Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 6

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 6
Viðtal við NÍNU TRYGGVADÓTTUR listmálara Ekkert hefur haft eins mikil á- hrif á mitt litaskyn og íslenzka birtan og litir landsins. Eigum við ekki að snúa stólunum svo, að við getum horft yfir Skerjafjörðinn meðan við röbbum saman, sagði Nína og hagræddi þeim fyrir okkur gegnt glugganum. Það var komið fram undir hádegi en veðurguðirnir virtust ekki enn hafa gert það upp við sig, hvernig viðra skyldi þann daginn. Aðra stundina var glampandi sólskin og sumarlegt yflr að líta, Alftanesið bjart og Bessastaðir blikandi í hvítu og rauðu- hina stundina þyrptust að þungbúin ský, fjörðurinn varð grár og grimm- darlegur ásýndum og regnið lamdi á glugg- unum, droparnir stundum eins stórir og vetrarhögl. En inni var hlýtt og notalegt og kaffi í bollunum. Nína Tryggvadóttir kom mér fyrir sjónir sem viðmótshlý kona, tilgerðarlaus og yfirlætislaus- á þann skemmtilega hátt, sem svo oft einkennir þá, er vita fullvel sjálfir, hvers þeir eru megn- ugir og líta á það sem sjálfsagðan hlut. Um áratuga skeið hefur hún átt sér öruggan sess meðal beztu listamanna á Islandi. Hróður hennar hefur víða borizt báðum megin Atlants- hafsins og um list hennar hafa margir kunn- áttumenn rætt og ritað. Þeir hafa lofað litadýrð hennar, sjálfstæði í listsköpun og agað hug- myndaflug slíkum orðum, að ég ætla mér ekki þá dul að bæta þar neinu við. En þar sem ég þóttist viss um, að íslenzkar konur væru stoltar af þessari kynsystur sinni og vildu kynnast henni nánar sem manneskju og konu, mæltist ég til þess við hana að fá að birta viðtal við hana í Hrund. Eg hafði aldrei fyrr hitt hana að máli - hélt raunar, að ég hefði aldrei séð hana áður, - en það reyndist ekki rétt. Eg hafði oft séð hana og seinast fyrir nokkrum dögum, þá hafði hún setið yfir kaffibolla á veitingahúsi, ásamt dóttur sinni unglings stúlku Ijóshærðri. - Já, hún er eina barnið, svaraði Nína, er ég spurði — og orðin sextán ára. Það hefði sennilega verið óhugsandi fyrir mig að halda áfram að mála, ef þau hefðu orðið fleiri. Það var nógu erfitt, þegar hún var lítil og er þó eitt barn ekkert á við tvö. Listamaður þarf helzt að vera sem mest frjáls og maður er ekki frjáls með lítið barn á höndum. Það er ekki gott að skipuleggja börn sjálfum sér í hag. - Þú hættir þó aldrei að mála, meðan hún var lítil ? - Nei, það gerði ég ekki. Ég reyndi að finna mér tíma, notaði hvert tækifæri. Þegar hún stálpaðist hafði ég hana í grind á gólfinu í vinnustofunni og tók seinna til bragðs að mynda einskonar girðingu milli hennar leik- vangs og míns, svo að hún kæmist ekki í málaratrönurnar og krukkurnar. Þó fór svo einu sinni, að hún náði í krukku og drakk úr henni. Við urðum að fara með hana á spítala og láta dæla upp úr henni. Sem betur fór varð henni ekki meint af því. - Hafðirðu aldrei stúlkur til að hugsa um heimilið? - Jú, stundum, en oftast aðeins nokkra mánuði í einu. I París var fremur auðvelt að fá stúlku eða a.m.k. barnfóstru. En sannleikur- inn er sá, að maður er aldrei rólegur að vita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.