Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 52

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 52
HVERNIG LÝSA STJÖRNURNAR ÞÉR? LJONS- MERKIÐ 21. júlí — 21. ágúst Meginregla: Settu ekki öll eggin þín i eina körfu. Heppileg störf: Leiklist og stjórnmál. Helztu einkenni: Sjálfstæði, þróttur, hreinskilni og sjálfstraust. Bezti eiginmaður: Ástríkur, umburöarlyndur og umfram allt stjórnsamur. Bezta eiginkona: Kvenleg, sem treystir fullkomlega á þig og gerir aldrei neitt rangt. Stjörnurnar ráða: Mæna, hryggur og hjarta. Litir Ijónsins eru gult. appelsínugult, rautt og gyllt. Tala Ijónsins er einn. Gimsteinar Ijónsins eru demantar og rúbínar. Sunnudagur er sá dagur. sem venjulega er tengdur merki Ijónsins. JÁKVÆÐIR Þú ert gædd meira þreki og lífsorku en annað fólk, bæði líkamlega og andlega. Þú ert metnað- EIGINLEIKAR: argjörn og afar örugg með sjálfa þig. Þú ert áhrifamikil og gegnir jafnan háum embættum, þó svo að þú hafir enga sérstæða hæfileika. Ef þú, auk þessa, hefur til að bera ágætar gáfur. muntu komast langt. Ef þú ert staðföst, verður þú ekki eingöngu formaður að nafninu til, heldur góður foringi, sem hefur bætandi áhrif á aðra. Þú ert ákveðin í hugsun og gerðum. Þegar þú hefur ákveðið þig, getur ekkert stöðvað þig. Þú ert venjulega sannfærð um réttmæti gerða þinna og ákvarðana, en stundum gæti verið gott að endurskoða þær frá annarra sjónarhóli. Þú hefur kannski ekki alltaf rétt fyrir þér og mátt gæta þin að kúga ekki aðra. NEIKVÆÐIR Hrokinn er þín veika hlið. Oft hefurðu of mikið álit á sjálfri þér og ofmetnaður þinn gæti aflað EIGINLEIKAR: þér óvinsælda. Yfirborðið hefur oft meiri áhrif á þig en raunverulegt gildi hlutanna. Þótt þú sért góðgjörn. hjálpsöm og oft mjög ástrík, eyðileggur þú stundum þessa eiginleika þína með ópolandi eigingirni og stjórnsemi. Þú átt bágt með að líta á annað fólk sem jafningja og fælir frá þér þá. sem einnig vilja vera sjálfstæðir. Oft safnar þú um þig hirð aðdáenda til að sýnast fyrir öðrum. Þú vilt vera miðsviðs og lætur fólk ekki gleyma því. Reyndu að temja þér meira raunsæi. SKAPGERÐ I framkomu ertu höfðingleg og vekur virðingu manna. Margir mestu leiðtogar mannkynsins eru fæddir undir þessu merki. Þú og þínir líkar mynda kjarna hvers þjóðfélags. Þú ert hugrökk og örlát, góðgjörn og stórlynd. Þú ert bráðþroska og snýst jafnan gegn hverjum vanda með oddi og egg. Ljónið er merki íþrótta, skemmtana og alls kyns ánægju, og hefur þú yndi af hvers kyns tilbreytingu á þeim sviðum. Að eðlisfari ertu áreiðanleg og stjórnsöm. Þú vilt alltaf vera í fararbroddi, vera foringi, því að þú veizt, að þú hefur til þess góða hæfileika. Þú ert hreinskilin, víðsýn og réttlát, en þú hefur afar ákveðnar skoðanir og getur verið mjög þrjósk. Þú ert stundum uppstökk, en fljót að jafna þig aftur. Þú ert fædd leikkona, á því er enginn vafi, og hefur einnig Ijóðræna hæfileika. Þú annt fegurð og skrauti. Aðrir komast fljótt að raun um, að þú ert mjög veik fyrir fagurgala - jafnvel oflofi - þar sem þú finnur svo mjög til yfirburða þinna. Þó ertu ekki hégóm- leg. Hrós getur hjálpað til að sannfæra þig, en það getur ekki rekið þig til að gera neitt. Þú þolir illa að fólk þrábiðji þig eða krefjist einhvers af þér. Þó ertu að vissu marki háð meðbræðr- um þínum. HEILSAN Þú ert hraust og heilbrigð yfirleitt. Þú ert að eðlisfari iðin og áhugasöm við vinnu og átt það til að taka að þér verk, sem þú ert ekki fær um að vinna. Þú ættir að gæta þess að ofreyna ekki hjarta og hrygg. Þú ert næm fyrir hjartasjúkdómum, slaga- veiki og gigt, en jafnar þig brátt eftir hver veikindi. En þú ertslæmursjúklingur meðan á veikindunum stendur, vilt sífellt vera á flakki. Þú elskar lifið umfram allt og verður gáskafullt gamal- menni. Þú ættir að verða langlif, ef þú gætir hófs í mat og drykk. Ljóns-konan er oft mjög aðlaðandi, ber sig vel og er full af lífsfjöri. Bæði kyn eru myndarleg og hafa sérstaklega falleg augu. Sumir eiga það þó til að verða þunglamalegir með aldrinum og of þreknir. VINNAN Bezt likar þér vinnan, ef þú hefur ein með höndum alla stjórn. Þú hefur lag á að gefa fyrirskipanir, þú ert blátt áfram og gagnrýnir af hreinskilni, sem oft getur verið móðgandi. En fólk, sem vinnur undir þinni stjórn, virðir þig og gerir sitt bezta til að þóknast þér. Þú átt gott með að skilja mannlegt eðli og ert vel greind. Þú ert stolt og tekur illa ósigrum. Öll þjónustuvinna er þér á móti skapi. Þú hefur mikla ábyrgðartilfinn- ingu og þolir ekki óréttlæti. Oft ertu listræn og hefur sköpunarhæfileika, sem einkum njóta sin í sam- bandi við leiklist. PENINGAR Þú ert að eðlisfari eyðslu- söm, en einnig dauð- hrædd við fátækt. Þú vilt eiga næga peninga og hefur bæði gáfur og stefnu- festu til að afla þeirra. Oft verður þú efnuð á unga aldri og þarft þá ekki-að hafa fjárhagsáhyggjur framar. En þú ættir að gæta þín að eyða ekki of miklu til að sýnast fyrir náung- anum. Þú hefur mikla ánægju af að gefa dýrar gjafir. HEIMILIÐ Gott heimilislif er þér mikils virði; þú þarfnast staðar, þar sem þú getur hvílzt. Þú vilt ráða á heimilinu og láta aðra fjölskyldumeðlimi lita upp til þin. Þú ert góður gestgjafi og hefur gaman af að bjóða fólki heim. En þú vilt velja gesti þína sjálf. Þú kannt þá list að láta fólki líða vel. Heimili þitt er mjög fallegt, ef þú á annað borð hefur efni á að prýða það. VINÁTTA Þú ert vinsæl og átt marga vini. Þú átt auðvelt með að eignast vini og þá trygga. Oft verða vinir þínir til þess að hjálpa þér að komast áfram. Vinir þínir komast fljótt að raun um það, að þú vilt vera foringinn í hópnum og láta taka mikið tillit til þín. En þú átt mjög gott með að umgangast fólk. ÁSTIR Þú getur elskað heitt - oft jafnvel of heitt. Þótt þú sért ihaldssöm á flestum sviðum, er líklegt, að ástin stígi þér til höfuðs. Innst inni ertu viðkvæm og rómantísk-og Ijóns-mað- urinn gengst upp í riddara- mennsku. Þú ert ekki daðurgjörn og tekur ástar- ævintýri alvarlega. Því sama býstu við af hinum aðilanum. Þú ert trygg í ástum. Maki þinn verður að venjast því að sjá þig miðdepil samkvæma og gefa alla afbrýðisemi upp á bátinn frá byrjun. Margar konursjá í Ijóns-manninum hinn fullkomna elskhuga, hann er ástríðufullur, kröfu- harður og áleitinn. Ef þú velur rangan maka, áttu afar bágt með að viðurkenna það, og stolt þitt bíður mikinn hnekki. Þú ætlast til sömu tryggðar hjá öðrum og þú sýnir sjálf. HJÓNABAND Þú tekur hjónabandsheitið mjög alvarlega og reynir af fremsta megni að halda það til æviloka - jafnvel þótt þú finnir, að maki þinn er ekki alls þessa verður. Ástvinir þínir ættu að gera sér grein fyrir þvi, að það er ekki auðvelt að búa með þér, en þú bætir það upp með persónutöfrum þínum og ástriki. Sá, sem gerir sér far um að skilja þig og umbera, fær ómak sitt ríku- lega endurgoldið. Eiginmaðurinn, fæddur i þessu merki, er góður heimilisfaðir. Hann vill að kona hans og fjölskylda séu virt í þjóðfélaginu og gerir hvað hann getur til þess að svo geti orðið. Hann vill vera húsbóndi á sinu heimili og þolir illa virðingarleysi gagnvart sér. Hann er rómantískur og tilfinninganæmur, en vill láta hlýða sér. Honum finnst ekki orð á gerandi, þótt hann eigi sjálfur ástarævintýri utan hjónabandsins, en mundi hins vegar aldrei þola konu sinni slíkt. Eiginkona, fædd í þessu merki, er góður maki. Hún elskar heitt, er trygg og samvinnuþýð. Hún er mjög dugleg við allt, sem hún tekur sér fyrir hendur, og hugsar vel um útlit sitt. Hún er fyrirmyndarkona veraldarvönum og metnaðargjörnum manni, sem hefur efni á að láta hana lifa og eyða pening- um að vild. Hún er tilfinninganæm og hugsar afar vel um fjöl- skyldu sína. Börn hænast mjög að henni. En hún má gæta þess að vera ekki of ráðrík og sölsa undir sig öll völd á heimilinu. Börn, fædd í þessu merki, eru fædd foringjaefni og vilja ung stjórna öðrum börnum í leik. Þau munu gera allt til að vekja á sér athygli, og verða foreldr- arnir að reyna með skiln- ingi og ástúðlegum aga að venja þau af því. Látið INNOXA vernda húðina haldið húð yðar mjúkri og ferskri með hjálp INNOXA. SpuiLSiitin 1 ('IIKA.M IDWDKIt INNOXA dagkrem, næturkrem, hreinsikrem. Einnig allt sem viðkemur augnsnyrtingu. Veljið góðar snyrtivörur, veljið INNOXA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.