Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 42

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 42
LEIKBRÚÐURN7TR SDð Frh af bls. 39- Coq,“ útskýröi Golo, sneri sér því- næst að manninum, sem hafði ekki hreyft sig. „Kafteinn, þetta er ungfrú Mouche. Rauðtoppur fann hana á gangi í myrkrinu, aleina og grátandi. Hann stöðvaði hana og talaði við hana. Svo komst hr. Reynardo að því, að hún syngur anzi hreint laglega, og hr. Nicholas kom og spurði, hvort hún vildi ekki koma með okkur, eftir að gamli kjaftaskurinn hún frú Muscat hafði reynt að spilla fyrir. Svo sagði Rauðtoppur, að. það væri í lagi, að hún kæmi með. Eg held, að það verði okkur öllum til góðs.“ Hann þagnaði, ánægður með sjálfan sig. Golo var sannfærður um, að litlu brúðurnar hugsuðu sjálfstætt og brúðuleikstjór- inn væri alls óvitandi um, hvað þær sögðu og gerðu. Mouche hafði verið fjötruð sömu töfrum, og návist þessa manns rugl- aði hana, skelfdi hana og kom enn meira róti á tilfinningar hennar. Kafteinn Coq sleit augun af Mouche, leit á Golo og hreytti út úr sér: ,,Nú jæja, við hverju býstu af mér? Hvað sagði Rauðtoppur þér að gera?“ „Að ganga frá dótinu og koma því fyrir á bílnum, herra kafteinn . . .“ „Haltu því þá áfram. Þú skalt aka, ég ætla að sofa dálitla stund.“ „Koma dótinu fyrir — allt í lagi, herra . . .“ Golo tók upp þunga bagg- ana, en var seinn á stað með þá. Kaft- einninn gelti: „Afram með þig!“ og hjálpaði til með sparki. Golo hvorki hrópaði né mótmælti. Mouche hélt, að hún myndi deyja úr skömm og sorg, þegar negrinn reyndi að skjóta sér undan högginu, eins og dýr — eða maður, sem hefur lært af reynslu, hve fánýtt það er að berjast gegn grimmd heimsins. Veruleikinn, kaldur sem nóttin, gleypti Mouche. Persónuleiki og harð- neskja mannsins var jafn beizk og fýl- an frá kyndiinum fyrir ofan höfuð hans. Hann leit aftur á Mouche og beindi nú máli sxnu í fyrsta sinn til hennar. Hann tók ekki vindlinginn frá vörunum, og hann hékk þar hreyfingarlaus meðan hann talaði, því að hann kunni þá list búktalara að tala án þess að hreyfa varirnar. „Þú þarna Mouche! Komdu hing- að.“ Hún var sem dáleidd. Viljalaus gekk hún hægt til hans. Þegar hún hafði numið staðar fyrir framan hann, renndi hann augunum yfir hana og sagði, eins og hann hefði lesið hugs- anir hennar enn á ný: „Þú þarft ekki að eyða samúð á Golo. Honum líður betur hér en honum myndi líða ann- ars staðar. Hlustaðu nú á mig . . .“ Hann þagnaði, og vindlingsglóðin glaðnaði eitt andartak. Mouche skalf. „Þú getur verið með okkur svo lengi sem þú hagar þér skikkanlega og hjálpar til við leikinn. Ef út af því bregður, sparka ég þér á dyr, sama hvað Rauðtoppur segir. Rauðtopp lík- ar vel við þig. Rey og Dr. Duclos virð- ast álíta, að þú getir sungið. Þetta barnalega jarm þitt kom út á mér köldum svita, en við græddum pen- inga á því, og allt annað skiptir minna máli. Farðu inn í aftursætið. Þú mátt fá brauð og pylsu, ef þú ert svöng, en láttu ekki heyrast í þér. Áfram gakk!“ Ef Mouche hefði haft töskuna hjá sér, hefði hún snúizt á hæli og flúið. En taskan var læst inni í farangurs- geymslunni, og hún líktist öðrum kon- um í því að geta ekki skilið við eigur sínar, hversu fátæklegar, sem þær ann- ars voru. Og að auki — hvert átti hún að fara? Ekki gat hún farið í ána lengur — þar sem álar og fljótakrabbar skriðu eftir botninum, eins og Rauðtoppur hafði sagt henni. Hálfblinduð af tárum sneri Mouche sér við og hlýddi honum. Hún heyrði dynki og skark fyrir ofan höfuð sitt, þegar Golo festi saman- brotið brúðuleikhúsið í farangurs- grindina á þakinu og batt koffortið aftan á bílinn. Kafteinn Coq kleif upp í framsætið, togaði derhúfuna yfir augun og fór að sofa. Bíllinn hélt af stað undir stjórn Golos, yfir brúna og stefndi í norður við Porte de Neuilly — í áttina að þjóðveginum til Rheims. Mouche kúrði sig niður í aftur- sætið, þurrkaði sér um augun og nart- aði í brauðið og pylsuendann. Henni tókst að Iáta huggast við þá staðreynd, að í koffortinu fyrir aftan hana voru allar litlu brúðurnar, sem hafði líkað vel við hana, öruggar og vel varðar gegn veðri og vindum. Og hún minnt- ist þess, að jafnvel kafteinninn sjálfur hafði talað um þær í þriðju persónu, eins og þær lifðu sjálfstæðu lífi. Rétt áður en hún festi blundinn, heyrði hún braka í koffortinu aftan á bílnum, og hún brosti, þegar hún hugsaði um Rauðtopp, beygðan af forstjóraáhyggjum, refinn lymskulega, en þó indæla, ógæfusama tröllið, fýlu- legu, ljóshærðu stelpuna, raupsama en vingjarnlega mörgæsina, mælska hús- vörðinn, sem innst inni var trúverðug kona, og hinn góðlega og væna við- gerðarmann brotinna leikfanga. Hún átti eftir að hitta þau öll aftur . . . ( Framh. í nœsta hlaði) PARÍS J ulie Christie er ung leikkona, sem þegar hefur getið sér afar góðan orðstír. Hún mun að minnsta kosti Reykvíkingum og Hafnfirðingum vel kunn fyrir leik sinn í kvikmyndinni ,,Darling,“ en fyrir þá mynd fékk hún hin efdrsóttu Oskarsverðlaun. I næsta blaði verður viðtal við hana og sagt frá leikferli hennar, stuttum en glæsilegum. Danski tízkuljósmyndarinn Gunnar Lar- sen, sem hefur aðsetur í París, mun á næstunni senda okkur tízkuljósmyndir frá ýmsum stöðum í heiminum. I næsta blaði vonumst við til að geta birt myndir af hausttízkunni frá París. R.osemarieÞorleifsdóttir er ung reykvísk stúlka, sem fyrir nokkrum árum hóf búskap með manni sínum, Sigtusi Guðmundssyni. Hún hefur nú i nokkur sumur rekið reið- skóla, og verður I næsta blaði sagt frá heimsókn þangað. HRUND 5 1967 42

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.