af plönkum, striga, vaxdúk og kössum, sem Golo var að ganga frá með æfðum handtökum. Engin brúð- anna var sjáanleg, þær sváfu sennilega í koffortinu, sem stóð hjá. En það logaði enn á gaskyndlinum, og upp við hann stóð maður, sem Mouche hafði ekki séð áður. Hann var í grófum baðmullarbuxum, vinnu- skóm og rúllukragapeysu undir göml- um, lúnum jakka. A höfðinu var hann með derhúfu og vindlingur hékk frá vörum hans. I flöktandi skininu var erfitt að geta sér til um aldur hans, en svipur hans var harður, kaldhæðnislegur og rudda- legur. Hann einblíndi á Mouche, og hún sá ljósgiampann endurspeglast í augum hans. Það var eins og köld hönd gripi um hjarta Mouche. Enga hlýju eða góð- mennsku var að sjá í svip þessa manns, sem hallaðist upp að staurnum með hendur djúpt í vösum. Augnaráð hans var fjandsamlegt og munnsvipurinn fyrirlitlegur. Mouche fann það á sér, að þetta var brúðuleikhússtjórinn, maðurinn, sem stjórnaði og talaði fyrir litlu verurnar, sem höfðu töfrað hana svo gersamlega. Þó fylltist hún skelfingu. Eitt andartak óskaði hún þess jafnvel, að þetta væri ekki hann, heldur einhver annar, verka- maður frá tjöldunum í kring eða venju- legur flækingur. Golo rétti úr bakinu, leit á þau til skiptis, þögla manninn og skelfda stúlkuna, og kynnti þau hátíðlega, eins og þau hefðu aldrei sézt áður — eins og maðurinn hefði ekki getað litið í gegnum tjaldið, sem hann sat á bak við meðan hann gæddi brúðurnar lífi, og skoðað hvern drátt í andliti stúlkunnar og hverja línu magurs lík- amans. „Ungfrú Mouche, þetta er kafteinn Frh. á bls. 42. 39

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.