Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 53

Hrund - 01.09.1967, Blaðsíða 53
HVERNIG LÝSA STJÖRNURNAR ÞÉR? MEYJAR- MERKIÐ 22. ágúst — 22. september Meginregla: Kemst þótt hægt fari. Heppileg störf: Vísindastörf, kennsla, bókhald, lyfjafræði, læknisfræði. Helztu einkenni: Iðni og trúmennska. Bezti eiginmaður: Þolinmóður og hlédrægur. Bezta eiginkona: Nægjusöm og háttvís. Stjörnurnar ráða: Smáþarmar og kviðarhol. Litir Meyjarinnar eru fjólublátt, blátt, gulgrænt og dökkir, óræðir litir. Tala Meyjarinnar er fimm. Gimsteinar Meyjarinnar eru marmari, topaz og aquamarine. Sá vikudagur, sem venjulega er tengdur Meynni, er þriðjudagur. JÁKVÆÐIR Ef þú ert af sterkari gerð Meyjarinnar, vekur þú aðdáun og virðingu þeirra, sem þú umgengst. EIGINLEIKAR: Hæfileikar þínir samlagast öllu því, sem krefst samvizkusemi, skynsemi og gagnrýni. Þér tekst það, sem þú ætlar þér, vegna þess að þú gefst ekki upp, hversu langvinnt og erfitt sem viðfangsefnið er. Þú ert hugvitsöm og brýtur þér hægt braut til frama og elju og áhuga. Þú vinnur að friði í heiminum, því að þér leiðist ósamræmi, og ert því máttarstólpi hvers þjóð- félags. Þinn hlutur er aldrei smár. Þú veizt af innsæi þínu hvað fólki er gott, ert hjálpsöm og vilt þjóna dyggilega. NEIKVÆÐIR Veikari gerð Meyjarinnar er varkár og feimin. Gagnrýni þín er oft of skörp. Þú getur verið EIGINLEIKAR : munnhvöss við aðra, en átt bágt með að þolo ávítur sjálf. Fáir þola, að minnzt sé á galla þeirra, því glataröu oft vinum þínum. Þú getur verið smámunasöm. því að siðgæðiskennd þín er afar sterk. Mesti veikleiki þinn er yfirdrepsskapur, þú sérð í gegnum fingur við sjálfa þig en ekki aðra. Þú hefur ofurást á hrein- læti, en ert of önnum kafin við smámunina til að taka vel eftir því, sem meira máli skiptir. Forðastu sjálfsmeðaumkun. SKAPGERÐ Höfuðþátturinn í skapgerð þinni er hve hagsýn þú ert. Það er ekkert tilviljana- kennt við störf þín, þú ert vísindalega nákvæm í öllu því, sem þú tekur þér fyrir hendur. Tilfinningar fá engu breytt, ef skynsemi þin hefur tekið ákvörðun. Þú ert afar jarðbundin og tekur mikið tillit til smá- atriða. Gagnrýni þín særir oftlega, þvi að þú hefur lag á að hitta naglann á höfuð- ið. Háttvísi er ekki þín sterka hlið og þú átt erfitt með að þroska hana með þér. Þú átt gott með að læra, en þér leiðist að sitja lengi yfir námsbókum. Þú hefur áhuga á vísindum og vilt hafa menntað fólk í kring- um þig. Þú ert ekki hug- sjónamanneskja né ævintýrakona, en þú ert trygg og heiðarleg. Þú ert róleg og hæversk og hugs- ar mjög vel um útlit þitt. Þú hyggur að staðreyndum í hverju máli og lætur þig engu skipta hugmyndaflug og ímyndanir. Þú íhugar vandlega allar aðstæður, áður en þú dregur ályktanir. Þú hefur enga löngun til að kanna leyndardóma þessa lífs né annars. Þú hefur góðan lista- og bókmenntasmekk, en þig skortir tilfinningu til að skapa sjálf. Þú ert venjulega skapgóð og seinreitt til reiði, en ef þú reiðist, ertu langrækin. HEILSA Þú ert venjulega heilsugóð með afbrigðum — enda veiztu, hvernig ber að lifa lífinu skynsamlega. Þú hræðist veikindi og gerir mikið úr, ef eitthvað bjátar á. Þínar veiku hliðar likamlega eru magi og taugakerfi. Þú skalt borða reglulega og gæta þannig meltingarfæranna. Þú þarfnast mikillar hvíldar, rólegs umhverfis og ættir að gera líkamsæfingar reglulega. Þú lítur vel út, ert vel vaxin og hefur ákveðna andlits- drætti. Meyjarkonur eru oft fagrar á tómlegan og kaldan hátt. Þú eldist seint - ert ungleg lengi, en gætir fitnað á efri árum. VINNAN Þú helgar þig starfi þínu, ert stolt af því og heldur þvi venjulega lengi. Þú kemur þér vel við vinnuveitendur þína og kemst langt með eljusemi og áhuga. I viðskiptum ættir þú að hafa með þér annan aðila, sem getur lagt til eidmóð og hugrekki, þannig að eiginleikar ykkar myndi jafnvægi. Iðni þín og trú- mennska gera þig ómiss- andi vinnukraft, en þú vilt ekki taka á þig of mikla ábyrgð. Þú vekur sjaldan öfund hjá fólki. PENINGAR Þú ert varkár í fjármálum og hefur gott verzlunarvit. Þú metur peninga mikils og leitar stöðugt að nýjum leiðum til að auðgast. Varastu öll óheiðarleg við- skipti — einn fugl i hendi er betri en tveir á grein. Þú ert ekki eyðslusöm, hefur meiri áhuga á að kaupa nauðsynjar en eyða peningum í skemmtanir og munað. Þú ert sjaldan fædd til auðæfa en vinnur þig oft upp. HEIMILI Þú ert ekki ráðrík á heimili þinu, en þú vilt, að þar sé allt i röð og reglu, hver hlutur á sínum stað. Þú stendur öruggan vörð um velferð heimilis þins og fjölskyldu. Umhverfi þitt þarf að vera rólegt, annað getur valdið þér heilsutjóni. Þú hefur gaman af tilbreytingu - þykir gaman að flytja á nýja staði. Það er í þér vottur af flökkueðli. Þú ert góður kokkur, en hugsar stundum um of um, hvað hollt er og hvað óhollt. Heimili þitt er alltaf lýtalaust. VINÁTTA Þú ert vandlát á val vina og eignast fáa. Helzt viltu eiga að kunningjum gáfað fólk og framagjarnt. Þú ert góður og hjálpsamur vinur, en vilt að vinátta þin sé metin að verðleikum og að þér sé þakkaður hver greiði. Þér er illa við einveru. Þú vilt hafa fólk í kringum þig og þráir viðurkenningu. Ein ertu hjálparvana og finnst þú vanrækt og yfirgefin. ÁSTIR Þú ert of hagsýn til að vera rómantísk. En kuldi þinn gagnvart hinu kyninu getur gert þig enn girnilegri í augum þess. Sá, sem vinnur ást þína, á auðvelt með að ráða yfir þér, því er mikilvægt fyrir þig að velja réttan mann. Þó máttu ekki vera of vand - lát í makavali. Þú átt erfitt með að láta tilfinningar þinar í Ijós, virðist jafnvel skammast þín fyrir þær stundum. Einkalifi þinu viltu halda fyrir þig. I rauninni ert þú ástrik og ættir að sýna þá hlið þina meira en þú gerir. Þú ert félagslynd og ættir fyrst að byggja upp vináttu, áður en ástin kemur til sögunnar. Þú gleymir því stundum, að ást þarfnast skilnings en þolir ekki gagnrýni. Konur Meyjarmerkisins eru sjaldan ástriðufullar og láta ekki tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. HJÓNABAND Þér finnst skynsamlegt að vera hamingjusöm og hagsýnt að giftast. Þú ert tryggur maki og vel fallin til heimilislifs. En þú ert gagnrýnin og þrasgjörn og átt oft erfitt með ákveða, hvort þú átt að svara játandi eða ekki. Stundum verður þetta til þess að ekkert verður úr giftingu. Margir pipra, sem fæddir eru í þessu merkí. Þú átt ekki gott með að gefa sjálfa þig. Eiginmaðurinn, fæddur i þessu merki, er sjaldan ástríðufullur maki, en oft daðurgjarn. Hannervenju- lega vanafastur maður, sem kvænist af þjóðfélagslegri þörf. Oft á hann til nízku. Hann sér vel um fjölskyldu sína efnahagslega, en hugsar litt um þægindi og munað. Eiginkonan, fædd í þessu merki, er að mörgu leyti fullkomin. Hún lítur oft á hjónabandið sem viðskiptasamning og sér afar vel um heimili sitt. En oft er hún of gagnrýnin - finnur að öllu - leiðist hin vanabundnu störf og jagast þá í sífellu. Hún má gæta sín að vera ekki of sjálfselsk og of ströng við börn sín. Börn, fædd í þessu merki, hafa oft áhyggjur af öllum sköpuðum hlutum. Það verður að kenna þeim að greina á milli þess, sem skiptir máli og þess, sem engu máli skiptir. Það á að hvetja þau til að ganga menntaveginn. Hunon mocuLEiKR cefur mmi I HBPPDRŒIII SfBS III1B2B0 UinmnCSHRFR : Brjóstnála Hálsmen Lyklahringar Viðhengi Bókahnífar Bókamerkf Jeskeiðar o.fl. Ár silfri með stjörnumcrkjurn fást i skartgripa verzluninni 'Skólavörðustíg 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.