Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 18

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 18
SLÁTURGERÐ 1/igdís Jónsdóttir, skólastjóri, skrifar fyrir HRUND Þegar talað er um sláturgerð, verður mörgum húsmæðrum trúlega hugsað til þeirra erilsömu daga, sem sláturtíðinni fylgdu áður fyrr á öllum heimilum, Ársforði af hinum ýmsu sláturafurð- um var þá matreiddur og búinn til geymslu að haustinu. Varð að hafa hraðann á, þegar fylla þurfti mörg ílát og stór og ljúka því á svo stuttum tíma, að ekkert skemmdist, þótt tæki til kælingar og frystingar væru engin. Er von að í mikið þyki ráðist að búa til slátur, þegar menn sjá fyrir sér í huganum hóp kvenna yfir fullum þvottabölum af blóðmörshræru og mikla elda undir ofboð stórum pottum í hlóðaeldhúsi. Ekki ættu þó þvílíkar sýnir að vekja þær hugmyndir, að ókleift sé að fást við sláturgerð í híbýlum nútímamanna með þeim tækjum og mannafla, sem þar er völ á. Vel má búa til slátur, þótt ekki sé stefnt að því að fylla heilar ámur. Sláturgerð er ekki stórum fyrirhafnarsamari en mörg önnur matreiðsla, en auðvitað er vinnan því meiri sem stærri verkefni eru tekin fyrir. Slátur fæst tilbúið í matvörubúðum og er þægilegt að geta keypt einn og einn kepp, en þeir, sem á annað borð geta séð af dagstund, fá það mun ódýrara með því að búa það til sjálfir, Sláturgerð fer mis- jafnlega vel úr hendi, ræður þar mestu, eins og við aðra matreiðslu, að meðhöndla hráefnin rétt og gæta nákvæmni, svo að útkoman verði jafngóð í hvert skipti, en ekki heppni eða tilviljun háð. Hráefnið, sem notað er til sláturgerðar, blóð, lifur og mör, er flestum fæðutegundum viðkæmara, skemmist mjög fljótt nema það sé geymt í frosti. Er því bezt að vinna úr því um leið og þess hefur verið aflað, það er að segja: að búið sé að undirbúa verkið, þegar slátrið er tekið, svo að unnt sé að hefjast handa umsvifalaust. Uppskriftir segja til um hvaða efni þarf að nota, og með því að líta á þær og fara yfir verkið í huganum má af þeim ráða, hvaða áhöld þurfa að vera handbær. Ákjósanlegt er að hafa einhvern til aðstoðar við sláturgerðina, ef fjölskyldumeðlimir geta ekki sinnt kallinu, má vera að einhver í hópi kunningja eða nágranna vilji rétta hjálparhönd og miðla af reynslu gegn borgun í sama. Starfsmenn sláturhúsa annast fyrstu með- ferð innmatarins, aðskilja hann og verka að nokkru; hægt er að kaupa hreinsaðar vambir og sviðna hausa. Ef keypt eru heilslátur, fylgja þeim flestir ætir hlutar innmatar úr skepnunni: hjarta, litur, hálsæðar, þind, nýru, vömb, ristill og blóð; sviðin má kaupa með. Ekki íylgir annar mör en garnmör (ristill), því er bezt að kaupa með slátrinu mör, hæfilega mikinn í fyrirhugaða sláturgerð, og eina aukavömb f . rir hvert slátur. Ef hentugra þykir og tími er naumur, er ráðlegt að kaupa aðeins efni í blóðmör og lifrarpylsu, ekki endilega samtímis í hvort tveggja, Ef heilslátur eru tekin, er venja að byrja á að rekja ristilinn, hreinsa garnmör og leggja í kalt saltvatn, kalóna vambir - bezt er að gera það með þvi að dýfa þeim í sjóðandi vatn og skafa búa til blóðmör og lifrarpylsu, gera kæfu, sjóða svið og bræða mör. Allt þarf þetta að ganga fljótt, og óunnu matvælin verður að geyma í kulda og hreinu lofti meðan þau bíða. Nú skulu talin nokkur atriði, sem máli skipta við sláturgerðina: f. Blandið blóðið ekki mikið með vatni, slátrið verður við það lausara í sér og bragðdaufara. 2. Hrærið mjölinu vel saman við og nógu lengi, til þess að hræran verði vel samfelld. 3. Notið mör hóflega, ékki garnmör, hann rennur út við suðu. 4. Bezt er að nota vambakeppi utanum slátrið, þeir hiaupa við suðu og það verður þéttara og bragðbetra úr þeim en úr plastumbúðum eða léreftspokum. 5. Sjóðið slátrið þegar í stað, ef suðan dregst, skemmist það fljótt og verður holótt vegna gerðar í kornmatnum. 6. Sjóðið slátrið nógu lengi, suðan breytir bragði rúgsins. 7. Kælið slátrið snöggt, ef ekki á að borða það heitt, helzt í köldu, rennandi vatni. Geymsla í súr heppnast því aðeins vel, að völ sé á köldum og rakalausum stað fyrir súrmatarílát, frost skemmir súrinn, en í hita nær mygla og annar óheppilegur gróður yfirhöndinni. I jöfnum og stöðugum geymslu- kulda, þar sem hitinn fer ekki upp fyrir 10°C eða niður fyrir frostmark, getur súrmatur geymzt árlangt óskemmdur. Blóðmör og lifrarpylsa geta súrnað sjálfkrafa vegna sýru- myndunar í rúgnum, en betra er að láta vel súra skyrmysu á slátrið. Er ráð að afla hennar með fyrirvara, svo að hún sé orðin hæfilega sterk, þegar til á að taka, einkum þarf þess með, ef hún er ætluð á feit matvæli. Rétt er að geyma blóðmör innanum önnur súr matvæli, rúgurinn heldur við sýrunni og kemur í veg fyrir að þau fúlni, að öðrum kosti verður að skipta um sýru eftir þörfum. Svið, bringukollar, hvalur og annað kjötmeti leggja ekkert til sýru- myndunar. Allan mat, sem á að súrsa, skal sjóða mjög vel og kæla vandlega, áður en hann er lagður í sýruna. Auðvelt og gott er að geyma slátur í frysti. Það verður bezt gert með því að sjóða keppina í tvær stundir, kæla þá snöggt í rennandi vatni og búa um í loft og rakaþéttu plasti, tvöföldu. Ráðlegt er að hafa í hverjum böggli hæfilega mikið í eina máltíð. Allt, sem frysta skal, þarf að vera í frekar smáum eða flötum bögglum, og láta skal lítið inn í frystigeymsluna í einu. Því fljótari, sem varan er að gegnfrjósa, því betri verður árangurinn. Slátrið er sett niður í sjóðandi vatn beint úr frostinu og soðið í eina stund. Með þessu móti fæst fallegra og betra slátur úr geymslu, en ef keppirnir eru frystir hráir, því að kveikjuverkanir spilla þá oft bæði útliti og bragði matarins, ekki sízt ef slátrið er sent tilbúið um langan veg í frystihús og síðan heim aftur, orðið hálfþítt og skemmt, þegar það kemst í pottinn. í geymslu, þar sem kuldinn er -y20°C, geymist slátur ágætlega í 6-8 mánuði. Blóð og innmatur sláturdýra er mun fjöl- þættari að efnafari en kjöt. Einkum geymir lifur ríkulegan forða vítamína og steinefna. Hún er sér í flokki meðal fæðutegunda, vegna þess hve hún er auðug af nýtilegu járni. í blóði er sömuleiðis mikill járnforði, en hann kemur neytandanum ekki að fullu gagni. Mikið er af eggjahvítu hentugri til manneldis, bæði í blóði og lifur. Þegar svo við þetta bætast góðar og B-vítamínríkar korntegundir, sem notaðar eru við sláturgerð, verður slátur holl fæða. Vart fæst betur samsett máltíð en nýtt slátur með gulrófum eða grænmetisjafningi, þar eru valdar saman fæðutegundir úr jurta- og dýraríkinu, auðugar af verðmætum næringarefnum. Til eru margar uppskriftir af slátri með misjöfnum hlutföllum milli hráefnanna, sem í það eru notuð. Styðst þar hver við sína reynslu og smekk. Ekki er hægt að fastákveða hve mikið mjöl skuli nota, það er ekki allt eins, dregur m.a. i sig misjafnlega mikinn vökva, verður því að meta hverju sinni þykkt hrærunn- ar; ef blóðið er mikið vatnsblandað, þarf hræran að vera þykk, í h'tið blandað blóð þarf mun minna mjöl. Stundum eru notaðar rúsínur í blóðmör, sem borða skal nýjan, en söxuð fjallagrös í þann, sem á að sýra. 1 Utri blóð 2 dl vatn | matskeið salt 300 g haframjöl 400-500 g rúgmjöl 400-700 g mör Lambavambir. Hreinsið vambirnar, sm'ðið fimm keppi úr hverri auk vélindiskepps, saumið þá með grófri nál, notið frekar gróft bómullargarn, takið þétt í sporið, skiljið eftir vænt op, leggið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.