Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 30

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 30
Sigfús er lærður búfræðingur frá Hvanneyri, og að góðra bænda sið byrjaði hann á því að byggja yfir gripina og rækta. Nú hafa þau lausagönguf)ós fyrir fjörutíu kýr, góða hlöðu og hafa ræktað eina ellefu eða tólf hektara lands frá því þau hófu búskapinn. - Þetta var líkast eyðijörð, þegar við komum hingað, sagði Rose- marie þegar hún sýndi mér húsa- kostinn,- en hún er góð og gefur allmikla möguleika. Við höfum bæði mikinn áhuga á hestum og höfum í hyggju að leggja stund á hrossarækt eftir því sem efni og aðstæður leyfa. Næsta sumar ætl- um við að reyna að byrja að byggja íbúðarhús. Gamla húsið er frá 1924 og kalt, þegar hvasst er á vetruna, en á sumrin er það hlýtt og notalegt og gæti dugað mörg sumur ennþá. Kannski getur það orðið gistiheimili fyrir börnin - nemendur mína. Því að Rosemarie vill gjarnan halda áfram að reka reiðskólann á sumrin. Aðsóknin að skólanum er alltaf mikil og börnin ánægð, „sum koma aftur og aftur“ sagði hún- „og þau eru yfirleitt afskap- lega góð og viðráðanleg. Mig langar að halda þessu áfram ef ég get, - en verð þó sennilega að gera hlé næsta sumar meðan við erum í byggingunni.“ Rosemarie hefur sannarlega í mörg horn að líta og undravert hve allt var hreint og fágað hjá henni. Það er ekkert smáverk að sjá um hátt í tuttugu manna heimili. Sjálf eiga þau hjónin tvo litla drengi og nemendurnir á reiðskólanum eru yfirleitt allt að fjórtán talsins. - En ég hef nú mér til aðstoðar tvær indælar unglingsstúlkur og þetta er í fyrstu sinn, sem ég hef ekki ráðskonu, segir hún. - Ja, ég neita því kannski ekki, að það er stundum nóg að gera. En það gerir ekkert til og þetta hefur allt gengið vel til þessa. Henni er greinilega ekki fisjað saman þessari rólegu og blíðlegu stúlku með brúnu augun. — Og nú skulum við fara, segir hún - ég ætla rétt að vinda mér í peysu. — Stelpur kallar hún svo út í dyrnar, farið að leggja á klárana. Nokkrum mínútum síðar erum við allar komnar út og,ég fylgist með því, er Rosemarie hjálpar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.