Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 47

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 47
um, að sennilega væri hún sú eina í löngu vagnaröðinni, sem skildi þessi ruddalegu ummæli. Hún fór að horfa á andlitin í kringum sig — og henni fannst hún þekkja þau öll. Hún vissi, hvað þau hugsuðu — hún vissi hvað gekk á í öllum þessum höfðaskara — og smám saman streymdu endurminningarnar að. Hún varðist eftir megni - en hún þekkti sjálfa sig ekki aftur þetta kvöld. Hún hafði ekki týnt lyklinum að leyni- skúffunni. Þvert ofan í ásetning sinn dró hún hann upp og minningarnar þyrptust inn í meðvitund hennar. Hún mundi, hve oft hún hafði sjálf — hálfvaxið barn - gleypt með gráðugum augum fínu frúrnar, akandi samkvæmis- klæddar á dansleik eða í leikhús. Hve oft hún hafði grátið beizkum öfundartárum yfir blómunum, sem hún þrælaði við að búa til handa öðrum. Hér sá hún sama gráðuga augnatillitið - sömu óslökkvandi hatursfullu öfundina. Og dökkbrýndu, alvarlegu karlmennina, sem virtu fyrir sér skrautlega vagnana með fyrirlitningu og ógnandi augnaráði — hún þekkti þá alla. Hafði hún ekki sjálf sem barn legið í skúmaskotum, stóreyg, og hlustað á tal þeirra um ósanngirni lífsins, valdagræðgi auðmanna og rétt verkalýðsins, sem hann þurfti aðeins að rétta út höndina til að öðlast. Hún vissi, að þeir hötuðu allt — allt frá velöldum hestunum og hátíðlegum öku- mönnunum til glansandi, fægðra vagnanna; en mest þó þá, sem sátu inni í vögnunum — þessar óseðjandi blóðsugur, og konurnar, sem báru meira gull en þeir gætu unnið fyrir alla ævi. Hún fylgdist með vagnaröðinni, sem mjakaðist hægt gegnum múginn — og annarri endurminningu skaut upp í huga hennar. Hálfgleymdri mynd frá skólatíð hennar í klaustrinu. Hún fór að hugsa um söguna af Faraó, sem ætlaði að fylgja Gyðingum eftir á stríðsvögnum sínum yfir Rauðahafið. Hún sá fyrir sér bylgjurnar, sem hún hafði alltaf ímyndað sér rauðar eins og blóð, mynda múr beggja vegna við Egyptana. Þá hljómaði rödd Móses, hann rétti hönd sína yfir vatnið — bylgjurnar skullu saman og gleyptu Faraó og alla vagna hans. Hún vissi, að múrinn, sem umkringdi hana nú, var viljugri og blóðþyrstari en bylgjur hafsins. Hún vissi, að það þyrfti að- eins rödd - einn Móses - til að koma þessu mannhafi á hreyfingu, þannig að það ylti fram, að blóðrauðum bylgjum þess skolaði yfir alla dýrð auðæfanna. Hjarta hennar barðist, hún hnipraði sig skjálfandi í eitt vagnhornið. En ekki af ótta - til að þau fyrir utan sæju hana ekki, því að hún skammaðist sín. í fyrsta sinn fannst henni hamingja sín óréttlát - eitthvað, sem hún þyrfti að skammast sín fyrir. Átti hún heima í þessu glæsilega farar- tæki - meðal valdaræningja og blóðsuga? Átti hún ekki heima í mannhafinu fyrir utan, meðal barna hatursins? Hálfgleymdar hugsanir og tilfinningar bærðu á sér og risu upp, eins og rándýr, sem lengi hefur verið fjötrað. Henni fannst hún heimilislaus gestur meðal glyssins, og hún minntist fyrri heimkynna sinna með djöfullegri þrá. Hún reif í dýrmætt kniplingasjalið. Það greip hana villt löngun til að eyðileggja - tæta eitthvað í sundur, — í sömu svipan beygði vagninn upp að hótelinu. Þjónninn reif dyrnar upp og hún gekk hægt niður þrepin, tiginmannleg, og brosti elskulega. Ungur aðalsmaður hljóp til og var sæll, þegar hún tók framrétta hönd hans — enn glaðari, þegar hann þóttist sjá óvenjulegan glampa í augum hennar — og í sjöunda himni, er hann fann handlegg hennar titra. Fullur stolts og vonar leiddi hann hana upp slétt marmaraþrepin. „Segið mér fagra frú. Hver var sú góða álfkona, sem gaf yður þá undursamlegu vöggugjöf, að allt fas yðar er svo sérstakt? Þótt ekki sé á annað minnzt en blómið í hári yðar, sem er eins og vætt ferskri morgundögg. Og þegar þér dansið, er sem gólfið gangi í bylgjum og lagi sig að sporum yðar." Greifinn var sjálfur harla undrandi yfir þessari löngu og velorðuðu lofræðu, því að hann átti annars ekki auðvelt með að tjá sig í samhengi. Hann bjóst líka við því, að konan fríða mundi láta hrifningu sína í Ijós. En hann varð fyrir vonbrigðum. Hún hallaði sér fram á svalariðið, þar sem þau stóðu og nutu kvöldkulsins eftir dansinn, og starði yfir mannfjöldann og vagnana, sem enn streymdu að. Hún virtist alls ekki hafa heyrt gullhamra greifans. Hins vegar heyrði hann hana hvísla eitt óskýranlegt orð: Faraó. Hann ætlaði einmitt að fara að barma sér, þegar hún sneri sér að honum. Hún tók eitt skref í áttina að salnum, nam staðar fyrir framan greifann og horfði á hann, stórum, undarlegum augum, sem hann hafði aldrei séð áður. „Ég held ekki, að það hafi verið nein góð álfkona — jafnvel ekki vagga — við fæðingu mína, herra greifi. En varðandi blómið í hári mínu og dansinn hafið þér verið býsna skarpskyggn. Ég skal segja yður leyndardóminn um fersku morgundöggina, sem vætir blómin. Það eru tár — herra greifi. Sem öfund og skömm, vonbrigði og angur hafa grátið yfir þeim. Og þegar yður finnst gólfið ganga í bylgjum, meðan við dönsum, er það vegna þess að það skelfur undan hatri milljóna." Hún hafði talað á sinn rólega hátt. Hún kvaddi vingjarnlega og hvarf inn í salinn. Greifinn stóð eftir, orðvana. Hann leit yfir múginn. Hann hafði oft séð slíka sjón áður, hann hafði sagt marga góða og marga slæma brandara um þessa ófreskju. En aldrei áður hafði hann fundið svo glöggt, að þessi ófreskja var sú hræðilegasta umgerð, sem hugsazt gat utan um glæsi- lega höllina. Ókunnar og óvelkomnar hugsanir sveimuðu um í huga greifans. Hann var hálf-ringlaður og viðutan. Það leið heill polki, áður en hann náði sér aftur. KARNABÆR TiZKUVERZLUN UNGA FÓLKS/NS HAUSTVÖRURNAR KOMNAR FRÁ LONDON PARÍS KAUPMANNAHÖFN VIÐ HÖFUM „TWIGGY' -UMBOÐ- IÐ - KJÓLAR DRAGTIR - BUXUR PILS. MIKIÐ ÚRVAL SKÓLASÍÐBUXUR. !pi PEYSUR - BLÚSSUR - SOKKAR DRAGT/R - KÁPUR - o. m. fl. ^ ALLT NÝJASTA TÍZKA BE/NT FRÁ TÍZKUMIÐS TÖÐ VUM YKKAR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.