Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 3

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 3
FRÁ ÚTGEFANDA 3T\ HRUND hefur verið kynnt úti á landsbyggðinni í allt sumar. Hefur sú kynn- ing borið þann árangur, að nú telur HRUND 10 þúsund áskrifendur. Tals- verður fjöldi þeirra eru svonefndir reynsluáskrifendur; konur, sem ákváðu í byrjun að kaupa fyrstu fimm tölublöðin og sjá síðan til. Þetta fimmta tölu- blað er því síðasta blað í reynsluáskrift. Það er einlæg von okkar, að reynslu- áskrifendur haldi áfram áskrift, en við viljum minna á, að við teljum alla þá fasta áskrifendur, sem ekki tilkynna uppsögn nú. HRUND heimsótti í sumar unga Reykjavíkurstúlku, Rosemarie Þorleifs- dóttur, sem nú rekur myndarbúskap og reiðskóla ásamt eiginmanni sínum að Geldingaholti í Hreppum. Það er ánægjulegt að kynnast viðhorfi ungra borgarbúa, sem setjast að í sveit, þegar mest er rætt um flótta ungs fólks úr sveitunum. Ritstjóri HRUNDAR, Margrét Bjarnason, skrifaði um heim- sóknina, en Pétur Þorsteinsson Ijósmyndaði. Vigdís Jónsdóttir leiðir konur að þessu sinni um völundarhús slátur- og kæfugerðar, og verða væntanlega margar húsmæður hjálpinni fegnar. Nú í haust eru liðin 200 ár frá brúðkaupi Eggerts Ólafssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur að Reykholti. Eggert er eitt af eftirlætisbörnum íslenzku þjóðarinnar, og fer vel á því að minnast þessa merka og minnisstæða at- burðar að nokkru. Eins og fyrri daginn kemur HRUND út í seinna lagi. Þetta blað, fimmta tölublað í september, er töluvert stærra en fyrri blöð, og er því að nokkru leyti um að kenna, hve útgáfa blaðsins hefur dregizt. Athygli skal vakin á því, að ágústblaðið fellur úr, en í þess stað verður áskrifendum sent veglegt aukablað um matreiðslu í nóvember. ( nóvember fáið þið því, góðir áskrif- endur, tvö tölublöð í stað eins. Öll fyrirtæki, blaðaútgáfa sem önnur, þurfa að yfirstíga sína byrjunarörðug- leika. Þeir þyngstu á metunum hjá okkur hafa verið tæknilegs eðlis, en það er einnig ókleift að gefa út blað án verulegs fjármagns. Póstávísanir hafa verið sendar til áskrifenda, og viljum við biðja lesendur að greiða þær hið fyrsta. Framtíð blaðsins er undir því komin, að áskrifendur geri skil jafnóðum. (t&xfv- MÁNAÐARLEGT KVENNABLAÐ - ÚTGEFANDI: HANDBÆKUR H.F. Ritstjóri: Margrét R. Bjarnason ábm. - Framkvæmdastjóri: Einar Sveinsson. - Blaöamenn: Bryndis Schram, Silja Aðalsteinsdóttir og Vigdis Hansen. - Útgáfustjóri: Halldór Bjarnason. - Sölustjóri: Baldvin Albertsson. - Auglýs- ingar: Anna J. Sveinsdóttir. - Innheimta: Auður Gunnarsdóttir. - Hönnun: Teiknistofa Torfa Jónssonar og Péturs Behrens. - Filmusetning og offsetprentun: Lithoprent hf. Lindargötu 48. - Offsetprentun á kápu: Solnaprent h.f Kirkjusandi. - Hefting: Bókbindarinn hf. Suðurlandsbraut 12. - Ritstjórnarskrifstofa: Lindargötu 48 3. hæð símar 19645 og 17899. - Sölu- og auglýsingaskrifstofa: Tjarnargötu 14, sími 19400. P.O. Box 268 Reykjavík. - Verð i lausasölu kr. 65.00. Verð i áskrift kr. 55.00 hvert tölublað greitt fjórða hvern mánuð. Söluskattur innifalinn. Verð á áskrift til islendinga erlendis sama og innanlands, ef HRUND er send með sjópósti. HRUND SEPT. 1967 5 EFNISYFIRLIT: 6 Brúðkaupið í Reykholti. Myndskreyting: Sigurður Örn Brynjólfsson. 10 Leikbrúðurnar sjö, framhaldssaga eftir Paul Gallico. Þýðing Silja Aðalsteinsdóttir. Myndskreyting: Einar Hákonarson. 12 HABITAT ‘67 14 Heimur Julie Christie, eftir Henry Gris. Frá UPI með einkarétt á íslandi. 18 Slátursgerð eftir Vigdisi Jónsdóttur, skólastjóra. 20 Handavinna. Elsa G. Guðjónsdóttir leiðbeinir. 21 Frúarleikfimi.BáraMagnúsdóttirleiðbeinir. Ljósm: Lars Björk. 23 Picasso. 28 Reiðskóli Rosemarie. Texti: Margrét R. Bjarnason. Ljósm. Pétur Þorsteinsson. 34 Krukkur og kraftaverk, heimsókn á snyrtistofu Elizabeth Arden í London. Texti: Margrét Bjarnason. 36 Tízkan í London. Ljósm: Gunnar Larsen. 40 Hausttízkan í París. Ljósm. og texti: Gunnar Larsen. 46 Dansleikurinn, smásaga eftir Alexander Kielland. Myndskreyting: Peter Behrens. 49 Úr indvcrsku eldhúsi. 52 Stjörnuspá. 56 Gengið í búðir. Texti Edda Þórarinsdóttir. Ljósm.: Ingimundur Magnússon. 58 í næsta blaði. u R1 NH 11 i A FORSlÐUMYNDINA tók Pétur Þorsteinsson af einum nemenda á reið- skólanum, sem Rosemarie Þorleifsdóttir rekur í Vestra Geldingaholti. Blaðamaður og Ijósmyndari Hrundar heimsóttu skólann í sumar og segir frá þeirri heim- sókn á bls. 28. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.