Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 14

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 14
HEIMU Þegar ég hitti hana í fyrsta sinn, var hún á leið upp á stjörnuhimininn. Það var í Madrid, þegar hún lék í „Doctor Zhivago.“ Hún var þá yfir sig hrifin af þeirri veröld, sem skyndilega hafði viðurkennt hana. Hún var lífsglöð og kát og kallaði alla ,,félaga.“ Hún kallar mann ekki lengur „félaga.“ Hún er óskarsverð- launahafi og hefur fengið nýja ábyrgðartilfinningu. Og hún hefur þroskazt . . . Hún er ákafur aðdáandi leik- listarinnar og altekin leikástríðunni, eins og ólæknandi sjúkdómi. En þegar hverju ætlunarverki er lokið, dregur hún sig í hlé . . . inn í sína eigin veröld, þar sem hún er eingöngu kona. Hún hefur lært, að draumar eru góðir, svo langt sem þeir ná, en lífið er veruleikinn. Uppreisnin er á enda. Hendur Julie, grannar og fimar, voru önnum kafnar við prjónana. Hún hafði aldrei prjónað áður. Hún hafði tekið upp á því, vegna þess að „Eg átti prjónakjól, en mig vantaði belti við hann. Eg hugsaði með mér, að ég skyldi láta búa til belti handa mér. En skyndilega flaug mér í hug, að þetta væri nú bara belti - hamingjan góða, ég hlyti að geta búið það til sjálf. Svo prjónaði ég belti. Strax og því var lokið, byrjaði ég á öðru — og ég hef mjög gaman af þessu.“ Hún brosti með sjálfri sér. Andlit hennar var fölt og tekið. Handavinnan virtist þó róa hana. Hún hafði létzt mjög mikið upp á síðkastið, og á kvöldin var hún vön að rannsaka spegilmynd sína gaumgæfilega - og hrista síðan höfuðið - efins. Var þetta hún? Ekkert nema skinn og bein. „Julie er áköf og einlæg,“ sagði John Schlesinger, „og skapandi. Ég þarf ekki að hvetja hana til að einbeita sér - hún sér um það sjálf. Hún lifir sig inn í hlutverkin - leiklistin er henni ástríða, eins og hræðilegur sjúkdómur eða eiturlyf.“ Schlesinger stjórnaði töku myndarinnar „Far from the madding crowd,“ sem er byggð á sögu Tómasar Hardy. Sagan er um konuna Bathshebu Everdene og mennina þrjá, sem elskuðu hana. Julie leikur Bathshebu, vilja- sterku ungu konuna, sem í fyrstu vísar öllum hjónabands- tilboðum á bug, vegna þess að hún vill ekki vera nokkrum manni háð. Seinna verður hún ástfangin af laglegum Þessi grein er unnin úr tveim viðtölum, sem Henry Gris átti við leikkonuna Julie Christie. Það fyrra var tekið, þegar leikkonan vann að kvikmyndinni „Far from the madding crowd,“ í Englandi, hið síðara í Bandaríkjunum, meðan hún lék í myndinni „Petulia.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.