Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 11

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 11
Rétt hjá var vatnsdæla, og hún gekk þangað til að þvo sér í framan. Kalt vatnið glöggvaði hugsun hennar. Þegar hún síðan klöngraðist yfir vírrúllur og tjaldsnúrurnar, sem héldu uppi næsta tjaldi, heyrði hún skyndilega kunnug- lega, ráma rödd segja, „Hæ, Mouche.“ Hún þræddi leið sína eftir götunni, sem markaðurinn stóð við. Þetta var hr. Reynardo. Brúðuleikhúsið, sem hún hafði aðeins séð við kyndlaskin kvöldið áður, var risið úr rústum. Það var skítugt í dagsbirtunni. En enginn vafi lék á því, að hr. Reynardo var glæsilegur rauður refur, þótt óskamm- feilinn væri. Hann flautaði á hana, opnaði ginið og spurði, „Varstu að þvo þér í framan, elskan?“ „Auðvitað,“ sagði Mouche og spurði svo snöggt, „En ert þú búinn að því?“ „Nei, en segðu það engum. Eg held, að enginn hafi tekið eftir því.“ Hann skauzt niður, og í stað hans kom upp Rauðtoppur með hundrað franka seðil í höndunum. Hann sagði: „O, halló Mouche. Svafstu vel?“ „Já, þakka þér fyrir. Það held ég.“ Það var eins og fargi væri létt af henni. Hér voru þeir, vinir hennar frá kvöldinu áður. Hve eðlilegt henni fannst að standa hér og tala við þá. Rauðtoppur skríkti. „Farðu og kauptu þér brauð og ost í morgunmat,“ og rétti henni seðilinn. „Það er brauðbúð neðar í götunni. Eg hef nóg með að skipuleggja sýninguna. Skilaðu afgangnum." Um leið og hún sneri sér frá, sagði einhver „pssst" að baki hennar. Hún leit við og sá þá hr. Reynardo úti í horni sviðsins. Hann gaf henni merki um að koma nær. Hún gekk til hans, hann teygði trýnið að eyra hennar og hvíslaði hásri röddu, „Það þarf ekki að vera neinn afgangur.“ „Hvað áttu við, Reynardo?" spurði Mouche. Refurinn skáskaut á hana augunum stríðnislega. „Kallaðu mig Rey. Allir vita, hvað allt hefur hækkað í verði. Segðu að morgunverðurinn hafi kostað meira og hirtu afganginn. En mundu, að þetta var mín hugmynd, stúlka litla. Við skiptum svo til helminga . . .“ Mouche skók höfuðið alvarlega, eins og hún væri að ávíta barn. „En Rey . . . Það er alls ekki heiðarlegt.“ „Ha, ha.“ gelti refurinn. „Kannski ekki, en það er eina ráðið til að hafa eitthvað upp hér. Segðu svo ekki, að ég hafi ekki gefið þér góð ráð.“ Þegar Mouche kom aftur með þrjátíu franka afgang, voru Rauðtoppur og Gigi á sviðinu. Litli strákurinn var að reyna að greiða hár hennar og hallaði undir flatt, áhyggjufullur og niður- sokkinn í verk sitt. Fáeinar hræður stóðu umhverfis og horfðu á. Rauðtoppur leit upp. „O, ertu komin, Mouche? Fékkstu þér morgunverð?“ Mouche svaraði kurteislega, „Já, þakka þér fyrir. Hérna er afgangurinn.“ Rauðtoppur kinkaði kolli annars hugar, tók við peningunum, hvarf undir sviðið með þá, en kom þegar í stað aftur og sagði, „Eg er að reyna að greiða hárið á henni Gigi. Það er allt f flækju.“’ Gigi hrein fýlulega. „Það er ekki satt. Hann meiðir mig.“ „Leyfðu mér að taka við,“ sagði Mouche. „Stúlkur eru miklu fimari við svona lagað.“ Rauðtoppur setti upp svip. „Karl- menn eru beztu hárgreiðslumeistar- arnir. . . .“ tilkynnti hann, en eftirlét Mouche þó greiðuna. Hún tók að greiða rólega úr úfinni hárkollu Gigi. „Ég vil fléttur,“ skipaði Gigi. „Ég er orðin dauðleið á að hafa hárið svona ofan í augu. Fléttaðu á mér hárið.“ „Auðvitað, Gigi,“ sagði Mouche róandi. „Svo skulum við vefja flétt- unum í hnúta við eyrun, eins og gert er á Bretonskaga." Ofeimin, eins og enginn væri þarna að horfa á, greiddi hún brúðunni, skipti hárinu og fór að flétta það, raulandi fyrir munni sér gamlan, bretonskan fléttusöng, sem mæður þar hafa sungið öldum saman við dætur sínar til að halda þeim í skefjum meðan á athöfninni stendur. Hann var svona: „Fyrst eitt og þrjú þá þrjú og tvö svo tvö og eitt nú eitt og tvö og þrjú og eitt °g tvö og eitt Lagið var tilbreytingarlaust og dá- leiðandi. Golo kom með gítarinn, fór fimum fingrum um strengina smá stund og lék síðan undir fyrir hana. Dr. Duclos kom í ljós með nótnablöð, sem hann las, alvarlegur á svip, gegnum nefklemmurnar og tók undir með bassarödd sinni, „pomm-pomm.“ Eftir örstutta stund hafði stór hópur hrif- inna áhorfenda safnazt í kringum kass- ann. Þegar Mouche hafði fléttað hárið og sett það upp í tvo hnúta, hurfu Gigi og dr. Duclos, og Rauðtoppur hóf að útskýra ganginn í leiknum. Hann sjálfur er ástfanginn af Gigi, en móðir hennar, hin fégráðuga frú Muscat, ætlar að neyða hana til að giftast dr. Duclos, sem er gamall en vellauðugur. Reynardo, vinur Rauðtopps, sendir tröllið Ali til að ræna Gigi, en refurinn svikuli er einnig í þjónustu dr. Duclos og lætur því tröllið stela frú Muscat, meðan hann sjálfur gælir við Gigi. An frekari undirbúnings drógu brúð- urnar Mouche inn í leikinn til að útskýra, vernda, ávíta, geyma sum leyndarmál og segja áhorfendum önnur. Einnig hafði hún aðskiljanleg hlutverk með höndum; hún var þjónustustúlka, einkaritari Reynardos, systir dr. Duclos og vinkona frú Muscat. Hún var snögg að laga sig að hlut- verkunum, en öðru fremur var hún fær um að gleyma sér algerlega og sökkva sér niður í atburðarásina. Hún trúði svo fullkomlega á litlu verurnar, að hún megnaði á sinn einstæða hátt að flytja þessa trú yfir til áhorfendanna. Með einu augnakasti, hláturhviðu eða við- kvæmum orðaskiptum við einhverja brúðuna, flutti hún áhorfendur úr köldum veruleikanum og inn í heim ímyndunaraflsins, þar sem venjuleg lög og reglur þessa heims gilda ekki. Frh. á bls. 22. 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.