Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 34

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 34
KRUKKUR OG KRAFTAVERK r> Það var einhverju sinni á næstliðnu vori að hingað til lands kom kona að nafni Anne Wilkie, sem hefur það starf að sjá um sölu á snyrtivarningi Elizabeth Arden í Evrópu og hlutum Afríku og Asíu. Hún var hingað komin til þess að hitta umboðsmenn fyrirtækisins á Islandi og kanna hvernig salan gengi. Þegar blaðamaður HRUNDAR hitti frú Wilkie að máli, var hún harla ánægð með dvölina „Eg verð hændari að Islandi með hverri ferð minni hingað,“ sagði hún og bætti við, að þetta væri í þriðja sinn, sem hún kæmi. Viðskiptin hefðu líka aldrei gengið betur, enda hefði hún nú fengið tvær dáindiskonur til þess að sjá um söluna fyrir sig. - Eg hef þá reglu, sagði hún, þegar ég leita mér að umboðsmönnum, að fara í allar snyrtivöruverzlanir á hverjum stað; koma þangað sem venjulegur kaupandi og kanna hvernig þar er umhorfs, hvernig afgreiðslan er og framkoma starfsfólksins. Síðan vel ég staðinn, þar sem mér finnst ég fá bezta fyrir- greiðslu. - Annars er það sannarlega ekki uppörvandi fyrir mig sem sölumann snyrtivarnings að ganga hér um götur, því að íslenzkar konur hafa alveg einstaklega fallega húð. Eg hef víst sagt það nokkrum sinnum áður, að þið megið sannarlega vera þakklátar fyrir regnið og þennan ferska svala vind. Þið eigið veðurfarinu hér áreiðanlega að þakka þessa fallegu húð og unglega yfirbragð. - A hinn bóginn verð ég þess einnig vör, að íslenzkum konum, - einkum ungum stúlkum, hefur farið töluvert fram í andlitssnyrtingu. Það er mikilsvert að þreifa sig áfram, gera tilraunir með sem fjölbreyttastar snyrtivörur og finna þannig, hvað bezt hentar manni á hverjum tíma. Frú Wilkie hefur farið víða um lönd vegna starfs síns og hafði frá ýmsu að segja. Samræður okkar snerust því um eitt og annað, allt frá þeirri merkiskonu, sem fyrst stofnaði fyrir- tækið Elizabeth Arden, verksmiðjum þess í hinum ýmsu löndum, skólum og snyrtistofn- unum - til þeirra vandamála, sem hvarvetna steðja að útivinnandi konum. Frú Wilkie er fædd og uppalin í Ástralíu, en stundaði háskólanám í hagfræði í London. Síðan giftist hún og bjó með manni sínum og tveimur börnum í Austurlöndum í mörg ár. Hún fór ekki að vinna úti, að ráði, fyrr en fjölskyldan var aftur flutt til Englands og börnin komin á legg. Nú segist hún ekki geta hugsað sér að hætta þessu starfi, - „en það er kannski ekki að öllu leyti gott að sökkva sér svona niður í starf utan heimilisins. Eg veit ekki nema konur verði þannig full sjálfstæðar, sem er ekki alltaf svo þægilegt fyrir eiginmennina, þótt þeim sjálfum sé það hollt.“ Þegar frú Wilkie kom hingað, hafði hún nýverið í Aden og þessa dagana bárust þaðan fréttir um stöðuga ólgu og hermdarverk. - Astandið er hræðilegt í Aden, sagði hún, - ég verð að játa að ég var ekki ýkja stolt af Bretum í Aden. Ég hef víða ferðast um í brezkum nýlendum og fyrrverandi nýlendum 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.